Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 - Gunnlaugur Kristmundsson Framliald af bls. 2 liðinna daga. Fer þá sem skáldið segir, að upp yfir sandauðnir gleymskunnar hillir hið mikla, ein- stök orð óg athafnir, sem várpa birtu yfir persönuleika mannsins, sem er að minnast. Fyrstu kynni mín af Gunnlaugi Kristmundssyni fyrnast xnér ekki. Ég hafði lokið námi í Flensborg- arskóla og' langaði mjög að læra meira, helst xnikið. En horfur voru ekki vænlegar. Sumarvertíð hafði gefið mér einar þrjátíu krónur og efni lítil á að ganga. Bjóst ég við að verða að leggja árar í bát, þótt Óljúft væri. Er minnst varði fékk ég boð frá Gunnlaugi Kristmunds- syni; kennara í Ilafnarfirði, að hann þyi'fti að hafa tal af mér. Kom rnér þetta á óvart, því að maðurinn var mér með öllu ókunn- ur. Ég hafði aldrei séð hann. Fór ég þó á fund hans, og skýrði hann mér Vafningalaust frá því, hvað liann vildi mér. Það var að bjóða rriér peninga að láni, til þess að ég gæti haldið riámi áfram, eins og ég hafði ætlað. Honum mun ekki hafa dulizt, að ég varð nokkuð undrandi, því að áður en ég gat nokkurs spirrt eða þakkað fyiir, bætti hann við til skýringar, og heldur þurrlega: „Við erum víst sveitungar, og svo veit ég ekki bet- ur en mamma mín og manuna þín séu vel til vina.“ Það kemur ekki þessu máli við að svo atvikaðizt; að ég þurfti ekki að nota mér hjálpfýsi Gunnlaugs. Lúaleg blaðamennska Allt er hey í lxarðindum, segir gamalt máltæki, og svo mun Páli ritstjóra hafa fundist, þegar hann útbjó síðasta tölublað Hamars til prentunar. Því svo málefnasnauður virðist veslings maðurinn nú orð- inn, að grípa verður til þess neyð- arúrræðis, að endurprenta með stóru letri kafla úr greinarkorni, sem birtist í Alþýðublaði Hafnar- fjarðar fyrir fjórum vikum síðan, og nefndist „Athafnafrelsi“ íhalds- ins. Við shkt væri auðvitað ekkert að athuga, ef heiðai'leg tiltaun væri gerð, til þess að ræða eða hrekja eitthvað af því, sem þar stendur. En það er nú eitthvað annað. Tilefni þessarar endurprentunar er auglýsing, sem ein af verzlun- um bæjarins birti fyrir skömmu hér Én gerð hans var söm. Og ekki gat hjá því farið, að þetta yrði mjög til þess að móta skoðun mína og mat á manninum. Síðar komst ég að því, að margir eru þeir fleiri en ég, sem eiga Gunnlaugi líkar þakkir að gjalda. ■ - ! Löngu síðar lágu leiðir okkar saman að starfi við sömu stofnun. Og þó að það bæri við, að sitt sýnd- ist hvorum, þá breytti slíkt ekki því áliti, sem ég hafði í öndverðu fengið á honum. Hanii var svo raungóður drengskaparmaður, að betur væru margir slíkir. Hverjum manni var hann skylduræknari í starf sínu og drjúgvirkur í bezta lagi. Samvizkusemin brást honum aldrei. Og mörgum sirinum varð ég" þess vís, hve athugull liann var um nemendur sína og lét sér annt um, að þeir nytu sín og drægjust ekki áftur úr, sem áttu við erfið skilyrði að búa heima fyrir. Hann gleymdi ekki lággróðrinum vegna skraut- blómanna. Reynsla lians af því, hvei'ja þýðingu „melgrasskúfurinn harði“ hafði í baráttu hans fyrir því, að sandauðnir þessa lands yrðu klæddar lifandi gróðri, hefur ef til vill endurspeglast í starfi hans í skólastofunni. Það var ævistarf Gunnlaugs að hlynna að gróandanum í ungviði þessa lands, bæði í ríki jurta og rnanna. Hann rækti það af árvekni og elju, dugnaði og drengskap. Því mun hans lengi verða minnst með virðingu og þakklæti. Guðjón Guðjónsson. í bláðiriu. í ummælum Hamars felst mjög rætin aðdróttun í garð þess- arar verzlunar og eiganda hennar. Af skrifum blaðsins er svo að sjá, Sem það telji S. G., höfund um- ræddar greinar í Alþýðublaði Hafn arfjarðar, eiganda verzlunarinnajr og stjórnnda hennar. Og svo gerir hinn hugvitssami ritstjóri þá upp- götvun, að þessi S. G. liljóti að heita Stefán Gunnlaugsson. Að sá maður sé eigandi nokkurrar verzl- unar og því síður stjórnandi shks fyrirtækis, hefir auðvitað ekki við hin minnstu rök að styðjast. Það má því írieð sanni'segja, að hugviti ritstjórans eru lítil takmöi'k sett! Hitt er svo annað mál, hvort eigandi viðkomandi verzlunar lætur Pál V. Daníelsson, ritstjóra Hamars, sæta ábyrgð, samkvæmt lögum, fyrir aðdróttanir sínar, því hér er um að ræða atvinnuróg af versta tagi. S. G. Alþýðuflokkurinn — eöa öngþveiti Hamar hefur að undanförnu botnað allar sínar greinar með einni hugsun, í ýmsum myndum, en hún er þessi: Hváð sem öðru líðuiy þá lofið nú Alþýðuflokknum að hvíla sig næsta kjörtímabil, og látið okkur komast að! Alþýðuflokkurinn hefur stjórnað bænurn 23 og hálfu ári of lengi, sagði Hamar í sumar — lofið okkur að komast að! Alþýðuflokkurinn hefur eytt of miklu fé — segir harin líka — lofið okkur! Þetta eru rök- in. — ' '-1. ! ' Hér skal ekki farið út í það -að lýsa því, sem Alþýðuflokkxirinn hef ur komið til leiðar, til hagsbóta fyrir almenning í þessum bæ, það verður gert hér í blaðinu smátt og smátt, 'eftir því sem tími og rúm leyfir. En minna má t. d. á skóla- byggingarnar, hin veglegu húsa- kvnni barnaskólans og Flensborg- arskólans, sundlaugina, elliheimil- ið, ráðhúsið með Ræjarbíóinu og aðstoð við verkamannabústaða- byggingamar. Einnig mætti nefna atvinnuaukninguna sem tryggð hefur verið með bæjarútgerðinni og vélbátaflotanum, sem áreiðan- lega hefði ekki hingað komið, jafn skjótt og jafnmikill, ef áhrifa Al- þýðuflokksins hcfði ekki notið við. Sama er að segja um síldar,- og , fiskimjölsverksmiðjuna, Krýsuvík, sem íhaldið þykist hneikslast mest á, hafnargerðina, byggingu nýju hafskipabryggjunnar, kaupin á gömlu bryggjunni, sem íhaldið seldi á sinni tíð, kaupin á Svend- borgai'eigninni o. fl. o. fl. Vatns- veita, holræsagerð og götulagning eru líka hlutir, sem minnast mætti á i þessu sambandi. En sleppum þessu öllu. Þetta metur liver og einn hafnfirzkur borgari með sjálf- um sér og gerir upp við sig, hvort líklegt muni að aðrir hefðu gert betur. Fjái'hagsástæður bæjarins skal heldur ekki farið út í að ræða, en einu sinni var það uppáhalds- umræðuefni Hamars, að Alþýðu- flokkurinn væri að setja Ifafnar- fjörð á hausinn. Nú heyrist það ekki nefnt. Meira að segja lxefur Hamar látið liggja orð að því upp á, síðkastið að Hafnarfjörður „hafi verið talinn“ ríkasti bær á landinu. Við skulum sleppa þessu öllu. En við skulum gei'a annað. Við skulum rpyna að gera okkur grein fyrir því hvað gerast myndi — þeg- ar ílraldið „er komið að“, ef svo gæfulega skyldi nú takast til! Það er þá fyrst að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur engan möguleika til að fá hreinan meirihluta. Hann hefur nú 3 bæjai'fulltrúa af 9, og kommúnistar 1. Ég geri ráð fyrir að kommúnistar haldi þessum eina. Það ýtrasta sem Sjálfstæðismenn geta hugsað til að komast, er að fá 4 fulltrúa kosna Og Alþýðuflokk- urinn þá 4. Sjálfstæðismenn rnundu þá þurfa að leita eftir stuðningi hjá komm- únistum, til að fá meirihluta. Hvern ig halda nú bæjarbúar að sú stjórn mundi taka sig út. Þessir flokkar eiga aðeins eitt sameiginlegt áhuga mál — að koma Alþýðuflokknum frá völdum. — En þegar þeir ættu að fara að stjórna saman, færi gam- anið að grána. Þegar annar vildi fara í austur, vildi hinn í vestur. Við höfum reynsluna frá ísafirði. Þar hafa 4 íhaldsmenn og 1 komm- únisti stjórnað bænum s. 1. 4 ár. Hver er árangurinn? Það er fljót sagt. Þar er allt í öngþveiti. At- vinnutækin dragast saman. Afkoma almennings versnandi. Utsvör hærri en víðast annars staðar. Fjár- hagsgeta bæjarins slík, að til orða hefur komið að setja bæinn undir opinbert eftirlit! Spoi'in hræða. Og þröngt mundi Hafnfirðingum þykja fyrir s'num dyrum, ef hag þessa bæjarfélags væri nú komið eitt- hvað svipað og ísafjarðarbæjar, undir stjórn íhalds og kommúnista. í Neskaupstað stjórnuðu líka saman um skeið íhaldsmenn og kommúnistar. Arangurinn af þeirri samstjói'n varð sá, að þar komust kommúnistar í hreinan meirihluta fljótlega á eftir, vegna óstjórnar og öngþveiti, en í því umhverfi dafna kommúnistar bezt, eins og kunn- ugt er. Nei, Hafnfirðingar vilja ekki þetta. Þeir vilja ekki þessa sam- steypustjórn, þegar um það er að velja að kjósa annarsvegar Alþýðu- flokkinn og liins vegar öngþveiti, þá er valið ekki vandasamt. Þeir velja Alþýðuflokkinn. Það hefur gefist vel hingað til, og það mun gera það enn. x A. Til athugunar Spyrðubandsins sporin liræða, spilt hafa gengi fjöldans þar, sem íhald - kommar bræðing bræða og busla i sorpi glötunar. J. Ferðamaður bað blaðið fyrir stöku þessa til birtingar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.