Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 46

Fanney - 01.05.1907, Blaðsíða 46
44 FANNEY. að meðaltali numið um 280 þúsundum króna um árið; en það er meira en árs-útgjöld landssjóðs nema til alþingishalds, umboðsstjórnar, gjaldheimtu og reikningsskila, dómgæzlu, lög- reglustjórnar, læknamála (auk skólans), lærða skólans og vega- l)óta. Fyrir vínföng og tóbak til samans gefum vér árlega 668 þúsundir króna — tvo þriðjunga úr miljón — og er það miklum mun meira en öll landssjóðsins útgjöld bafa numið um árið. 19. Er það fallegt eða nytsamt að reykja eða tyggja tóbak eða taka i nefið? Nei! 20. Hverjir fleiri hafa óþægindi al'tóbaks- reykingum en reykjandi sjálfur? Þeir sem umhverfis hann eru. 21. Er það holt að vera i herbergi, þar sem loftið er þrungið af tóbaksreyk og uppgufun af tóbakshrákum? Nei, það er fjarskalega óholt og viðbjóðslegt. (»Fræðslukver um vínanda og tóbak«). 316mi8 ekkjunnar. OFTHERBERGIÐ fátæku ekkjunnar var bálluppi í stóru, gömlu húsi með mörgum herbergj- um. Hún hafði al- drei þekt hvað það er að lifa góðu lííi og eiga góða daga. Bágindi og stritvinna var hlut- skifti hennar sem barn, sem ung stúlka, kona og ekkja. Hún var skeytingarlaus um tímanlega og andlega velferð sína, og að eins vön við að vinna lítilljörlegustu vinnu frá morgni lil kvölds Þannig eyddi lnin sínum beztu árum án gleði og — án guðs. Litla herbergið hennar, fötin hennar og hún sjálf — all var óhrcinl og illa útlítandi; aldrei vaknaði heldur nokkur löngun hjá henni til að ganga i kirkju. Hún framflutti aldrei neina bæn og hjá henni vaknaði aldrei neinn vonarneistí. Einhvern dag heimsótti hana ungur ællingi hennar, sem ný- kominn var úr sveit lil l)æjar- ins lil að leita sér atvinnu. Hann færði henni jurtapott með lállegu blómi í frá móður sinni. Þegar liann fór aftur var orðið dimt. Selli hún þá jurtapottinn í gluggann, án þess að liirða frek- ara um hann, og gekk síðan til sængur. Þegar hún vaknaði um

x

Fanney

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fanney
https://timarit.is/publication/463

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.