Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 20

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 20
18 FANNEY. En þegar lömbin Yoru hætt að bíta, vaknaði harmur þeirra af nýju. Þá tóku þau að jarma alt hvað af tók. Þessu fór fram langa stund. Þá fór að heyrast sónninn úr ánum neðan úr heimahögunum. Lömb- in drógu niður í sér og hlust- uðu, en svo hertu þau sig að jarma aföllum kröftum og runnu á liljóðið. Bogga stóð fyrir þeim og rak þau aftur út á grundirnar. Hún var kafrjóð og komin að nið- urfalli af mæði, en linti þó ai- drei á hlaupum. Oft kallaði hún til Sigga, með grátstaf í röddinni, og bað hann að hjálpa sér, en hann gegndi henni ekki, því nú var liann í illu skapi. Lömbin leituðu því fastar á, sein jarm- urinn færðist nær. Bogga reif frá sér svuntuna og veifaði henni að lömbunum til að liræða þau, en ekkert dugði. Þau hlupu fram iijá henni til beggja handa og hún misti af þeim út í þok- una. Þá gafst liún upp, en kast- aði sér niður á þúfu og grét. Þegar hún hafði grátið dálitla stund og kastað mæðinni, stóð hún á fætur, þerraði af sér tár- in og fór að litast um eftir Sigga. Hann sat þá hálfkjökrandi á þúfu og var að skafa utan úr sér leirinn með vasakutanum sínum, en strauk hendinni við og við um marhlettinn á kinn- inni. Þegar liann sá, að Bogga horfði á hann, hætli hann að kjökra, en beit á jaxlinn. sKomdu nú heim með mér, óhræsið þitt«, sagði Bogga. Hún endurtók þetta og blíð- kaði sig heldur, en Siggi anzaði engu. »Ætlarðu ekki að koma heim?« »Eg kem ekkert heim«, hreytti Siggi úr sér. »Vertu þá einn eftir í þokunni, strákurinn þinn. Það er þér mátulegt fyrir alla óþægðina«, sagði Bogga heldur önug. Rétt á eftir fór hún að ganga eftir Sigga og Jiiðja hann með góðu að koma heim með sér. Siggi svaraði annaðhvort engu eða illu, og þegar hann þóttist liafa selið nógu lengi, stóð liann upp og l'ór af stað, ekki heim á leið, heldur ofan að árgljúl'rinu. Bogga gráthað liann að vera nú góðan og koma heim með sér. Siggi svaraði lienni engu, en fór að hisa við að vella steinum fram af gljúfurhrúninni. Honum var ofurlílil hugfróun að því, að lieyra þá hylja niðri í grjóturðinni eða kastast úl í straumiðuna. En enginn hlutur var Boggu fjær skapi en sá, að fara með honum ofan að gljúfrinu. Mamma þeirra hafði brýnt það fyrir þeim mest af öllu, að koma ekki ná- lægt því. En þess þurfti ekki við að því er Boggu snerti. Hún

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.