Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 17

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 17
FANNE Y. 15 ið mcð lömbin, tók hún enn undir sig stökk og stefndi upp lil hólanna í dalsmynninu. All- ar hinar ærnar hlupu jármandi á eftir henni. Þórarinn fór heldur að greikka s[)orið, því nú leizt lionum ekki á hlikuna. Þó dalt lionum ekki í hug að hlaupa. þegar kom spölkorn upp á milli hólanna, heyrðist sónninn í lömbunum uppi í dalnum. Ærnar urðu þá sem óðar, og brátt höfðu lömb- in og ærnar jarmað sig saman. þórarinn kom nógu snemma á vettvang til þess að sjá mó- rauðan lambhrút hendast eins og köggull i háa-loftköstum fram á milli hólanna og undir kvið- inn á mömmu sinni. Það var lamb Móru og fór það fremst af öllum lömbunum; enda varþað eitt af þeim elztu. Hin komu lilaupandi á eftir. Nú hætti Móra að jarma og sinli engu nema lambinu sínu, sem nú var aftur komið á spena. Með móðurlegri gleði þefaði hún af því hátt og lágt og gat varla litið af því. En hún engdist í keng við átökin, því litla sauð- arefnið saug fast. Nú gafst Þórarinn alveg upp. Pví það, að skilja lömbin og ærnar að aftur, var ckki hans mcðfæri. En í stað þess að kalla á hörnin, sem hann mátti vita, að mundu vera þar ein- hversstaðar í nánd, lók hann það ráð, að fara heim á bæinn og leita fulltingis lijá heimafólkinu. þegar Þórarinn kom heim, varð honum það fyrst fyrir að snarast snúðugt inn í haðslofuna, táka þar skyrask sinn ofan al' hillu og fara að éla úr lion- um með mikilli lyst. A milli þess sem hann kyngdi skyrinu, sagði liann sínar farir ekki slétl- ar, en slitrótt var frásögnin, því stundum slóð skyrið í hon- um eða böglaðist fyrir brjóst- inu á honum. Stóð liann þá á öndinni, blanaði i framan og ranglivolfdi augunum, en lólkið slóð í kring um hann og beið eftir framhaldinu af sögunni. Hún var þó ekki margbrotin. Hann hafði, sem sé, ekkert ráðið við ærnar. Ólukkubeinið hún Móra — — ! — Eins og hún var vön! — — Þokan — Eða þá lamhið hennar Móru — bannsettur ormurinn!--------Það var enn fleira sem hafði verið lionum lil mæðu. Svo rnikið skildist þó, að lömb- in voru lilaupin undir ærnar. En börnin? Þórarinn rak upp stór augu. »Börnin! — Ja, — þau voru líklega komin í heiðina«. Heimafólkið gat ekki annað en kýmt að Þórarni, þótt ekki væri hlægjandi að ósköpunum; en húsfreyjan stóð orðlaus. Það gekk alveg fram af lienni.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.