Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 22

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 22
20 FANNEY. aðir og einkennilegir, og þegar þeir færðust fram úr þokunni, voru þeir enn skringilegri. Sum- ir þeirra litu út sem voðalegar tröllskessur kæmu á móti hon- um. Fyrst var hann hálfsmeyk- ur við þessi »tröll«. Vel gat verið, að þau ætluðu að láta hann í pott og sjóða hann í súpu. En svo fór hann að venj- ast þeim og sjá, að þau voru meinlaus. En það þótti honum þó skrítnast af öllu, að hann þóttist mæta þcim sömu aftur og aftur. Loks fór honum að þykja gaman að þessu. I’að var í raun og veru ekkert annað en dálítið sögulegt að vera einn í þreifandi þoku. Hann hugsaði sér, að hann væri kominn langt upp í óbygðir, þar sem útilegu- menn bjuggu í leynidölum, en bygðamenn komu sjaldan eða aldrei. Margar sögur hafði hann heyrt af mönnum, sem vilst höfðu í þoku á fjöllum uppi, og annaðhvort orðið á vegi úlilegu- manna eða gengið fram á bygð þeirra. Stundum hafði litið svo út, sem þeir mundu ekki sleppa lífs frá þeim atburðum, en oflast hafði þó einlivern veginn rætsl úr þvi. Sumir af þessum úti- legumönnum voru í rauninni allra beztu menn. Þá heyrði liann kallað ein- hversstaðar ekki mjög langt frá sér. Hann nam staðar og lilust- aði. Ef til vill var verið að leita að honum, eða það var kannske Bogga. Aftur var kall- að. Kallið bergmálaði úr ein- um liólnum í annan, og hann gat ekki glöggvað sig á, hvaðan það kom. Honum runnu í hug vísuorðin: »Utilegumenn í ödáðahraun eru máske að smala fé á laun«. Ef til vill var hann nú kom- inn í Ódáðahraun, og heyrði úti- legumennina þar vera að hóa saman stölnu fé. Þessir skrítnu hólargátuvel verið Ódáðahraun. Hann þorði því ekki að taka undir. Kallið fjarlægðist, og svo hvarf það alveg. Svo hélt hann áfrain þá leið, sem lionum fanst vera hin eina rétta, en einhvern veginn varhon- um órótt í brjósti. Þessi óró hans minkaði bráðum aftur, en hvarl' þó eltki með öllu. Hann hugsaði sér, að liann gengi nú all í einu fram á úli- legumannadal. Gaman væri það, en ekki væri það hættulaust. í miðjum dalnum sæi liann þá bæ útilegumannanna. Átti hann að fara þangað heim? Jú, því ekki það. Svo þegar liann berði að dyrum, kæmi ungur maður, vel vaxinn, til dyranna. Hann viki lilýlega að honum og byði lion- um b'eina, en varaði liann við foreldrum sínum. Svo leiddi útilegumaðurinn hann inn. Þar sætu karl og kerling á rúmi

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.