Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Laugardagur 19. mars 1983 Alþýðublað Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstj. og ábm.: Þorvaldur Jón Viktorsson Form. blaðstjórnar: Grétar Þorleifsson Dreifing: Gylfi Ingvarsson, S. 50634 Auglýsingar: Margrét Vilbergsdóttir, S. 54727 Ljósmyndir: Guðmundur Ragnarsson Setning og umbrot: Alprent Prentun: Blaðaprent BLOMABUDIN BURKNI Allt til ferminga: KERTI — STYTTUR — SERVIETTUR BLÓM og BLÓMASKREYTINGAR Opið öll kvöld til kl. 9 LINNETSTTÍG 3 - SÍMI 50971 - HAFNARFIRÐI Ath... Þaö bjóöa engir aörir eins fjölbreytta aö- gangsmöguleika og viö. Athugiö aö 12 tíma aögangskort er afsláttar- kort og er ekki bundiö viö tíma (þaö gildir á meöan eitthvaö er eftir á því). Þrátt fyrir 14% kaup- hækkun 1. mars hefur aðgangsverð ekki hækkað hjá okkur. Kynntu þér máliö. — Sjáumst — Síminn er: 54845 Þrekmiðstöðin Dalshrauni 4 — sími 54845 Konur athugið Snyrtinámskeið — Snyrtimiðstöðin ANDORRA nýiung 1. Kvöld — eingöngu andlistsforðun Mánudaga-Míöviku- Ath. and daga verö kr. 200V 4urra kvölda námskeiöin — þriöju- daga-fimmtudaga verö kr. 500r Upplýsingar í síma 52841 (Þórunn) 51920 (Valgeröur). Meirihlutinn seldi hlutabréf bæjarins í Lýsi og Mjöl á gjafaprís: Hluthafar neyttu for- kaupsréttar á hlutabréfum bæjarins þegar til kom Ýmislegt hei'ur gerst í rnálei'n- um íiskmjölsverksiniðjun nar Lýsi og Mjðl síðustu vikur og mánuði. S.l. suinar varð verksrniöjan að hætta stari rækslu vegna rekstrar- örðugleika og heiur náuast öll starí'scmi fyrirtækisins legið niðri frá því þá, þar til verksmiðjan fór i gang fyrir nokkrum vikum, Stjórn Lýsi og Mjöl fór þess á leit við bæjaryfirvöld að þau bak- tryggðu einnar milljón króna lán, sem stjórnin hugðíst taka ti! að koma starfseminni í gang á nýjan ieik s.1. haust. Bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna Iögðu til að bærinn veitti þessa bakábyrgö, en meirihlutafíokkarnir neituðu. Þeir gengu svo skrefinu lengra og ákváðu að bjóða hlutabréf bæjar- ins og Bæjarútgerðarinnar tii „sðlu. Nokkur tilboð bárust í hluta- bréf bæjarins. öll áttu þau sam- merkt að- vera undir því verð- mætamati, sem óháður aðili hafði komist að niðurstöðu um, er hann gerði úttekt á verðmætum fyrirtækisins að ósk bæjaryfir- valda. Meirihluti bæjarstjórnar gerði síðan tillögu um, að Skipafélag- inu Vikur, Saltsölunni h.f. og fleirum yrði seidur hiutur bæjar- sjóðs og helmingur hlutabréfa Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar. Þessi bréf, samtals 51% hluta- bréfa fyrirtækisins, átti kaupandi að fá keypt fyrír 15 falt nafnverð, eða rúmar 900 þúsund krónur. I ofanálag átti síðan kaupandi að fá greiðslufrest á ýmsum skuldum fyrirtækisins við bæjarsjöð og fyrirtæki í eigu bæjarins. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins lýstu andstöðu sinni við þessa tillögu. Þessi tillaga meirihlutans var samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa óháðra og Sjálf- stæðisflokksins, gegn atkvæðum minnihlutaflokkanna. Lögum samkvæmt varð þó að bjóða öðrum hluthöfum for- kaupsrétt að hiutabréfum bæjar- ins og brá þá svo við, að nokkrir þeirra vildu notfæra sér rétt sinn. Jóna Ósk Guðjónsdóttir mælisvika. Fyrri hlutinn sem hægur og sígandi aðdragandi að sjálfum aðal hátíðahöldunum, með opnunum sýninga og ein- hverjum listviðburðum e.t.v. tón- leikum, kvikmynda- og/eða leik- sýningum. Miðpunkturinn er svo sjálfur afmælisdagurinn með setningu vinabæjamóts og hátið- arfundi bæjarstjórnar um kvöld- ið. Seinni hluti vikunnar helgast svo aðallega vinabæjamótinu, en ýmsar daglegar uppákomur eru Hafnarfjarðarkaupstaður 75 ára - Eftir Jónu Ósk Guðjónsdóttur fulltrúa Alþýðuflokksins í afmælisnefndinni 1. júní í sumar höldum við Hafnfirðingar upp á 75 ára kaup- staðarafmæli bæjarins. Ætlunin er, að það verði gert með pomp og pragt. í tilefni þess var skipuð nefnd, sem sjá á um hátíðarhöld- in og jafnframt um vinabæjamót, sem haldið verður í tengslum við afmælið. Til upprifjunar má geta þess að vinabæirnir eru: Fredriksberg í Danmörku, Bærum í Noregi, Uppsalir í Svíþjóð og Hámeen- linna (Tavastehus) í Finnlandi. Nýverið bættist Kekertarssuat- isiait (Fiskenæs) á Grænlandi í. hópinn, en óvíst er með þátttöku þaðan í mótinu. Afmælisnefndin kom saman í byrjun vetrar og hefur verið iðin og atorkustöm, en nefndina skipa Guðjón Tómasson, Þórdís Á. Albertsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Jóna Ósk Guðjónsdóttir og Leó E. Löwe. Þeim til trausts og halds er auk þess Inger Helgason frá Norræna félaginu. Strax upp úr áramótum voru lögð fram drög að dagskrá, sem bæjarráð hefur samþykkt. Er nú unnið að frekari úrvinnslu sam- kvæmt þeim ramma. Vikan 28. maí-4. júní er hugsuð sem af- þó fyrirhugaðar alla vikuna, sem bæjarbúum gefst einnig kostur á að taka þátt í, t.d. er ætlunin að bjóða upp á skoðunarferðir um bæinn með leiðsögn fróðra manna. Á laugardeginum verður svo gleðinni gefinn laus taumur- inn með allsherjar útiskemmtun og tilheyrandi dansleikjahaldi. Draumurinn er að sem flestir verði virkir þátttakendur en ekki aðeins hlutlausir áhorfendur. Haft hefur verið samband við alla skóla bæjarins og hafa undirtekt- ir verið mjög jákvæðar. Útvarp Hafnarfjarðar verður starfrækt þessa viku og hefur Halldór Árni Sveinsson tekið að sér útvarps- stjórn. Lumi einhver á góðum hugmyndum, sem að gagni mættu koma er allt slíkt vel þegið. Þá hefur merki afmælisins verið ákveðið, en það teiknaði Hilmar Sigurðsson hjá auglýsingastofunni Argus, en Hilmar er Hafnfirðingur enda verður þetta eins hafnfirsk hátíð og unnt. Nýverið var líka gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra, en það hlutverk taka þær systur Lovísa og Þórunn Christensen að sér og væntir nefndin sér góðs af samstarfinu við þær. Að lokum verum samtaka um að halda veglega afmælishátíð- — verum virkir þátttakendur- — glæðum bæinn meira lífi — og síðast en ekki síst snyrt- um og fegrum í kringum okkur, sýnum í reynd að við búum í fallegasta bæ á landinu. Talsvert hefur gengiö á i ináleinuni Lýsi og Mjöl á síðustu mánuðum. Niðurstaða málsins varð því sú, að það voru, Jón Gíslason s.f., Fiskaklettur h.f., Frost h.f., Illugi h.f., Bernharð Petersen h.f., Ás- geir Stefánsson db., og Adolf Björnsson sem keyptu hlutabréf bæjarins oglBÚH. Gengið var frá þeirri sölu á síðasta bæjarstjórn- arfundi. Á þeim fundi áréttuðu bæjar- fulltrúar minnihlutaflokkanna afstöðu sína. Þeir sátu hjá við af- greiðslu málsins með eftirfarandi bókun: Ég vísa til bókunar minn- ar á bæjarstjórnarfundi 1. febrú- ar 1983 (á þeim fundi gerðu bæj- arfulltrúar minnihlutans grein fyrir afstöðu sinní til málefna Lýsi ög Mjöl með ítarlegri bókun —- innsk. Albl,) er greidd voru at- kvæði um drog að samkomulagi um sölu á hiutabréfum bæjar- sjóðs og BOH í Lýsi og Mjöl h.f. til Skipafélagsins Víkur oi fl. Ég tel til bóta að mál hafa nú skipast á þann veg að núverandi hluthafar í fyrirtækinu vilja neyta forkaupsréttar síns og kaupa fyrr- nefnd hlutabréf. Það ætti að tryggja að áfram verði fiskimjðls- framleiðsla í Hafnarfirðí. Enn stendur þó eftir að hluta- bréfín eru seld á of lágu verði og forsendur sem brostnar eru vegna bættrar stoðu þessarar atvinnu- greinar. Er hags bæjarsjóðs þvi ekki gæ« sem skyldi. Ég sit þvi hjá við þessa at- kvæðágreiðslu" Fulltrúar meirihlutans sam^ : þykktu hins vegar söluna og stað- j festu.. ....................................... Tæpar 58 milljónir í götur, holræsi og umferðarmál Það er margt athyglisvert að finna í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1983. Þar má m.a. sjá að áætlaðar tekjur af gatnagerðargjöldum þessa árs eru 24 milljónir 750 þús- und krónur. Tekjur af heimæðargjöldum eru áætlaðar 190 þúsund krónur. Þessar upphæðir koma frá þeim sem standa í byggingum hér í Firð- inum. Hætt er við að þessi gjöld verði þeim mörgum erfiður biti í hálsi. En alls er gert ráð fyrir að verja 57.778.000 krónum í liðinn götur, holræsi og umferðarmál. 168 umsóknir um 83 lóðir í Set- bergshverfi Fyrir nokkru voru auglýstar 83 lóðir í Setbergi, þar af 63 einbýlis- húsalóðir. Umsóknarfrestur er nú liðinn og bárust 168 umsóknir um þessar lóðir. Umsóknirnar skiptast þannig: Umsækjendur um einbýlislóð- ir, sem búsettir eru í Hafnarfirði, voru 114, auk 43 umsækjenda, sem búsettir eru utan Hafnar- fjarðar. Um lóð undir parhús sóttu 5 aðilar búsettir í Hafnarfirði og . þrír utan Hafnarfjarðar. Þrír umsækjendur sóttu um raðhúsalóð, allir búsettir í Hafn- arfirði.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.