Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 13

Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 13
FRAMTÍÐIN 93 yfirgæfi þetta líf. Ekki hefur honum dott- iS i hug, a'S hann meö þessu væri a'ð drekka sjálfum sér til; en hann dó 19. Nóvember áriS 1828, 31 árs gamall, og margir af vinum hans fréttu ekki lát hans fyr en búiS var a'S jarSa. hann. Eftir beiSni sinni var hann grafinn nálægt Beethoven, og eru ekki nema fáein fet milli leiSa þeirra. Alt sem Schubert lét eftir sig af verald- legum eignum, var lítiS eitt af fötum og annaö smávegis, sem til samans var virt til tæpra $15.00. En þaS, sem eftir hann er af músík, og sem alt ber meö sér stimpil meistarans, veröur ekki virt til peninga, dýrmætt eins og þaö er og ódauölegt. Líf Franz Schuberts er aö eins eitt meöal fjölda dæma upp á þaö, hvermg menn gæddir himinbornum gáfum, samt veröa eins og “þau kerin, sem til vanviröu eru sett”, sjálfum sér og öSrum til mæöu og ásteitingar, en uppljóma þó heiminn og skapa fögnuö og upplyfting í ótal sálum. KOSSINN. Skáldsaga rituö fyrir Framtíöina. Eftir dr. /. P. Pálsson. öllum bar saman um þaö, aö þær syst- urnar, Ólöf og Elín, væru fallegustu og mestu stúlkurnar í bænum. Gáfaðar voru þær og prýðilega aö sér. Enda höföu for- eldrar þeirra engu til sparað, aö |)ær fengju gott uppeldi. Úr ættinni höföu þær fegurð og höföingsbrag. Og faðir þeirra var einhver ríkasti maðurinn í bænum. Hamingjan ein virtist vera þeirra hlut- skifti. Aldrei haföi dauðinn svift þær neinum ástvini þeirra. Og sorgin var enn langt, langt í burtu, eins og þrumuský fyrir utan sj óndeildarhringinn. Lífiö var eintómur unaður. Veröldin var paradís. En sorgin kom seinna. Þegar Elín var um tvítugt, giftist hún. Maður hennar var hiö mesta mannsefni og drengur góður. Þau hjónin eignuðust son, og var hann skírður Ólafur. Og virt- ist nú sem forsjónin gæti engu bætt við gæfu hinnar ungu konu. Aldrei haföi manni hennar virst svipur konu sinnar hafa áður verið jafn-ástúð- legur eins og nú, þegar litla barnið lá í kjöltu hennar óg iSaöi öngunum; rödd hennar aldrei jafn-þýð eins og þá er hún söng vögguljóð fyrir litlu elskuna sína; brosið á hinu fagra andliti hennar aldrei jafn-himinhreinn og.þá er hún horfði á Óla litla, þar sem hann lá í vöggunni og rak litlu feitu hendurnar út í sólargeislann og brosti að — já, liver veit, að hverju hann brosti ? Já, Elin var sannarlega sæl, en hvernig leið Ólöfu? Hún var að verða heilsutæp. Og eftir þvi sem leið á sumarið hnignaði henni æ meir. Hún fór aö veröa hold- grönn og missa matarlystina. Þegar hún var á gangi, mæddist hún fljótt. Meö hverjum degi minkaöi æskufjöriö. Hún var jafnan föl i andliti, en þó varð hún stundum rjóö i kinnum og óeðlilega skarp- leit til augnanna. Þegar hún vaknaöi á morgnana, var hún oft vot af svita, og næturhvíldin virtist ekki hafa eytt þreytu dagsins. “Hún hefur lungnatæringu,” sagSi lækn- irinn, “og þarf að fara strax á berkla- veikra hæliö.” Þaö var þungt áð skilja viö aettingja og vini og leggja upp í ferð, sem ef til vill leiddi til grafarinnar. En sá var þó einn kostur að fara. Ólöf bjó sig til fararinnar. Síðan kvaddi hún vini og vandamenn. Sárast tók hana að skilja viö systur sína. Þær voru lengi á eintali áöur en þær kvöddust. Ólöf vafði litla nafna sinn aö sér og þrýsti heitum kossi á varir hans. Svo fór hún. Sumarið leið og dagarnir styttust. Blómin fölnuðu. Grasið sölnaði. Fugl- arnir bjuggu sig til heimferðar, til suð- ursins og trén voru komin í hin marglitu haustklæöi sín. Sumardýrðin og veður- sældin var að þrotum komin. Og heimili Elínar var komið í forsæl- una. Því Ólafur litli var lasinn. Nú lék hann sér ekki við sólargeislann, því augu hans þoldu ekki blessað dagsljósið. Og hann var orðinn magur og máttvana. Nú lék ekki brosiö um djúpu rákirnar, sem áö- ur vorú við munninn og nefiö; en í þess stað var einhver ósegjanlegur raúna- svipur á hinu föla og smáa andliti lians. Hann fékst ekki lengur til að neyta fæðu sinsar. Og hann veinaði og grét. Og veikin ágerðist eftir því, sem tíminn

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.