Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.11.1949, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR jT Ur ruslakistu Hamars Það er kaffikorgur ennþá í Ham- arshálsi og er það að vonum, enda göróttur drykkjarsopinn, ef marka má óhreinindi þau, sem fpstast á síðum blaðsins. Og verður að end- ursegja það hér að það er „hrein furða,“ að Hamarsritstjórinn skuli ekki taka sönsum, þegar honum er sagður blákaldur sannleikurinn um kaffiskortinn. Það var gert hér í síðasta blaði og formaður Viðskipta nefndar Sigurður B. Sigurðsson gaf út sérstaka tilkynningu vegna þessa sem Reykjavíkurblöðjn birtu, og engum nema Hamri hefur dottið í hug að áfellast Emil Jónsson fyr ir kaffiskortinn. Emil Jónsson heldur öllu sínu bæði í þessum málum og öðrum fyrir nöldri Ifamars og sumir þeir flokksbræður Hamarsmanna, sem séð hafa hinar ofsalegu ofsóknir Hamar hefur að undanförnu þrá- stagast á því að afköstin í bæjar- vinnunni væru léleg, og of miklu fé væri eytt til verklegra fram- kvæmda. Athugull lesandi hefur greinilega getað skilið, að þessum aðdróttunum hefur verið beint jöfnum höndum að þeim, sem vinnunni stjórna og hinum, sem framkvæmdina hafa með höndum — verkamönnunum. Orðum hefur þó verið reynt að haga þannig, að svo liti út sem deilt væri á Alþýðu- flokksmeirihlutann í bæjarstjórn, sem bæri ábyrgðina. Þegar Alþýðublað Hafnarfjarðar, í síðasta tölublaði, benti Hamri á, að honum væri sæmst að leita nær sér að lélegum vinnubrögðum, og láta bæjarvinnumennina afskipta- lausa, þá virðist þetta hafa komið ónotalega við fínu taugar ritstjór- ans, því að hann snýr nú hlutunum alveg við og segir að Alþýðublað Hafnarfjarðaí sé að bera þessar sakir á verkamennina. „Hamar hef- ir ekki sakað verkamenn um léleg vinnuafköst", segir blaðið, „heldur hefur hann beint skeytum sínum til réttra aðila“. — „Hamar neitar þeirri ádeilu Alþýðublaðs Hafnar- fjarðar, að verkamenn yfirleitt séu svikulir við vinnu o. s. frv.“. Það er nú svo. Það er ekki ýkjalangt síðan að eftirfarandi klausa stóð í Hamri: „Það er hægt að spara tugi millj- Hamars á hendur E. J. hafa sagt við þann er þetta ritar, að þær væru blaðinu til skammar og síst flokki þeirra hér í bæ til framdráttar, enda mun Hamar komast að raun um það síðar. Hamar liótar að draga fyrir dóm þann meirihluta, sem hér hefur stjórnað bænum í meira en hálfan þriðja áratug. Menn muna þá hót- un nú um margar kosningar undan- farið og aldrei hefur það dugað, enda ekki von á neinum Salomons- dómi úr þeirri átt — nefnilega úr herbúðum Hamars. Hins vegar er Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði al- deilis óhræddur að leggja mál sín undir dóm almennings. Þar er ekk- ert að fela. Flokkurinn hefur alla jafna laggt öll sín spil á borðið og aldrei verið hræddur við dóin al- mennings. Hann er það ekki frekar óna króna, aðeins með betra skipu- lagi á vinnunni — og vinna betur. (sic!) Um það hefur verið talað, að á hernámsárunum hafi fólk lært að vera óstundvíst til vinnu — og haldið sig illa að henni — meðan vinnutíminnn stóð yfir. Þetta mun vera rétt, þótt ekki, sem betur fer, sé hægt að segja þettu um alla, og nú er ekki hægt að tala um sök í þessum efnum fremur hjá einni stétt en annarri. Eftirspurn eftir vinnuaflinu hefur verið svo mikil, að fólk fór úr vinnu, ef yfir slæm- um vinnubrögðum var kvartað og ennþá mun vera til, því miður, sá hugsuruirháttur að ekki sé ástæða til að liraða verkinu, þeim mun ftjr verði fólk atvinnulaust.“ Svo mörg eru þau orð — orðrétt úr Hamri. Nei, Hamar er svo sem ekki að setja út á afköst verka- manna! Nei, ó ekki aldeilis! Það er þýðingarlaust fyrir Ham- ar að vera nú að þræta fyrir þetta. Þó að reynt sé, fyrir kosningar, að haga orðum þannig, að ekki sé hægt að hanka blaðið, og verið að burðast við að beina ásökunum á þá sem verkinu eða verkunum stjórna. Innrætið gægist út svona einstaka sinnum, eins og í ofan- greindri klausu. — Og þá er lítil- mannlegast af öllu að reyna að hlaupa frá því, kannast ekki við neitt, og reyna að klína skömminni á aðra. nú en áður, hversu dólgslega, sem þýtur þar í íhaldsskjánum hjá þeim Hamarsmönnum. En ekki verður Alþ.bl. Hfj. sakað um þó að farið hafi í taugar Ham- arsmönnum, það sem hirt var hér í blaðinu seinast um áburð þann er hann ber á starfsmenn bæjarins og dró þar engan undan, hvorki verka- menn né aðra. Þessa verða þeir Hamarsménn að gjalda, hvort sem þeir þar hafa fleiri eða færri ókvæð- isorð um einn eða annan. En hitt mætti segja þeim Hamars mönnum að seinheyypnir eru þeir. Ennþá um kolasöluna í Hamri Ennþá smjattar Ilamar á kolasöl- unni hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar og dylgjurnar eru ekki úr sér gengar hjá blaðinu. Veit nú ekki blaðið að aðalkostnaður við kola- sölu eru vinnulaun og akstur, sem oft er á reikningum talið með vinnu launum? En eitt þetta er blaðinu undrunarefni. En hvernig er það annars, er ekki íhaldsmaður vel þekktur borgari hér í bæ annar endurskoðandi kola reikningana? Væri nú ekki hægt fyr ir Hamar að fá sannar upplýsingar þaðan um þessa reikninga? Væri þð sanni nær, en vera að narta í mannorð jafn mæts manns eins og Asg. G. Stefánssonar, sem blaðið virðist þurfa að ná sér niðri á. Hver trúir því að sá maður mis- noti sér aðstöðu sína við Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar? Eða eru að- dróttanirnar settar fram gegn öðr- um strfsmönnum kolasölunnar? Hvers vegna er blaðið með þessar aðdráttanir, vill það ekki segja ber- um orðum hvað það meinar? Þetta og þvílíkt er ekki heiðarleg blaðamennska. Nýja elliheimilið Framhald af bls. 1 séð á þann veg, að hagnaðurinn af Bæjarbíó er látinn ganga til elli- heimilisins. Bæjarbíó er því fjár- hagsleg undirstaða undír þessari stofnun, og sést af þessu, hversu mikið heillaspor var stigið, þegar Alþýðuflokksmeirihlutinn tók þá á- kvörðun að reisa Bæjarbíó, í fullri andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Það spor, sem stigið var af Alþýðu- flokknum með byggingu og rekstri Bæjarbíós, hefur þegar sýnt, og á enn eftir að sýna betur, að það var mikið heillaspor fyrir aldna og ó- borna, og ljóst dæmi um þann stefnumun, sem er hjá Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum í bæjarmálum. Bæjarbíó hefur grætt á rekstri sínum um átta hundruð þúsund krónur, og hefur af þeirri upphæð verið varið í elliheimilis- bygginguna kr. 534.500.00, en bæj- arsjóður hefur lagt fram kr. 815.500.00, og er því komið í bygg- inguna alls kr. 1.350.000.00. Við síðustu bæjarstjórnarkosning ar, var eitt af stefnumálum Alþýðu- flokksins bygging þessa húss. Við þessa ákvörðun hefur verið staðið, og er þar sjón sögu ríkari. Bægslagangur í byggingarmálum Reykjavíkur Forsvarsmenn Reykjavíkurbæjar heimta nú að fá 600 nýjar íbúðir næsta ár og 100 að auki strax. Ekki er nú beðið um lítið. Það er nú með þetta eins og rafmagns- eldavélainnflutninginn og jeppainn flutning íhaldsins, ekkert tekið til- lit til gjaldeyrisástandsins, að því ógleymdu að víðar þarf að byggja en í Rvík. Sýndarmennskan ríður ekki við einteiming, og allra síst svona rét fyrir kosningar. F. U. J. F. U. J. Skemmtifundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu næstkom- andi sunnudag 27. nóvember klukkan 9 e. h. Til skemmtunar: Stutt ræða Kristinn Gunnarsson, hagfr. Gamanvísur — Dans Aðgöngumiðar verða seldir í Alþýðuhúsinu frá kl. 4 — 6 á sunnudag og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Stfórnin Orð og innræti Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði — Ritstjóri Óskar Jónsson — Prentsmiðja Hafnarfjarðar h. f.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.