Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 9

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 9
FANNE Y. félagarnir þrír — Hrólfur, Nonni og Gvendur — af slað og stika stórum, og ætluðu þeir nú í fyrsta skifti á æfinni að keppa um gull og heiður. — Þeir fara nú ekki alveg beinustu leiðina að þessu sinni. Þeir hafa nægan tíma fyrir sér; þeir reyna hverja breltku og æfa allar mögu- legar lislir. Peir verða að liðka limina og búkinn. En áfram berast þeir og sjá brátt brekk- una fram undan sér, þar sem þrautin á að standa. Þeir verða allir þegjandi og þungbúnir, og herða á ferðinni. Þeir sjá fólks- fjöldann. Fáni er dreginn á slöng og það úir og grúir af skíða- mönnum, ungum og gömlum. Enginn þeirra lieíir séð neitt slíkt áður. »Égernæslum því lirædd- ur«, sagði Gvendur. »Ekki mik- ið held ég«, sagði Hrólfur; »en áfram nú«. Svo hverfa þeir inn í hópinn og engum þeirra kom til hugar að kvíða. Stundu síðar eru allir stóru drengirnir búnir, og Hrólfur, sem tilheyrir yngri flokknum, stend- ur uppi á brekkubrúnni með stóran skjöld á brjóstinu og bið- ur þcss, að sín röð komi. Á skildinum stendur tölustafurinn3. Þarna fer sá fyrsti! Hann ýtir húfunni vel niðurá kollinn, yptir öxlum og þýtur svo niður brekk- una. En honum heflr víst fall- ist hugur á leiðinni. Hann miss- ii' jafnvægið og veltur langar leiðir, en staðnæmisl loks hjá fólksfjöldanum. Þar ætlar liann að reyna að slanda upp, en dettur aftur og veltir stórri feitri kerlingu um koll og fólkið rek- ur upp skellihlátur. — »Víkið til liliðar!« hrópar ann- ar drengurinn, um leið og hann leggur af stað niður brekkuna svo hratt sem ör flygi. Fólkið liæltir að hlægja. Veslings dreng- urinn! hann var ekki nógu lljót- ur að taka stökkið undir sig. Annað skiðið stakst niður í snjó- inn, og svo fór fyrir honum eins og hinum, að hann valt niður alla brekkuna. Hann rís á tætur snarlega og hristir liöfuðið. Hann er ómeiddur, en annað skíðið brotið! Þriðji drengurinn er Hróll’ur. Hann hal'ði ællað sér að leggja af slað frá brekkubrúninni, en þegar liann sá, hve illa fór fyrir liinuin tveim lyrstu, Jiorði hann það ekki. Hann byrjaði í miðri brekk- unni eins og hinir. Hann heyrir að kallað er að neðan, að hon- um sé óhætl að koma, Hann þrýstir húfunni ofan á eyrun, tekur þrjú löng skref fram og hendist svo niður brekkuna með vaxandi luaða. Mörg hundruð andlit, helblá af kulda, horfa með athygli á hann. Þarna! Nii er hann kominn að hengjunni; liann beygir sig í knjáliðunum, tekur undir sig'

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.