Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 14

Framtíðin - 01.08.1909, Blaðsíða 14
94 FRAMTIÐIN leið. Stundum virtist hann ])ó talsvert betri. En svo versnaöi honum aftur. Þannig blakti líf hans eins og ljós í vindi. Svo tók veikin til í alvöru. Ekkert toldi niöri í honum; höfuöið dróst aftur, og hvert andartak var átakanlegt angistar- vein. “Það er heilabólga,” sagöi læknirinn, “og hún er ólæknandi. Og Óli litli var síöasta blómiö, sem dauöinn heimti |>aö haustiö. Sorgin breiddi svörtu blæjuna sína yfir hiö indæla heimili ungtt hjónanna. Og i skugganum stóð móðirin örmagna af Jjreytu, svefnleysi og harnii. Og slcarnm- degiö varö þöglilt og þungt eins og dauö- inn ætti hvern einasta dag. Og foreldr- arnir undruðu sig yfir ])vi, aö litla yndiö þeirra var tekiö frá þeirn. Þau sáu aldrei þessi orð, sem finna má þó i dagbók lækn- isins: “Dauðamein: bcrklar í heilanmn. “Orsök: banricS var kyst, af berklavcikri konu.” En veturinn breiddi dúnmjúka snjó- breiðu yfir litlu gröfina. Hænan og eggið. Ungur frakkneskur stúdent var nýlcoin- inn heitn frá París; þar haföi hann hallast aö hinu almenna guðleysi, er neitar tilveru guðs. Hann hitti tvær ungar stúlkur, sem voru hjá kunningjafólki sínú og hans. Þær voru að lesa í bók; hann yrti á þær á þessa leiö: “Má jeg snvrja, hvaöa skáld- saga það er, sem ungfrúrnar cru svona niðursokknar 5?” “Þaö er engin skáklsaga, ])ar er frásaga um guös útvalda fólk, sem viö erum aö lesa.” “Eftir ])ví að dæma, haldið þið aö guð sé til?” Ungti stúlkttrnar rak í rogastans, við slíka spurningu og sögðtt: “Trúiö þér því ekki?” “Jeg trúði ])ví eintt sinni; en eftir ])aö aö jeg er búinn aö vera í París og læra þar heimspeki, tölvísi oe ])jóðmegunar- fræöi, ])á er jeg orðinn fullviss ttm, aö enginn guö er til.” “Jeg hef aldrei verið í París,” svaraöi eldri stúlkan, “og jeg hef heldur aldrei lært heimspeki eöa tölvísi eða nokkrar aör- ar vtsindagreinir, eins og ])ér; jeg þekki einungis bibliuna mína; en fyrst þér eruð svona lærður og álítið að enginn guð sé til, þá getið þér ef til vill sagt ntér hvaöan eggið er komiö ?” “Þaö var skrítin spurning. Eggiö kem- ur auðvitað úr hænunni.” “En hvort var þá fyr til, hænan eða eggið ?” “Jeg veit ekki vel, hvaö þér meinið meö hænunni yðar; en eðlilega lilýtur hænan aö hafa orðið fyr til en eggið.” “Eftir því hlýtur þá að hafa verið til hæna, sent ekki var komin úr eggi ?” “Nei, fyrirgefið ungfrú, eins og nærri rná geta, hlýtur eggiö að hafa veriö til á ttndan hænunni.” “Þá hlýtur að hafa verið til egg, sem ekki var komið úr hæntt ?” “Nei — j-ú — það er að segja — fyrir- gefið þér, en sjáið þér ekki — skiljið þér — “Jeg sé og skil, að ])ér vitið ekki, hvort hæpan varð til fyr en eggið, eða eggið varð til fyr en hænan.” “Nú jæja, jeg held ])vi frant, að hænan hafi orðið fyr til.” “Nú, eftir því hefur ])á verið til hæna, sem ekki var komin úr eggi. Segið mér nú hver skapaði fyrstú hænuná, sem allar hænur og öll egg eru kontin frá ?” “Ó, þér eruð íiieð hænsniri og eggin yð- ar; ])ér haldið ef til vill, að jeg skapi hænsni.” “Nei, engan veginn; en jeg bið yður einungis, að segja mér, hvaðan móðir allra hænsna og eggja sé kornin?” “En livað meinið ])ér með ])vi?” “Nú, fyrst þér vitið það ekki, þá viljið ])ér, ef til vill, leyfa mér að segja yður það. Sá sem skapaði fyrstu hænuna, eða ef ]tér viljið heldttr fyrsta eggið, er sá hinn sami, sem skapaði heiminn, og það er guð. Þér, sem getið ekki einu sinni skýrt frá því, hvernig ein ltæna eða eitt egg varð til, án guðs, viljið samt halda þvt fram, að þessi veröld hafi orðið til án gttðs." Ungi stúdentinn varð að þagna; hann greip hatt sinn og fór sneyptur á burt, og hafi hann ekki verið fullviss um heimsktt sína, ])á var hann ])ó orðinn sér til skamm- ar, út af einfaldri spurningu ungrar stúlku. Hversu margir ertt ekki eins og hann, sem segjast vera vitrir, en verða

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.