Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 25

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 25
FANNE Y. 23 Hún hugsaði til þess með skelfingu, ef svo væri, að hún væri orðin vilt og færi nú eitt- livað inn á heiðar í stað þess að fara heim til sín. Ef til vill kæmist hún þá aldrei heim til sín. Ef til vill yrði hún fyrir einhverjum óvættum, sem væru í óbygðunum, eða útilegumönn- um; eða huldufólk liefði gert að lienni þessa þoku af ásetti ráði og ætlaði að villa hana til sin og sleppa henni aldrei aftur. Hún lnigsaði heim til móður sinnar, liversu innilega sárt hana mundi taka það, ef lnin misti hana. Aldrei liafði hún þolað að sjá hana gráta. Nú fanst lienni hún horfa á andlit henn- ar í huganum, all grátbólgið. Ef til vill mundu allir á heimilinu gráta yfir hvaríi hennar eða af liluttekningu við móður hennar. Og Siggi lilli bróðir liennar —! Þótt liann væri ódæll, var liann þó í rauninni Irezti drengur og hún vissi að honum þótti vænt um hana. En hvað var nú orð- ið um hann? Var það elcki skammarlega gert af henni að skilja hann einan eftir við ár- gilið? Ef til vill var hann nú að leita að henni, var líka orð- inn viltur og var að gráta. Henni ianst hún heyra til hans grát- ekkann einhversstaðar liti i þok- unni. Og var ekki j)essi þoka og þessi villa hefnd eða liegning fyrir það, að hún hafði farið frá honum og ekki beðið eftir hon- um? Eða var það hegning fyrir það, að hún hefði verið mömmu sinni ólilj'ðin — eða óþekk við einhverja aðra, sem vildu henni vel. Af öllu þessu fékk liún svo mikinn grátekka, að hún gat varla haldið áfram. Svo fór hún að kalla. Ivallið ómaði ömurlega í þokunni. Hún stóð kyr og hluslaði eftir livert kall, og alt af heyrðist henpi vera lekið undir við sig. Svarið kom rétt á eftir að liún hafði kallað, en það sagði það sama, sem hún liafði sagt. En ofur- litlu siðar var lekið undir við hana aftur, en það var svo dauft og fjarlægt, að hún heyrði ekki nema óminn. En þetta g'læddi lijá henni von um, að einhverjir menn væru nálægt, sem lieyrðu til hennar. l3að sem fyr tók undir. lilaut að vera bergmálið í fjallinu; það var vant að éla eftir. En þetta síð- ara? — Hún mundi ekkert eftir hinu fjallinu, eða heiðarhrúninni. Hún tók því til að hlaupa al' nýju í þá átt, sem henni þótti þelta kall koma frá. Við og við nam hún slaðar og kallaði, en nú var tekið undir við hana í öllum áttum, svo hún vissi ekkert, hverri röddinni hún álli að treysta. I’etla gerði liana enn ringlaðri

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.