Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Qupperneq 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Qupperneq 5
Laugardagur 19. mars 1983 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 Rætt við Kristínu H. Tryggvadóttur sem skipar 3. sæti á lista Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi: „Sá sem berst fyrir góðum málstað, berst aldrei vonlausri baráttu" í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi, hafnaöi Kristín Tryggvadóttir fræðslufuiltrúi í þriðja sæti listans. Mörg okkar þekkja Kristínu vel bæði af störfum hennar sem kennara í Hafnarfirði og eins er hún þekkt af störfum sínum innan BSRB. Hún var kennari í Hafnarfirði frá 1959 til ársins 1978, aöallega við Öldutúnsskóla. Frá 1978 hefur hún gengt starfi fræðslufulltrúa BSRB. Jafnframt þessum störfum hefur hún unnið að samningu námsefnis í samfélagsfræði á vegum Skólarannsóknardeildar Menntamálaráðu- neytisins og annast námsstjórn og tilrauna- og æfingakennslu. Er hún höfundur nokkurra kennslubóka í samfélagsfræði sem kcnndar eru á grunnskólastigi. Um tveggja ára skeið var hún annar stjórnandi út- varpsþáttanna „Félagsmál og vinna,“ sem er þáttur um verkalýðsmái. Kristín er gift Hauki Helgasyni, skólastjóra, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. Til að kynnast Kristínu og skoöunum hennar nánar, sóttum við hana heim að heimili þeirra Hauks að Hraunhólum 10, Garðabæ, og lögðum fyrir hana nokkrar spurningar. Hvað olli því að þú ákvaðst að unnið með miklu fleiri einstak- gefa kost á þér í prófkjörinu? lingum í kjördæminu en keppi- Það má segja að það hafi fyrst nautar mínir. Um langan tíma og fremst verið vegna viðhorfa kenndi ég stórum hluta Hafn- minna til jafnréttismála. Þegar firðinga að lesa og hafði þá sam- ljóst var að engin önnur kona band við marga foreldra. Eg fann ætlaði að gefa kost á sér í það glöggt við undirbúning próf- „prófkjörsslaginn", þá ákvað ég kjörsins að ég hafði ekki gleymst endanlega að gefa kost á mér. Ég þessu fólki. Vegna starfa minna taldi að jafnréttissjónarmið væru að félags- og verkalýðsmálum hef það sterk innan Alþýðuflokksins ég líka kynnst mörgu fólki í kjör- að það væri full ástæða að láta á dæminu sem á sömu hugðarmál það reyna hvernig undirtektir og ég á þessu sviði. Þetta fólk yrðu. veitti mér verulegan stuðning. Ég Komu úrslitin þér á óvart? vil gjarnan nota tækifærið til að Já, það má kannski segja það. færa því öllu bestu þakkir fyrir Árangur kvenna í prófkjörum stuðninginn. hinna flokkanna var ekki upp- Nú virðast konur almennt eiga örvandi auk þess sem keppinautar erfitt uppdráttar í prófkjörum mínir voru engir aukvisar, vel stjórnmálaflokkanna. Hver tel- þekktir innan flokksins og utan urðu að sé aðalskýringin á því? Kristín H. Tryggvadóttir, fræöslufulltrúi, Hraunhól- um 10, Garðabæ, er fædd á Dalvík 14. ágúst 1936. For- eldrar hennar eru Tryggvi Jónsson, fyrrv. oddviti og frystihússtjóri þar og kona hans Jórunn Jóhannsdótt- ir. fór að vinna að samningu náms- efnis í samfélagsfræði sem ég gerði mér grein fyrir að ég væri mjög mikill jafnaðarmaður. Nú, ég tala svo ekki um þegar ég fór að vinna í samninganefnd- um og að fræðslumálum fullorð- inna. Þá skyldi ég hvers vegna verkalýðssamtökin hafa lengi litið svo á að aukin fræðsla um mál- efni verkafólks væri hluti af kjarabaráttunni á hverjum tíma. Markmiðið hlýtur alltaf að vera það að gera launafólk betur undir það búið að berjast fyrir kjörum sínum og auknum rétti. Til að þau markmið náist að einhverju leyti er ekkert um að ræða annað en að vera jafnréttismaður í hjarta sínu. Fyrir mig kom því ekkert annað til greina en Alþýðuflokkurinn. Hvaða málaflokkar eru þér efst í huga? Kjaramálin og þar með af- komumál heimilanna. Að fólk geti lifað mannsæmandi lífi — haldið reisn sinni. í þessu orði er fólgið efnahagsmálin yfirleitt, húsnæðismálin, skattamál og jafnréttismál. Þá hef ég miklar áhyggjur af unga fólkinu sem er að byrja búskap, húsnæðismálum þess og framtíð þess og barna þeirra. Verður mannkynið kjarn- orkuvopnum að bráð eða tekst því að bægja þeirri hættu frá? Einnig hef ég brennandi áhuga á skóla- málum svo og félagsmálum al- mennt. Nú eru margir sem spá því að Alþýðuflokkurinn eigi þungan róður framundan i komandi kosningum. Hvernig leggst sá róður í þig? Ég er sammála því að eins og er þá er róðurinn þungur. En það hefur sýnt sig áður að um leið og stefnumál flokksins fá ummfjöll- un í fjölmiðlum og fólk fær að kynnast þeim fjölda góðra mála sem þingmenn flokksins hafa verið að berjast fyrir, þá léttist róðurinn strax. Góð mál eiga oft erfitt uppdráttar í fyrstu. Sú árátta sumra að taka þá fyrst und- ir við góðu málin þegar þau hafa hlotið almenna viðurkenningu er ekki mér að skapi. Sá sem berst fyrir góðum málstað berst aldrei vonlausri baráttu hversu mikið sem á móti blæs. Ég kvíði því engu þeirri baráttu sem framund- an er en vil nota tækifærið og hvetja allt Alþýðuflokksfólk til að taka virkan þátt í kosningabar- áttunni. Við höfum fyrir miklu að berjast. Alþýðuflokkurinn er eini málsvari jafnaðarstefnunnar á ís- landi og hefur haldið merki henn- ar á lofti frá stofnun. Engin stjórnmálastefna býr yfir meiri mannlegum verðmætum. Hvernig hefur þér verið tekið sem frambjóðanda? Mjög vel. Innan flokksins hef ég mætt velvild og hlýhug. Utan hans finn ég vinsemd og skilning. Það er dýrmætt að búa í landi þar sem mismunandi skoðanir eru virtar og fólk er ekki annað hvort stimplað svart eða hvítt eftir því hverjar skoðanir þess eru. Við skulum öll sameinast um að berjast fyrir þvi að þannig megi viðhorf víðsýnis og umburðar- lyndis sem lengst vera ríkjandi í okkar þjóðfélagi. Kristfn Tfyggvadóttir, fræðslu- fulltrúi. fyrir dugnað og atfylgi. Blaða- menn létu ekki heldur sitt eftir liggja og þegar fjallað var um fyrirhugað prófkjör í blöðum kom kvenframbjóðandinn auð- vitað hvergi til greina. Þannig má sjá að viðhorfunum til jafnréttis er rækilega viðhaldið í fjölmiðl- um. Ég var því við öllu búin enda áður tapað í keppni við karlmenn um stöður. Úrslitin komu því vi'ssulega notalega á óvart. Ég tel þau ekki bara minn sigur heldur líka sigur þeirra viðhorfa að kon- ur og karlar eigi að vinna saman að lausn þjóðfélagsmála. Hverju viltu þakka árangur- inn? Tvennt tel ég að hafi ráðið úr- slitum. í fyrsta lagi reyndist það viðhorf sterkt meðal stuðnings- manna flokksins að konur og karlar ættu að vinna sameiginlega að þjóðmálum sem öðrum mál- um. I öðru lagi þá hef ég kannski Arangurinn er nokkuð mis- munandi. Virðist það fara eftir flokkum og hvar kjördæmin eru á landinu. I Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum berjast konur nánast vonlausri baráttu eins og listar þeirra flokka bera al- mennt með sér. Útkoman er skárri innan Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Nú eru þrjár konur á Alþingi, allar eru þær af Faxa- flóasvæðinu. Þegar litið er á skip- an listanna núna er líka augljóst að þær konur sem komast á þing í næstu einum eða tvennum kosn- ingum verða fyrst og fremst úr sömu kjördæmum og áður. Telur þú kvennaíramboð innan flokka eða utan, til bóta? Ég skil vel að ýmsar konur skuli vera orðnar langþreyttar á því hve hægt gengur að breyta viðhorfum í þjóðfélaginu sem ein geta leitt til þess jafnréttis að konur hafi sömu möguleika og karlmenn til mennt- unar og starfa. Alþýðuflokkurinn er fyrsti flokkurinn sem hefur lagt fram stefnu í fjölskyldumálum en slík stefna er grundvallarforsend- an fyrir jafnrétti fólks á víðum grunni. Konur hafa, eins og karl- menn mismunandi skoðanir á þjóðmálum. Ég tel því að sam- eiginlegt framboð kvenna sé ekki raunhæf leið til að auka hlut kvenna i stjórnmálum. Ég vil hafa konur og karla saman en ekki skipta þjóðfélaginu upp eftir kynjum — helst ekki á neinu sviði og því er ég ekki heldur hlynnt sér- framboðum kvenna innan flokk- anna, þótt það sé mun betri kost- ur en þverpólitískur kvennalisti. Hver er aðalástæðan fyrir því að þú aðhyllist Alþýðuflokkinn? Það er kannski ekki fyrr en ég Góðir og ódýrir og ekkert uppvask! Opið alla daga frá kl. 11—23.30. Kgntucby Fried Glúcken. REYKJAVÍKURVEGI 72, HAFNARFIRÐI Sími53371

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.