Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 28

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 28
26 FANNE Y. j Alt í einu leit liún upp og fram fyrir sig. Sýndisl henni þá sem hvítklædd mannsmynd, afarstór, svífa fram úr þokunni á móti sér. Tveir Ijreiðir, hvítir vængir voru þandir til llugs. Yfir in-jóslið skáhalt lá hand eins og sverðfetill. Hún nam staðar og horfði á þetta fyrirbrigði. Fyrst varð lienni hálf-bilt við, en svo datt lienniíhug, að þetta væri amma sin. Nú væri hún búin að fá vængi og væri ljósklædd. Hún kæmi nú svífandi frá himnum lil að hjálpa henni. En umhveríis myndina var þokan óvanalega dökk. Gráar þokuvofur liðu fram Iijá henni til heggja handa. Þéttar, smáar vatnsperlur settust utan á liana alla, gerðu hana rennvota í fram- an og fötin hennar hélugrá. En hún gat ekki haft augun af myndinni. All af 1‘anst henni hún hreyfast, en aldrei færðist liún þó nær henni. Loks réð Juin af að hlaupa á móti ömmu sinni. Þá greiddist þokan til, svo að hún sá hvað þetta var. Páp var hvít snjófönn uppi i heiðarhrúninni. Hún liafði sem sé alt af haldið fram eftir dalnum í stað þess að lialda út eftir honum. Nii var hún komin inst í dalhotnana. Heiðarhrún- in gnæfði beint uppi yfir henni. Og þar var hjart og heiðskírt. Hún var komin upp fyrir þok- una. Fönnin var ekki ósvipuð til- sýndar engli á ílugi. Hún lá í gili, en uppi undir hrúninni breikkaði hún; það voru væng- irnir. Alt umliverfis var dökk lieiðarbrekkan og brúnin dökk uppi yfir fönninni. Það hafði gert sortann í þokuna. En ofur- htið snjóhaft lá upp fyrir hrún- ina. Það sýndist henni vera höfuðið. »Sverðfetillinn« yfir brjóstið á myndinni var leirrák yfir fönnina. Alt liafði þetta orðið óskýrt og iðandi í þokunni. Bogga stóð kyr og virti fönn- ina íyrir sér. Hún skildi ekki vel í því, hvernig henni hafði getað sýnst þetta vera lljúgandi engill. En á meðan hún stóð þar, færðist ljósrauður hjarmi yíir alla heiðarhrúnina. Sólin kom upp fyrir l'jöllin. Við að sjá sólskin og heiðríkju jókst Boggu hugur og von. Nú vonaði hún að geta áttað sig og tekið rétta stefnu heim til sin. í sömu svipan kom maður gangandi ofan fönnina. Hann skrefaði langl og gerði löng spor ofan eftir hjarninu. Ofurlítill hundur hljóp með lionum. Sej)])- inn kom þegar auga á Boggu og fór að gelta. Bogga varð liálf-smeyk og var að hugsa um að taka lil fótanna og lilaupa út í þolcuna, sem enn

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.