Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Qupperneq 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Minningarorð- um GUNNLAUG KRISTMUNDSSON íyrrverandi sandgræðslustjóra Á mánudaginn kemur fer fram í Fossvogskapellu bálför Gunnlaugs Kristmundssonar fyrrverandi sand- græðslustjóra. Hann andaðist í Landspítalanum síðari hluta laug- ardags 19. þ. m. Hafði hann um langt skeið kennt sjúkdóms og legið rúmfastur í hálfan mánuð þar til hann andaðist örfáum dögum eftir uppskurð. Gunnlaugur Kristmundsson fædd ist að Þverá í Núpsdal í Vestur- Húnavatnssýslu 26. júní 1880. Móð- ir hans var Þórdís Gunnlaugsdóttir frá Efra-Núpi í Húnavatnssýslu, kominn af merku bænda- og presta- kyni norðanlands. Faðir Gunnlaugs var uppalinn að nokkru á Melstað í Flúnavatnssýslu hjá séra Böðvari föður Þórarins Böðvarssonar pró- fasts að Görðum á Álftanesi, Krist- mundur Guðmundsson faðir Gunn- laugs var langt fram í ættir kom- inn af traustu og rótföstu bænda- fólki í Húnavatnssýslu. Gunnlaugur var því norðlenzkur að uppruna, en Hafnfirðingur í rúm fjörutíu ár. Foreldrum Gunnlaugs varð átta barna auðið, en aðeins fjögur þeirra náðu fullorðinsaldri, og lifir nú ein þeirra systkina, Ingibjörg. Á þeim árum, er foreldrar Gunnlaugs hófu búskap, var ríkjandi mikil fátækt meðal alþýðu í sveitum landsins og vantrú manna á batnandi tím- um örfaði útþrá og utanfarir íslend- inga til Ameríku, að leita þar gæfu og gnægðar á síðari hluta 19. aldar. Aðrir, sem trúðu á mátt moldar- innar helguðu krafta sína ræktun landsins. Þá trú höfðu foreldrar Gunnlaugs Kristmundssonar, þó að efni í upphafi búskaparins hafi eng- in verið. En engan þarf að undra, þó að þá hafi verið þröngt í búi á mann- mörgu heimili, þar sem auk efna- leysis gengu yfir landið harðindi mikil árið 1880. Á sama ári missti einnig Kristmundur faðir Gunn- laugs heilsuna og lá um langt skeið rúmfastur. Hann varð þá að bregða búi og heimilið tvístraðist. Þrem börnum þeirra hjóna var komið fyrir hjá vandalausum, en Gunlaugur, sem þá var nýfæddur fluttist með foreldrum sínum að Melstað til séra Þorvalds Bjarna- sonar. Gunnlaugur varð, svo sem venja var um unglinga á þeim tímum, að byrja ungur að vinna fyrir sér. Og í sveitinni vann hann í æsku öll algeng störf og gekk að þeim með einbeittum dugnaði og áhuga sem ávallt og í öllum störfum hefir einkennt Gunlaug Kristmundsson. Meðfæddar gáfur og löngun til þess að leita náms og víðáttumeiri sjóndeildarhrings hélt honum ekki í sveitinni til langframa. Eftir tví- tugt ruddi hann sér braut frá fá- tækt til mennta og lagði leið sína í Flensborgarskólann. Þár lauk hann gagnfræðaprófi 1904 og ári síðar kennaraprófi frá sama skóla. Að loknu kennaraprófi fór Gunn- laugur utan til Danmerkur og kynnti sér sandgræðslú, fyrir áeggj- an Ilannesar Ilafstein, ráðherra. Á þessum ártim var mikíl þjóðar- vakning á íslandi. Stjórnin flutt til landsins 1904, landsíminn settur á stofn 1906 og margt fleira aðgert til framfara. Gunnlaugur vildi verða einn af Vormönnum íslands Og hann varð það. Hann véitti því áthyglí hvernig gróðurlausu józku heiðunum var breytt í fagurgræna gróðurreiti. Þannig vildi hann breyta sandauðnum íslands í gróð- urlönd. Þegar heim kom hafði hann þetta tvennt í huga, að lækta lýð og land. Hann réðist kennari við barna skólann í Hafnarfirði 1907 og á sumrum til sandgræðslu. Bæði þessi störf vann hann þar til fyrir fáum árum að han lét af þeim fyrir ald- urs sakir. Hafði Gunnlaugur þá í íjóra tugi ára unnið að þessum húgðarmálefnum sínum við góðan orðstý og glæsilegan árangur. Gunnlaugur var góður kennari, miklum kostum til þeirra starfa búinn og virtur af nemendum. Margfróður var hann og og vel að sér í öllu er að kennslustörfum laut, og stundaði þau af alúð og trú- mennsku. Einkum var Gunnlaugur sögufróður mjög langminnugur á merka atburði í sögu lands og þjóð- ar. - ýi.. — Sandgræðslustörfin hafa reist Gunnlaugi Kristmundssyni þann minnisvarða, sem' ei fellur í gleymsku né dá á meðan land vort byggist ogmóðir jörð grær á hverju vori. Á því sviði hefur Gunnlaugur .. unnið þjóð vorri og framtíð þrek- virki með afköstum og aukinni trú á ræktunarmöguleika. í upphafi var ekki auðvelt að hefja brautryðjenda starf í þessari grein frekar en oft vill verða. Skortur á skilningi og trú, var lengi Þrándur í Götu sand- græðslunnar. Tregða fjárveitingar- valdsins að leggja fram fé til starf- seminnar og skilningsleysi almenn- ings héldust í hendur framan af. En Gunnlaugur hélt ótrauður áfram og honum tókst með frábær- um dugnaði og ódrepandi elju að sigrast á hvérjum erfiðléika Al- menningsálitið breyttist og nýr skilningur og trú skapaðist hjá stjórnarvöldum landsins á starfsemi sandgræðslunnar. Því hvert einasta strá, sem teygir sig upp úr sandflákunum, hefir það hlutverk að grséða sár foldar, og ber vitni um hugsjón og störf Gunn laugs Kristmuhdssónar. Gunnlaugur kom allmikið við sögu bæjarmála í Hafnarfirði. Hann átti sæti í bæjarstjórn í 8 ár, 1922— 1930, og átti þar sæti í ýmsum nefndúm, m. a. var han formaður fjárhagsnefndar óg' skólanefndar. Gunlaugur þótti tillögugóður, holl- ráður Og hygginn, aðgætinn og mikill fylgismaður umbóta og raun hæfra framfara. Lítilmagnanum var hann traustur málsvari og kom sér vel að hann var ræðumaður góður, rökfastur og þéttur fyrir í'sókn og vörn. Gunnlaugur var aðalhvátamaður að stofnun Bókasafns Hafnarfjarðar og lengi formaður bókasafnsnefnd- ar. Gunnláugur var í Verkamanna- félaginu Hlíf og vann mikið í þágu félagsins og að bættum lífskjörum og afkomu almennings. í Málfundafélaginu Magna var Gunnlaugur frá stofnun og síðustu árin endurskoðandi. Hann hafði mikinn áhuga á ræktun Hellisgerð- is og fegrun, en að því hefir Magni unnið frá upphafi. Ileiðursfélagi var Gunnlaugur í Búnaðarsambandi Suðurlands og árið 1942 var liann sæmdur Fálka- orðunni. Marga fleiri þætti úr starfssögu Gunnlaugs Kristmundssonar mætti rpkja, en ég læt hér staðar numið. .. Þegar litið er yfir ævi þessa mæta manns og störf hans öll, verður ljóst að þar hefir verið á ferð maður, sem gengið hefir götuna til góðs íslenzku þjóðinni, gæfumaður. Gunnlaugur var kennari minn í bárnaskólá. Eftir það bar fundum okkar sjaldan saman þar til síðustu 12 árin, að við hittumst í liverri viku, þann tíma árs, sem Gunnlaug- ur starfaði ekki að sandgræðslu. Við komum fjórir saman á laugar- dagskvöldum, og sátum við spil og ræddum annál vikunnar og annað er á góma bar. Það var ánægjulegt að vera í þeim félagsskap með' Gunnlaugi Kristmundssym. Háníi var fræðandi og skemmtinn. Gleðin skein í andliti hans, er hann ræddi hugðarmál sín, og hafði einhverju fengið áorkað. í gleðskap var hann glaðastur en einnig var hann al- vörumaður, viðkvæmur og tilfinn- inganæmur. Hann var trygglyndur í vináttu, einarður og fastur fyrir, hjálpfús og góður sínum systkin- um. Með söknuðí kveð ég vin minn Gunnlaug, og fleirum mun finnast skarð fyrir skildi. Með Gunnlaugi Kristmundssyni er horfin sjónum vorum, einn merk- asti maður sinnar samtíðar, einn af beztu sonum íslands. Adolf Bförnsson Kveðjuorð „Hið mikla geymir minningin en mylsna og smælkið fer.“ Svo segir Fornólfur spaklega í einu kvæða sinna, og sannast það oft og í mörgum skilningi. Þegar einhver samferðamaður á lífsins leið hverfur á bak við tjald það, sem skilur heima lifenda og látinna, verður þeim, sem enn eru eftir, gjarnt á að rifja upp minningar Framhald á hls. 3

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.