Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 43

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 43
FANNE Y. 41 II. Bindindishreyflng. R tímar liðu, fór mörg- um mönnum að verða það ljóst, að áfengir drykkir gerðu eigi ann- að en að leiða eymd og ógæfu yfir mannkynið. Nokkrir þeirra liætln þá að neyta áfengis og leituðust við að fá aðra til að gera slíkt hið sama. Þannig hyrjaði hindindishreyfmgin. Læknir nokkur og prófessor í Fíladelfíu í Ameríku, Benjamín Rusli að nafni, er talinn vera sá fyrsti, sem hreyfði hindindis- málinu. Hann rannsakaði áfengu drykkina, álirif þeirra og afleið- ingar, og sá, að þeir voru óheil- næmir og óeðlilcgir mannlegum líkama. Og af því að hann var mannvinur mikill, sem rann til rifja ófarir meðbræðra sinna, þá varði hann öllum síðari hluta æíi sinnar til þess að herjast gegn vínnautninni. Bæði i ræð- um og ritum leilaðist liann við að sannfæra menn um skaðsemi áfengra drykkja, er liann nefndi »hinn mikla óvin líkama og sálar«. Árið 1785 hóf Rush baráttu sína gegn áfenginn, og siðan heflr lienni verið lialdið áfram af mörgum mönnum og á mörg- um stöðum. í fyrstu héldu menn, að það væri nóg að vera í hrennivíns- hindindi, og að öl og vín væri sakiaust eða jafnvel gagnlegt. En brátt kom það í ljós, að svo var ekki, heldur þvert á móti, og að hið eina rétta væri, að neyta engra áfengisvökva til drykkjar. I’að var kallað albindindi. í upphaíi voru bindindismenn fremur fáliðaðir. Margir gerðu gys aö þeim, kölluðu þá sér- vitringa og fáhjána, að vera að neita sér um víndrykki. En hindindismenn voru gæddir ást lil ineðhræðra sinna og sann- færðir um sannleika og réttmæti málelhis síns, og því þoldu þeir með stillingu háð og spott hinna. Nú hafa margar miljónir manna víðsvegar um heim gengið í lið með hindindismönnum. III. Yínandi. Við liöfum nú í stuttu máli athugað, hvernig vindrykkjan liófst og síðan hvernig hindind- ið hyrjaði. Nú skulum við líla dálítið á drykkina sjálfa, lil þess að reyna að gera okkur grein fyrir því, hvað það er, sem gerir þá svo skaðlega, sem þeir eru, og hvcrnig álirifum þeirra á likamann er varið.

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.