Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði er í Alþýðuhúsinu, á sama stað og áður Sími 9799 Skrifstofan er opin fyrst um sinn frá kl. 5—7 s. d. Alþýðublað Hafnarfjarðar VIII. árg. Hafnarfirði, 26. nóv. 1949 7. tölublað Bæjarmálaþáttur II. Nyja elliheimilið Á hrauninu upp af Hörðuvöllum er nú í byggingu lang stærsta og veglegasta hús, sem byggt hefur verið í Hafnarfirði, nýja elliheim- ilið. Húsið er stílhreint og fagurt og fellur vel inn í umhverfið, þeg- ar búið er að ganga frá Ilörðuvöll- unum og læknum, svo sem skipu- lag bæjarins gerir ráð fyrir. Nokkuð voru skiptar skoðanir, hvar þessari byggingu skyldi val- inn staður, og var skipulagsnefnd rkisins að síðustu falið að kveða á um það, hvar byggingin skyldi reist, og valdi hún þennan stað, og féll það að mörgu leyti saman við skoðanir þeirra manna, er höfðu þetta mál með höndum af hálfu bæjarins, en í byggingar- nefnd elliheimilisins eru bæjarfull- trúarnir Ásgeir G. Stefánsson, Guð- mundur Gissurarson og Stefán Jóns son. Grunnflötur hússins er 750 fer- metrar, og að rúmmáli er húsið um 8000 rúmmetrar, eða sem svar- ar 14 tveggja hæða 100 fermetra húsum. Húsið er fjórar hæðir, og kjallari undir nokkrum hluta þess, fyrir kyndingartæki og geymslu. Gert er ráð fyrir að neðsta hæðin verði notuð fyrir eldhús, geymslur, þvottahús o. fl. Þvottahúsið er í norður enda byggingaiinnar, og er ætlunin að það verði rekið sem almennt þvottahús, en annast fyrst og fremst þvott fyrir vistmenn heim ilisins. Einnig er gert ráð fyrir smá sjúkradeild á neðstu hæð hússins, og er hún í suður endanum, alger- lega einangruð. Á annarri hæð verður fæðingar- deild, sem er með sérinngangi, og aðskilin frá annarri starfrækslu húss ins. Gert er ráð fyrir að þar geti dvalið í einu 6—8 sængurkonur. Að öðru leyti verða tvær miðhæðir byggingarinnar notaðar til dvalar fyrir gamalt fólk, og er gert ráð fyrir að þær rúmi 60—65 gamal- menni. Efsta hæð hússins verður notuð fyrir starfsfólk. Einnig eru tveir salir sinn á hvorri miðhæð- inni, annar ætlaður fyrir borðstofu og hinn fyrir setustofu, þar sem gamla fólkið gæti verið með handa- vinnu sína. Þessir salir yrðu einn- ig að sjálfsögðu notaðir fyrir sam- komur vistmanna. Þá verður húsið búið öllum nýtízku þægindum, og reynt á allan hátt að sjá fyrir að vistmönnum og starfsfólki getið lið ið þarna, sem allra bezt. í húsinu verða tvær lyftur, fólkslyfta og matarlyfta, og er fólkslyftan það stór, að hægt sé að taka í hana sjúkrarúm. Þá er útvarpshlustunar- tæki við livert rúm og símakerfi innan húss, uppsett eftir tillögu og undir umsjón Friðriks Jónsonar. Teikninguna að húsinu gerði Einar Erlendsson arkitekt, fyrir hönd húsameistara ríkisins, eftir að forráðamenn bæjarins höfðu ákveð- ið í stórum dráttum, hvernig bygg- ingin skyldi vera, og hafði Einar og húsameistari ríkisins samráð við elliheimilisnefndina um alla inn- réttingu og fyrirkomulag. Þórður Þórðarson verkstjóri, sá um grunn- gröft og allar lagnir að húsinu, en byggingarmeistararnir Tryggvd Stefánsson, Guðjón Arngrímsson og Ingólfur Stefánson tóku að sér í ákvæðisvinnu, að gera húsið fok- helt fyrir kr. 577.900.00. Teikning- ar að raflögn gerði Valgarð Thor- oddsen, en Guðmundur Sveinsson tók að sér í ákvæðisvinnu að leggja raflagnir í bygginguna fyrir kr. 70.500.00. Teikningar að miðstöðv- arkerfi, vatns- og skólplögnum gerði Sigurðu'r Flygenring, en lögn á miðstöðvarkerfi tók í ákvæðis- vinnu Vélsmiðjan Klettur fyrir kr. 37.500.00. Ég ætla að öll þessi til- boð hafi verið mjög hagkvæm, og vinnan hin vandaðasta. Innrétting hússins hefur verið falin sömu byggingarmejsturum, er tóku að sér að gera húsið fok- helt, og er vel fyrir því séð, þar sem allir þessir menn eru valin- kunnir og í fremstu röð iðnaðar- manna. Nú er búið að einangra allt húsið og fínpússa tvær efstu hæðirnar, og byrjað á timburinn- réttingu. Gert er ráð fyrir að bygg- ingin komist langt, eða verði lokið í árslok 1950. Hafnarfjarðarbær hóf starfrækslu elliheimilis haustið 1935, og tók þá á leigu hús Hjálpræðishersins við Austurgötu, og hefur bærinn rekið þar ellilieimili síðan. Þar hafa að jafnaði verið 30—35 vistmenn. Eitt bæjarfélag hafði áður hafið rekstur elliheimilis, en það var ísa- fjörður, undir forustu Alþýðuflokks ins. Það er eftirtektarvert, að þar sem Alþýðuflokkurinn hefur meiri- hluta, þar er hafist handa um að sinna þörfum þeirra, sem gamlir eru orðnir og útslitnir, eftir langan og erfiðan starfsdag, og þá fyrst og fremst þörfum þeirra, sem fáa eða engan eiga að, en elliár slíks fólks var vægast sagt oft og tíðum mjög ömurleg. Sú ákvörðun Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði að hefja hér rekstur elliheimilis var mörg- um kærkomin, og á þeirri stofnun hefur margt gamalmennið notið góðrar umönnunar og hjúkrunar, enda hafa þær konur, sem þar hafa stjórnað, sýnt alveg sérstaka skyldu rækni og kostgæfni í störfum sín- um. En Alþýðuflokknum var það ljóst, að hús Hjálpræðishersins við Austurgötu var ekki til frambúðar, enda þótt það hafi bætt úr mik- illi þörf og verið leigt með hag- kvæmum skilmálum. Fyrir því tók Alþýðuflokksmeirihlutinn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar þá ákvörðun að reisa þá veglegu byggingu, sem risin er af grunni upp af Hörðu- völlum, og verður um langan aldur skjól og hælisvist þeirra, sem lokið hafa löngu dagsverki, jafnframt því sem sængurkonum og yngstu þegn- unum er búið þar gott athvarf. Að sjálfsögðu kostar þessi bygg- ing mikið fjármagn, bæði að reisa hana og eins reksturinn, þegar þar að kemur. En fyrir þessu atriði er Framhald á hls. 4

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.