Alþýðublaðið - 16.05.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1923, Blaðsíða 2
ALS»¥£>UBLAÐIE> 2 Barnaskólinn. Skólaárið var úti 14. mkí eins og venjulega. Próf hata staðið yfir síðan f aprílmánuði. Enginn salur skólans tekur nemendurna alla í einu. Eru þeir afgreiddir í smáhópum. Mánudaginn 7. maí kom 1. og 2. deild skólans síð- ast til viðtals þetta skólaár. Skráð voru i þessar deildir 282 börn, en 171 barn lauk prófi. Þessum bírnafjölda var skift í 11 stofur. Þriðjudaginn 8. maí kvaddi 3. og 4. deiid. Þær skiftust til samans í 18 hópa. Voru skráð í 3. deildlna 264 börn, en próf tóku 249. 261 barn var skráð í 4. deild, en 251 barn tók próf. 5. deild mætti seinast laugar- daginn 12. m&í. Þar voru upp- hiflega skráð 299 börn, en 279 tóku próf. Deildin var tvískift. 6. 7. og 8. deild mætti hinn 14. maf. 262 börn voru skráð í 6. deild. en 232 tóku próf. 159 ungmenni voru skráð í 7. deild; hún var fimmskift, 139 luku prófi. 8. deild skóians var tví- skift. 64 ungmenni voru skráð f hana; prófi luku 57 nemendur. Auk þeirra nemenda, sem hér er getið, voru tvær deildir í Kennaraskóla íslands, 48 börn samtals. Æfa kennaraefni sig í deildum þeim. 123 nemendur tóku ekki próf. Eru flestir þeirra Iasnir og hafa fengið læknisvottorð, en áðrir ha'a flutt í burtu. Stjórnarráðið skipaði prófdóm- ara eins og venja er til. Meðal þeirra voru tveir aldraðir skóla- menn og fræðimenn, þeir séra Jóh. L. L. Jóhannsson og séra Sigurður Gunnarsson. Sex nemendur fengu verð- launábækur fyrir afburða dugnað. Verðlaunasjóðinn gaf H. Th. Thomsen. Tveir kennarar skólans hafa dáið, sem svo er kallað, á skóla- árinu: Kristrún Haraldsdóttir og Bjarni Pétursson. Mintist skólastjóri innilega þessara horfnu félaga, er hann sagði skóla slitið. Talaði hann hlýlega að venju til barna og samverkamanna og árnaði öílum góðs, E. J. Þingmálafnndurinn á HestejrL Hr. Guðmundur Sigurðsson, sem fram að þessu hefir um nokkur undantarin ár leikið kaupmann á Látrum í Aðalvfk, skrifar í »Morgunblaðið< 2. þ. m. og leggur út af fréttagrein, sem prentuð var f »Alþýðublaðinu< nærri ársfjórðungi áður. Satt er að vísu, að póstsamgöngurnar eru Iangt frá að vera nægilega örar, og kemur það einkum nið- ur á afskektu sveitunum. Samt lítur út fyrir, að höfundurinn hafi gengið nokkuð lenei með þessa ritsmíð sína í kollinum, eða þá að »MorgunbIaðið< hefir dregið hann á birtingunni, nema svo sé, að hann hafi verið að bíða þess, að sá tfmi liði, sem við vorum nágrannar, og ekki viljað láta »Ieiðréttingu< sína koma vestur meðan ég væri þar. Það er rétt, að ég skrijaði fréttagreinina um þingmálafund- inn, og hefi ég jafnan við því gengist, hafi einhver um það spurt. Annars er ég vanur að rita nafn mitt undir það, sem ég skrifa í blöð, en þar eð hér var að eins um fréttapistil að ræða, fanst mér það þar engu máli skifta. Hr.# G. S. segir í grein sinni, að það séu »öfgar einar og ó- sannindi<, að hann hafi haldið þingmáláfundinn á Hesteyri 15^ jan. síðast liðinn í umboði séra Sigurðar í Vigur. Þau ummæli mín eru tekin aftir frásögn hr Guðmundar sjálfs, sem kvað séra Sigurð hafa nefnt við sig að halda þíngmáláfund í Sléttu- hreppi, þar eð hann kom þang- að ekki sjálfur f þeim erindum. Veit ég ekki betur en að rétt sé áð að orði komist að nefna þann, er þingmálafund heldur fyrir þingmannshönd, umboðs- mann hans á fundinum. Hitt hefðu verið öfgár, ef ég hefði skrifað, að hr. G. S. væri vænt- anlegur eftirmaður þingmanns- ins. Mín vegna er hr. G. S. auðvitað frjáls að því að bera sjálfum sér á brýn, að hafa tarið með öfgar og ósannindi; en sjálfur veit hann bezt, hvort, nokkur fótur er fyrir þeim áburði. Stingur hánn og alimjög í stút við líkræðutóninn í framhaídi klausunnar, þar sem hann er að skýra lesendum >MorguDblaðs* ins< frá sjálfum sér og starfi sínu í þarfir almennings. Sú sjálfsaug- lýsing er þingmálafundinum rauri- ar alveg óviðkomandi. Dreg ég ekki í efa, að hr. G S. veit vel, að sitt er hvað, lestrarfélagsmál hrepps og sýslumál og »póiitísk< þingmál. Eða hyggur hann, að ég h&fi meint, að hann hsfi hald- ið lestrarfélagsfundinn í umboði þingmannsins? í fréttaklausunni segir að eins frá helztu samþyktum þingmála- fundarins, er ekki orkuðu tví- mæla. Hitt fanst mér engar frétt- ir vera, þó að rædd væru mál, ef engin ályktun var um þau ger. Voru og samþyktir gerðar um meiri hluta mála þeirra, er rædd voru. Virtust mér líkur benda mjög þar til, að sú hafi haldur ekki verið fyrirætlun hr. G. S. í fyrstu, áð taka málin út af dagskrá án þess. Nú bar svo við snemma á fundinum, að hann hélt Iof æðu um hina »frjálsu s <mkeppni<,en deildiá ríkiseinka- sölu og kaupfélög. Samt tókst honum ekki að sannfæra fundar- menn betur en svo, að samþykt var ályktun þess efnis, að fund- urinn teldi vel farið, að lands- raönnum væri íorðað frá Stein- olíufélaginu, svo sem nú hefir veiið gert. Þá er hann sá, hverja stefnu fundurinn tók, vildi hann taka málið út af dagskrá samþyktarlaust, en því var mót- mælt. Eftir það lagði hann miklu minni áherzlu á en áður, að samþyktir væru gerðar, og stundum álls enga. Hann sá nefnilega. að byrinn var ótrygg, ur, og þá væri b'etra að sitja um kyrt, heldur en að reka öf- uga leið og f strand. Eigi er heldur rétt hjá hr. G. S., að máfin hafi verið rædd ein- hiiða, þ. e. þau þeirra, sem allir veru ekki sammála um; en um mótmælin gegn f'óstum sendi- herrastöðum og fálkaorðum og um samþyktirnar um breytingu á dómáskipuninni og um land- helgisvörnina voru víst nllir fund armenn á einu máli. Hin málin voru flest eða öll rædd frá báð- um hliðum, og er óþarft HtiIIæti hjá hr. G. S., að sleppa sfnunj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.