Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 33

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 33
F A N N E Y. 31 þekti ekki hina gömlu Irú sjó- manna, að blístur á sjó væri storkun gegn hinni voldugu höfuð skepn u, storminum. Alt i einu rofaði til. Við vor- um á réttri leið, — skamt vest- ur aí' Gjögrinum. Skipið var brátt ltomið á flug- ferð og með þokunni livarl' fýlu- svipurinn af andliti skipstjórans. Við fórum skamt frá Iandi undan Látrum, yzta hænum við Eyjafjörð austanverðan. Sjórinn var nú spegilsléttur og alt af eyddi þokunni eftir því sem inn- ar dró í fjörðinn. Himininn varð »heiður og blár, liafið skinandi bjart«. Hrólfsskerið á hægri hönd, en Látraströndin á vinstri. Dal- víkin fagra og Hríseyjan á stjórnborðskinnung, en sólbjart- ur, gullfagur Eyjafjörðurinn fyrir stafni. Aldrei hafði ég fegurri sjón litið á æfi minni. Svo hátt undir heiðblátt loftið og vítt og frítt milli veggjanna! Aðkrep lu r sj óndei 1 darhringur, fjöllum luktur á alla vegu, hafði gert mig nærsýnan. En hér sá ég fjöllin í fjarska — eins og í tíhrá. Fjarsýnin gerði sjónina óstyrka. Á bæði borð skaplega há og vingjarnleg fjöll, sem breiddu faðminn móti sólinni. Neðar móleitir ásar og úthagar, með laufgrænum flekkjum hér og hvar, — eins og grænar flau- elsbætur á móleitri vaðmáls- hempu. Pað voru túnin og önn- ur slægjulönd. A íirðinum ýms- ar smálleytur, — íiskimenn við þorskalínur og síldarnet, og máf- ar og ritur og fleiri sæl'uglar að slinga sér eftir síli og öðru æti. Mér komu ósjálfrátt í hug þessar vísuhendingar úr kvæði Mattíasar skálds, um Akureyri eða Eyjafjörð: »Líf og hjörg á báðar hendur, blómatún og engi frjó; sildarhlaup og sjóbirtingar, silfurglita lygnan sjó. Sctt er borð, en sægur i'ugla syngur hátt, að veitt sé nóg«. Tveim stundum eftir hádegi komum við að Svalbarðseyri og fórum þaðan eftir stundartöf. Loks fórum við fram hjá Odd- eyrartanganum inn á »Pollinn«. Við hrj'ggju á tanganum lá sildarveiðaskip og á annari voru tveir drengir að veiða smáfisk, (sjá 1. mynd). Meðan ég beið þess að ég kæmist í land, stóð ég á þilfar- inu og liorfði yfir Akureyrar- bæinn. Fyrst varð mér lílið út á Odd- eyrina. I’ar var að sjá langa liúsaröð, og voru mörg húsin stór og vegleg. Einkum varð mér starsýnt á byggingu eina allmikla með tveim turnum; hún stendur lítið eitt neðar en á miðri eyrinni. Var mér sagt að

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.