Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 29

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 29
FANNE Y. 27 þá var kafþykk rétt fyrir neðan liana. En áður en hún réð nokkuð af, var maðurinn réll kominn til hennar. Hann ávarpaði hana kunnug- lega, en var þó hissa á að hitta hana þarna. Hún þekti hann þegar. Það var unglingspiltur þar af næsta bæ. Hann hafði verið að reka geldfé upp á lieið- ar um nóttina. En kom nú aðra leið en hann hafði faiúð. Bogga tólc því feginsamlega að verða honum samferða heim. Á leiðinni ofan dalinn liittu þau nokkur lömb', sem voru að hjálfast þar og jörmuðu hvert upp á annað. Þau höfðu verið of mikil flón, lil þess að fylgjast með hinum, þegar þau lieyrðu til mæðra sinna. Heima varð fagnaðarfundur, sem nærri ná gcta. Siggi liafði komið heim um miðaftan og vissi ekkert um Boggu. Hann var látinn segja frá öllum atburðum um skilnað þeirra, og fékk svo ráðningu fyrir óþektina. En Boggu var leitað allan daginn og alla nóttina. Nú átti að fara að safna mönnum af öðrum bæjum og leita betur. Þegar larið var að tala um þetta og bera saman tímann, þá kom það í ljós, að Bogga mundi hal'a sofið, þegar leitað var í ffamdalnum. Þó gat verið, að hún hefði tekið óminn af kalli annara fyrir bergmál af kalli sínu. Bogga lagðist veilc eftir þetta og lá nokkra daga með hitasótt, en kom þó Iljótt til aftur. Eftir á greip hana liræðsla, þegar hún hugsaði um villu sína, og það, sem fyrir liana hafði borið. En ekkert var henni þó eins fast I minni eins og engilmyndin. En Sigga varð ekki meint. Það var ekki laust við, að hann langaði lil að villast aftur, og lenda þá í Ódáðahrauni fyrir alvöru, komast þar í mannraunir og — sjá hvernig færi. J ''ýi* i. ÓLÍK ÁIIBIF. Konan: »Þegar ég liugsa um loðkápuna, sem þú hefir lofað að gelá mér, þá finst mér ylur fær- nst um mig alla«. M a ð u r i n n: »E n þegar ég' liugsa til þess, að ég þarf að borga hana, þá rennur inér kall vatn milli skinns og hörunds«.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.