Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Page 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Page 2
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Laugardagur 19. mars 1983 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn 22. mars 1983 kl. 20.30 að Hótel Esju 2. hæð. Dagskrá samkvæmt félagslögum Verzlunarmannafélag Reykjavíkur . Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfar- andi: RARIK—83005. Aflrofabúnaður fyrir aðveitustöð Flúðir. Opnunardagur: Þriðjudagur 12. apríl 1983 kl. 14.00. Tilboöum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 17. mars 1983 og kosta kr. 100^ hvert eintak. Reykjavík 15.03 1983 Rafmagnsveitur ríkisins Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur flugvallar fyrir árið 1983. Aöalskoöun bifreiöa fer fram í húsakynnum bifreiöa- eftirlitsins að Iðavöllum 4, Keflavík eftirtalda daga frá kl. 08-12.00 og 13.00-16.00. Mánudaginn 21. mars j-1 — J-100 Þriðjudaginn 22. mars j-101 — J-200 Miðvikudaginn 23. mars J201 — J-300 Fimmtudaginn 24. mars J-301 — J-400 Föstudaginn 25. mars J-401 — og yfir. Við aðalskoðun skal framvísa kvittun fyrir greiðslu bif- reiðagjalda, og gildri ábyrgðartryggingu. Ennfremur skulu bifreiðarnar hafa hlotið Ijósastillingu eftir 1. ágúst 1982. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á aug- lýstum tíma, veröur hann látinn sæta ábyrgð að lög- um og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 10. mars 1983. Svend Aage Malmberg fulltrúi Alþýðuflokksins í Náttúruverndarnefnd. fjarðar hefur því í samráði við Nátt- úruverndarráð lagt til að Hamarinn verði friðlýstur sem náttúruvætti. Lagt er til mörk friðiýsta svæðis- ins verði Hringbrautin, lóðamörk við Öldugötu, Lækjargötu og Brekkugötu og tröppur og vegur frá Flensborgarskóla frá Brekkugötu að sjoppu á horni Hringbrautar og Selvogsgötu. Tryggja skal að að- komuleiðir að Hamarssvæðinu haldist. Reglur um svæðið (tillögur): 1. Varðveita skal jarðmyndanir og lífríki svæðisins í núverandi mynd. Hvers konar mannvirkja- gerð eða jarðrask sem breytt getur útliti eða eðli svæðisins er óheimil, nema til komi sérstakt leyfi Náttúruverndarráðs. 2. Gangandi fólki er heimil för um svæðið, enda sé góðrar um- Svend flage Malmberg: Friðlýsing Hamarsins Hamarinn í Hafnarfirði er frið- helgur í huga Hafnfirðinga. í nátt- úruminjaskrá Náttúruverndarráðs segir: „Hamarinn ofan við miðbæ Hafnarfjarðar er svipmikil kletta- borg í miðjum bæ með fallegu út- sýni, sem ber að friðlýsa sem nátt- úruvætti“. Náttúruvætti eru náttúruminjar sem varðveita skal vegna fræðilegs gildis þeirra og vegna þess að þær eru fagrar og sérkennilegar. Örn Arnarson orti kvæði um Hamarinn og segir þar m.a.: Hamarinn í Hafnarfirði horfir yfir þétta byggð, fólk að starfi, fley, sem plægja fjarðardjúpin, logni skyggð. Hamarinn á sína sögu, sem er skráð í klett og bjarg. Stóð hann af sér storm og skruggu, strauma hafs og jökulfarg. Formleg friðlýsing hefur ekki farið fram á Hamrinum og óhöpp geta gerst eins og dæmin sanna. Náttúruverndarnefnd Hafnar- gengni gætt. Þá er Bæjarstjórn Hafnarfjarðar heimilt að höfðu samráði við náttúruverndar- ■iefnd og skipulagsnefnd bæjar- ins að láta planta trjágróðri, leggja gangstíga og setja upp bekki og annan búnað í þágu útivistar á svæðinu. 3. Hvers konar losun jarðefna, rusls eða sorps er óheimil á svæðinu. Varðandi annan lið, þá hefur Steinþór Einarsson garðyrkjumað- ur Hafnarfjarðar gert ákveðnar til- lögur þar um í samráði við náttúru- verndarnefnd Hafnarfjarðar, en Steinþór er jafnframt formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn eru Einar Sigurjónsson og Svend Aage Malmberg. Náttúruverndarnefnd Hafnar- fjarðar væntir þess að bæjaryfir- völd í Hafnarfirði samþykki frið- lýsingu Hamarsins í vor, svo að nota megi sumarið til nokkurra framkvæmda. Að lokum skal svo aftur vitnað i Örn Arnarson: Hamarinn í Hafnarfirði horfir fram mót nýrri öld. Hann mun sjá að framtíð færir fegra líf og betri völd. Þögult tákn um þroska lýösins: þar er hæð, sem fyrr var lægð, jökulhefluð hamrasteypa, hafi sorfin, stormi fægð. Baráttunni fyrir fegurra lífi og betri völdum heldur áfram, þótt þar sé hæð sem fyrr var lægð. Jafnað- armenn, treystum þá baráttu. Svend Aage Malmberg Þeir eru lánsamír sem skípta við SPARISJÓÐINN 5PARI5JÓÐUR HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 8—10 - © 54000 REYKJAVÍKURVEGI 66 - © 51515

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.