Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. rriars 1983 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Geðþóttaákvarðanír Einars Mathiesen og Vilhjálms Skúla- sonar réðu ferðinni við úthlutun lóða í Norðurbæ: breytingu á tveimur eða þremur mönnum undirstrikuðu enn frek- ar þá hrossakaupaaðferð sem þeir félagar vildu viðhafa. Við henni var aðeins eitt svar, sem kemur fram í eftirfarandi bókun minni- hlutans á bæjarráðsfundinum, þar sem fyrrnefndar lóðaveitingar í Norðurbæ voru afgreiddar til bæjarstjórnar: „Á bæjarstjórnarfundi hinn 18. jan. 1983 lögðum við fram til- lögu með drögum að reglum sem í aðalatriðum mætti fara eftir við úrvinnslu lóðaumsókna. Þessari tillögu var hafnað. Engu að síður höfum við lagt í það mikla vinnu að reyna að meta umsóknir á hlut- lægan hátt og höfum lágt þau gögn fram í umræðum um málið. Meirihlutinn hefur ekki verið til viðræðu um að taka tillit til þess- ara gagna. í tillögu þeirri að lóðaúthlutun sem meirihlutinn hefur nú lagt 'fram fá vissulega ýmsir lóð með réttu. Tillagan er þó í veigamikl- um atriðum ranglát. Er ekki fjarri- lagi að álykta að um þriðjungur þeirra sem úthlutun fá, séu með einum eða öðrum hætti teknir fram yfir aðra umsækjendur, sem nær hefðu staðið úthlutun. Meiri- hluti bæjarráðs hefur ekki gefið upp neinar reglur sem ráðið hafa úthlutun, og má víða sjá dæmi þess að annarleg sjónarmið hafi ráðið valinu. Þetta getum við hvenær sem er rökstutt með tilvís- un til þeirra vinnugagna sem orð- ið hefðu megingrundvöllur til- lögu, sem við gætum staðið að. Við teljum hins vegar þýðingar- laust að leggja fram slíka tillögu í Mikill áhugi var fyrir lóðum í þessu hverfi Fádæma gerræöi meirihlutans við lóðaúthlutanir Lóðaúthlutun bæjarstjórnar- meirihlutans í Norðurbæ hefur vakið furðu og fordæmingu margra Hafnfirðinga. Um langt árabil hefur alltaf tekist sam- komulag milli minnihlutans og meirihluta bæjarstjórnar um lóðaúthlutanir, en nú keyrðu handahófsvinnubrögðin og flokkspólitisk sjónarmið fulltrúa Félags óháðra borgara og Sjálf- stæðisflokksins svo úr hófi fram, að enginn möguleiki var að ná nokkru viðunandi samkomulagi. Það var fyrir fram vitað, að lóð- arúthlutunin í Norðurbænum yrði erfið, þar sem miklu fleiri myndu sækja þar um lóðir en lóð- irnar sem þar voru til úthlutunar. Áður en lóðirnar voru auglýstar fóru fulltrúar bæjarstjórnar- minnihlutans að tala um það við bæjarráðsmenn meirihlutans, þá Vilhjálm G. Skúlason og Einar Th. Mathiesen að nauðsynlegt væri að setja sér einhverjar meg- inreglur til að styðjast við um út- hlutunina, svo að allir sætu þá a.m.k. við sama borð og vissu um við hvað væri miðað. Þessu var fá- lega tekið af Vilhjálmi og Einari. Næst útveguðu bæjarfulltrúar minnihlutans sér þær reglur sem notaðar hafa verið í Reykjavík og Kópavogi, til þess að athuga hvort mætti styðjast við þær að ein- hverju leyti. Vilhjálmur og Einar fengii strax ljósrit af þessum regl- um, ef þeir skyldu vilja athuga þær jafnframt því að þeir voru beðnir um hugmyndir um úthlut- unarreglur. En ekkert heyrðist frá þeim félögum. Tíminn leið og til þess að reyna að fá einhver viðbrögð um vinnu- brögð við væntanlega lóðaúthlut- un gerðu bæjarfulltrúar minni- hlutans tillögu í bæjarstjórn um punktakerfi til þess að hafa sem meginreglu við lóðaúthlutun. Til- lögunni var hafnað í bæjarstjórn, án þess að nokkrar tillögur kæmu frá meirihlutanum í staðinn. Þar virtist ríkja þögnin ein og pólitísk flokksblinda. Svo kom að þeim bæjarráðs- fundi, þar sem afgreiða átti lóða- umsóknirnar. þar lögðu þeir Vil- hjálmur G. Skúlason og Einar Th. Mathiesen fram tillögu um hverjir skyldu fá lóðir, auk þess sem all- nokkrir voru nefndir til vara, ef einhverjir aðalmanna skyldu hafna lóð af einhverjum orsök- um. Jafnframt sögðu þeir fulltrú- um minnihlutans, að þeir væru tilbúnir til að breyta tillögunum um tvö eða þrjú nöfn, ef minni- hlutinn óskaði þess. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins höfðu eytt miklum tíma í að fara yfir allar lóðaumsóknirnar og höfðu unnið sér vinnuplagg til að styðjast við, þegar að úthlutun kæmi. Þeir sáu því þegar í stað hversu ósanngjörn og furðuleg tillaga þeirra Einars og Vilhjálms var. Og tilboðið um bæjarstjórn eins og málum er háttað, þar sem ljóst er að bæjar- stjórnarmeirihlutinn er reiðubú- inn að neyta valds síns í þessum efnum". Til þess að lesendur þessa blaðs geti sjálfir séð hvernig þessi vinnubrögð fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og óháðra voru, skulu hér nefnd þrjú dæmi valin af handa hófi. Umsækjendur í hverju dæmi eru nefndir Karl, Jón og Sveinn vegna nafnleyndar. En að baki þessara bókstafa standa raunveruleg nöfn og raun- verulegar aðstæður þeirra. En þegar ekki er vitað um nöfnin, eiga lesendur enn betra með að dæma, án þess að nokkur viðhorf komi inn í dæmið bundin per- sónulegri velvild eða óvild í garð viðkomandi Ióðarumsækjenda. Hér koma þessi þrjú dæmi og nú er það ykkar að dæma um rétt- mæti og sanngirni viðkomandi lóðaúthlutana. Þrjú raunveruleg dæmi um furðuleg vinnubrögð við löðaúthlutun 1. dæmi: Karl er fæddur 1925. Karl kemur til Hafnarfjarðar 1972. Á heimili Karls eru hjónin og tvö böm fædd 1960 og 1962. Karl býr í stóru einbýlishúsi. Karl fékk lóö. Hvers vegna? Jón-erfæddur 1917. Jón kemur til Hafnarfjarðar 1945. Á heimili Jóns erú hjónin og eitt barn fætt 1962. Jón býr í 83m2 íbúð í fjölbýlishúsi. Jón fékk ekki lóö. Hvers vegna? Sveinn er fæddur 1924. Sveinn hefur veriö I Hafnarfirði allt frá fæðingu. Á heimili Sveins eru hjónin, tvö börn fædd 1952 og 1964 og kona fædd 1906, Sveinn býr í stóru einbýlishúsi, Sveinn fékk ekki lóð. Hvers vegna? Réði aldur? Réði búseta? Réöi fjölskyldustærð? Réðu hús- næöisáðstæður? 2. dæmi: Karl er fæddur 1944. Karl er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Á heimili Karls eru hjónin og þrjú börn fædd 1968,1970 og 1975. Karl býr í etnbýlishúsi. Karl féKk lóð. Hvers vegna? Jön er fæddur 1944. Jón er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur. Á heimili Jóns eru hjónin og þrjú börn fædd 1966,1971 og 1974. Jón býr í fjölbýlishúsi. \ Jón fékk ekki lóð. Hvers vegna? Sveinn er fæddur 1944. Sveinn kom til Hafnarfjarðar 1973. Á heimiii Sveins eru hjónin og fjögur börn fædd 1967,1971, 1975 og 1980. Sveinn býr i fjðlbýlishúsi. Sveinn fékk ekki ló& Hvers vegna? Réðí-aldur? Réði búseta? Réði fjölskyldustærð? RÍðu heimilisaðstæður? 3. dæmi: Karl er fæddur 1954. Karl e'r fæddur og uppálinn Hafnfiröingur. Á heimili Karls eru hjónin og tvö börn fædd 1977 og 1982: Karl á 117m* ibúð i fjölbýlishúsi. Karl fékk ióö. Hvers vegna? Jón er fæddur 1948. Jón er fæddur og uppalinn Hafnfirðingur. \ Á hetrnlli Jóns eru hjónin og þrjji börn fædd 1970,1972 og 1982. Jón á lOOm2 ibúð i fjölbýlishúsi. Jón fékk ekki lóð. Hvers vegna? Sveinn er fæddur 1948. Sveinn er fæddur og uppatinn Hafnfirðingur. Á heimili Sveins eru hjónin og þrjú börn fædd 1969,1972 og 1982. Sveinn á 90—IOOm2 ibúöl íjölbýTishúst. Sveinn fékk ekki lóð. Hvers vegna? Réöi aldar? Réöi búseta? Réði fjölskyldustærð? Réðu hús- næðisaðstæður?

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.