Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1983, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. mars 1983 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 9 Fjárhagsáætlun 3 Klaustrið Tekjuáætlun 1983 I tekjuáætlun Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir að tekjur bæjarins á árinu 1983 verði samtals 193 millj- ónir eitthundrað níutíu og sex þús- und krónur. 53,7% teknanna eru útsvör 5,9% teknanna eru aðstöðugjöld 16,1% teknanna eru fasteignagjöld 11,7% teknanna er framlag úr jöfnunarsjóði 6,3% teknanna er framleiðslugjald frá ISAL 4,0% teknanna eru vaxtatekjur 2,3% eru ýmsar aðrar tekjur samtals 104.067.000 krónur 11.320.000 krónur 31.148.000 krónur 22.537.000 krónur 12.208.000 krónur 7.650.000 krónur 4.266.000 krónur Gjaldaáætlun 1983 Af fyrrnefndum tekjum er áætlað að: 15.152.000 krónur fari í yfirstjórn bæjarins eða 7,8%, 38.316.000 krónur fari til félagsmála eða 19,8%, 3.427.000 krónur fari til heilbrigðismála eða 1,8%, 29.962.000 krónur fari til fræðslumála eða 15,5%, 4.368.000 krónur fari til menningarmála eða 2,3%, 7.994.500 krónur fari til æskulýðs- og íþróttamála eða 4,1%, 6.201.000 krónur fari til eld- og almannavarna eða 3,2%, 7.482.000 krónur fari til hreinlætismála eða 3,9%, 4.720.000 krónur fari til skipulags- og byggingamála eða 2,4%, 32.038.000 krónur fari í götur, holræsi og umferðarmál eða 16,6%, 5.548.000 krónur fari í fjármagnskostnað eða 2,9%, 5.275.000 krónur fari til annarra mála eða 2,7%, 307.000 krónur fari í rekstur fasteigna eða 0,2%, 5.995.000 krónur fari til áhaldahúss eða 3,1%, 1.760.000 krónur fari til vatnsveitu eða 0,9%, Þá eru eftir 24.650.000 krónur af fyrrnefndum áætluðum tekjum bæjarins eða um 12,8%, sem hægt er að verja'til ýmiss konar fjárfest- inga. Áætlað fjármagn til ýmissa framkvæmda á árinu 1983 Breyting á ráðhúsi 500.000 krónur Leikskóli í Suðurbæ 5.000.000 krónur Dagvistarheimili, undirb.framkvæmdir 56.000 krónur Læknamiðstöð, innréttingar, búnaður og tæki 1.000.000 krónur Sólvangur, viðbygging/heilsugæsla 7.600.000 krónur Öldutúnsskóli III áfangi og leikvöllur 7.500.000 krónur Víðistaðaskóli, lóðarframkv. 500.000 krónur Víðistaðaskóli, íþróttahús 250.000 krónur Flensborgarskóli til frág. lóðar 300.000 krónur Flensborgarskóli, endurnýjun 1.000.000 krónur Iðnskólinn, breytingar á húsnæði 235.000 krónur Iðnskólinn, til tækjakaupa 265.000 krónur Tónlistarskóli, húsakaup 1.000.000 krónur Bókasafn, innrétting 400.000 krónur íþróttahús v. Strandg. lóðarfrág. 650.000 krónur Sundlaug í Suðurbæ 600.000 krónur Sundhöllin 1.450.000 krónur Bláfjallasvæði 597.000 krónur Slökkvilið, bíll 150.000 krónur Leiguíbúðir, kaup 800.000 krónur íbúðir aldraðra, undirbúningur 100.000 krónur Bæjarvinna, tækjakaup 2.650.000 krónur Aðrar fjárráðstafanir Þá er í fjárhagsáætlun 1983 gert ráð fyrir að afborganir lána verði 2.149.000 krónur, framlag til raf- veitunnar vegna stofnlagna 4.075.000 krónur og framlag til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 7.000.000 krónur. Hvað var það sem bæjarstjórnarmeirihlutinn gat ekki fallist á? Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar lögðu bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins m.a. til: * að framlag til verkamannabú- staða yrði hækkað um 1,7 millj- ónir króna. Það hefði verið gott framlag til þess að létta mörg- um Hafnfirðingum að koma þaki yfir höfuð sér. * að auka félagsráðgjafaþjónustu Félagsmálastofnunar við Hafn- firðinga. * að efla með hærri fjárframlögum félagsstarfsemi ýmissa félaga- samtaka í bænum, svo sem Golfklúbbsins Keilis, Siglinga- Lagermaður Hafnarfjaröarbær óskar aö ráöa lagermann í áhalda- hús sitt viö Flatahraun. f starfinu felst afgreiðsla síma- varsla og talstöövarþjónusta ásamt útvegun á lager- vörum. Þekking á vélavarahlutum og algengum rekstrarvörum i bæjarrekstri er nauösynleg. Upp- lýsingar veitir yfirverkstjóri. Umsóknarfrestur er til 6. apríl næstkomandi. Bæjarverkfræöingur 10 ar um möguleg kaup bæjarins á Klaustrinu var vísað til bæjar- ráðs. Eru þessi mál þar nú í athugun, en fljótlega kemur væntanlega í ljós hver niðurstaða málsins verð- ur. Það verður að teljast æskilegt, ef mögulegt er, að það verði Hafnarfjaðarbær, sem festi kaup á þessari merku byggingu og hún verði nýtt í þágu bæjarbúa eins og t.d. Tónlistarskóla, eins og bent er m.a. á í tillögu minnihlutamanna. íhald 3 Þetta voru efnislega þau svör, sem meirihluti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar vill gefa þeim 1200 Hafn- firðingum, sem hafa kvartað til bæjaryfirvalda vegna þessara mála. Bæjarfulltrúar minnihlutans sögðu hins vegar við umræðuna, að nauðsynlegt væri að bæjarstjórn gerði sér ljósa grein fyrir ástandi þessara mála og legði drög að því, hvernig leysá mætti þau vandamál sem við væri að etja. Lögðu þeir á- herslu á, að átak þyrfti að gera í dagvistarmálum og mætti í því sambandi ganga frá nokkurra ára framtíðaráætlun um byggingu dag- vistarheimila í bænum, sem unnið væri eftir. En meirihlutinn sagði nei og vís- aði tillögu Alþýðuflokksins, Al- þýðubandalagsins og Framsóknar frá. í þessu sambandi skal vísað til viðtals við eina af forvígskonum nefndar undirskriftarsöfnunar á öðrum stað hér í blaðinu. Verkamannabúst. 10 Þessa tillögu gátu bæjarfulltrúar Óháðra og sjálfstæðismanna ekki klúbbsins Þyts, stúkustarf templara og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. * að treysta öryggi Hafnfirðinga með fjárveitingu til að breyta vaktarfyrirkomulagi á slökkvi- stöðinni í samræmi við tillögur slökkviliðsstjóra. * að veita fé til þess að hafa íþrótta- húsið við Strandgötu opið til æfinga fyrir íþróttafólk bæjar- ins yfir sumarmánuðina. * að hækkað yrði' fjárframlag til Sundhallarinnar og íþróttahúss Víðistaðaskóla, svo að ljúka mætti byggingaframkvæmdum þar, því að bæjarstjórnaminni- hlutinn leggur áherslu á að hver framkvæmd á vegum bæjarins taki sem stystan tíma, komist sem fyrst í gagnið og sé þá full- lokið. Á þetta gátu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og „Óháðra ekki fallist. Þess vegna skildu leiðir við afgreiðslu fjárhagsáætlunar- innar. íhaldssjónarmiðin máttu sín meira en heill bæjarbúa og sæmileg framtíðasýn. fallist á og var henni vísað frá með atkvæðum þeirra. Þetta þýðir, að bæjarfulltrúar meirihlutans vilja ekki gera lang- tímaáætlanir um byggingu verka- mannabústaða. Þeir vilja heldur ekki tryggja að það fé, sem ráðstaf- að er til slíkra verkefna nýtist að fullu, en það yrði gert með stofnun biðreiknings, eins og tillagan hér að framan gerir grein fyrir. í þriðja lagi þorir bæjarstjórnarmeirihlut- inn ekki að lofa því að ævinlega séu nægilega margar byggingarhæfar lóðir fyrir hendi undir byggingu verkamannabústaða. Er furða þótt bæjarbúar túlki andstöðu meirihlutans í Hafnar- firði við tillöguflutningi minnihlut- ans um myndarlegt átak í byggingu verkamannabústaða, sem andstöðu við þær meginhugmyndir, sem liggja að baki félagslegu verkefni af því tagi. Þær eru að minnsta kosti kaldar kveðjurnar, sem sá stóri hópur umsækjenda um íbúðir í verkamannabústöðum, fær frá óháða íhaldinu í Hafnarfirði. Alþýðuflokkurinn mun hér eftir sem áður, halda áfram baráttu sinni á þessum vettvangi og ýta á um aukið fjármagn til uppbyggingar verkamannabústöðum í Hafnar- firði, enda þau mál verið hugleikið Alþýðuflokknum um áraraðir. Hafnfirsk íþróttahreyfing hef- ur oftar en einu sinni óskað eftir því að fá afnot af íþróttahúsinu við Strandgötu á sumrin og einnig á sunnudögum, þegar mót standa ekki yfir. Þetta hefur ekki gengið í gegn fram að þessu. Bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalags og Framsóknar vildu því að bæjarstjórn gerði út um þessi mál, þannig að sumaropnun yrði að veruleika. En Einar Mat- hiesen, Ellert Borgar Þorvalds- son, Vilhjálmur Skúlason og co. vildu ekki samþykkja þessa til- lögu minnihlutans. Að vísu er ekki öll nótt úti enn- þá, því ályktunartillögu minni- hlutans var vísað til .bæjarráðs. Eftir stendur þó að breytingartil- laga minnihlutans, um að gert væri ráð fyrir kostnaði við þessa sumaropnun í fjárhagsáætlun, var felld af „velunnurum" íþrótta- fólks í meirihlutanum. Alþýðuflokkurinn mun hins vegar ganga eftir því að þetta mál fáist afgreitt alveg á næstunni í bæjarráði og reyna að knýja á um, að hin sjálfsagða sumaropnun í- þróttahússins komist til fram- kvæmda þrátt fyrir andstöðu meirihlutamanna við þetta sjálf- sagða hagsmunamál hafnfirskra íþróttamanna og kvenna. Meirihluti 3 hækkun. En viti menn. Bæjarfulltrúar meirihlutans gátu ekki fallist á 45 þúsund króna hækkun á gjöldum til íþróttahússins, til að koma þessu þarfa máli í höfn. Þess skal getið til að benda á hve litla upp- hæð hér er um að ræða af rekstr- arkostnaði íþróttahússins, að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir heildarkostnaði við húsið 2,1 milljón. Þessa upphæð mátti ekki hækka um 45 þúsund krónur að áliti bæjarfulltrúa meirihlutans. Hverjum bjargar JJ^' það næst « UiyiFERÐAR Útvegsbanki íslands Reykjavíkurvegi 60 Hafnarfirði sími 54400 Þú safnar og bankinn bætir við /sr v ^ 'K^ ^¦i ^ '&a* / ^Sýw i/ VERSLUNIN HVAMMSEL Smárabarði 2 — Sími 54120 Opnunartími Mánudaga-Föstudaga kl. 9-19 Laugardaga kl 9-18 Verslið í Hverfinu VERSLUNIN HVAMMSEL Smárabarði 2 sími 54120 UTIHURÐiR — SVALAHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR — GLUGGAR — OREGON PINE — TEKK — FURA — IROKO — MAHOGANY Allar hurðir og gluggar frá BÓ eru með SLOTT-lista. BÖ TRÉSMIÐJA DALSHRAUNI 13. HAFNARFIRÐI SÍMI 54444

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.