Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 16

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 16
Þórarinn vinnumaður rak ærn- ar á liaga út með ljallinu, í öf- uga áll við þá, þar sem lömbin voru setin. Þórarinn var orðinn »gamall í garðinum« i Miðdal. Hann var þægðarmaður og lundgóður, en fjörmaður var hann enginn. Við öll verk var hann seinn og silalegur, og vánur skepnuhirð- ingu á vetrardegi, bæði úti og inni við, en aldrei datt honum í lnig að hlaupa. Ærnar höfðu staðið inni um nöttina og voru því spakar f'ram eftir deginum á meðan þær voru að seðja sig. Þær voru orðnar því svo vanar að lömhin A’æru tekin frá þeim, að þær virtust ekki sakna þeirra sárt. En þeg- ar kom fram yfir liádegið og júgrin á þeim fóru að þrútna af mjólk, fóru þær að gerasl ó- kyrrar. Þá mundu þær eftir lömbunum sínum og jörmuðu aumkunarlega Þá var þokan koxnin. Ærnar leituðu heim með fjall- inu til stekkjarins, en þar slóð Þóraiinn fyrir þeim og snei'i þeim aftur. Foruslu-Móra var einna áleitnust; en henni voru hinar ærnar vanar að fylgja. Hún gekk varla undan Þórarni, jxegar hann ætlaði að reka hana aftur, heldur stóð kyr og éjn- hlíndi á hann með stórum, mó- gulum augum, og stai>paði nið- ur framfætinum. Það var skap í Móru. En stundum jarmaði hún átakanlega sárt upp á hann, eins og hún væri að biðja hann, að lofa sér að leita að lamhinu sínu. Þannig gckk dálitla stund og Þóiaiinn var ósveigjanlegur. Þó höl'ðu ærnar þokað honum dá- lítinn spöl heim á við. En þá tók Móra lil sinna ráða. Hún tók undir sig stökk mikið og hljóp fram hjá Þórarni. Þórar- inn sigaði hundinum á eftir henni, en hún sneri á móti hon- um og gerði hann lafhræddan. Þá fór Þórarinn til liðs við hund- inn; en á meðan stukku allar ærnar jarmandi fram hjá hon- um. Móra hljóp þá á eftir þeim. Þórarinn labbaði í hægðum sín- um á eftir ánum með hendurn- ar á bakinu, og seppi lians þar á eftir. Ærnar léttu ekki ferð sinni fyr en þærkomu heim að stekk- num. Þar hlupu þær jarmandi umhverfis stekkinn og leiluðu að lömbunum. Móra stökk upj) á lamhastekkinnogjarmaði ákal't, en gapti al' mæði á milli. Þegar Þórarinn kom, leit hún fyrirlit- lega til hans ofan af stekkjar- þekjunni, en þó um leið í'eiðu- lega. Þórarinn liugðist nú mundu sigrast á ánum þar við stekkinn, en því fór l'jarri. Móra var eldri en tvævetur. Eins og henni hefði vcrið sagt, hvei't farið hefði ver-

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.