Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Alþýðublað Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðunokkurinn í Hafnarfirði. Heimilisfang: Pósthólf 197, Hf. Ábm.: Þorvaldur Jón Viktorsson, s. 53056 Form. blaðstjórnar: Grétar Þorleifsson Dreifing: Gylfi Ingvarsson, s. 50634 Auglýsingar: Margrét Vilbergsdóttir, s. 54727 Ljósmyndir: Guðmundur Ragnarss., Dagur Gunnarss o H Setning: Acta hf. Umbrot og prentun: Steinmark Hólmfríður Finnbogadóttir, kosningastjóri er önnum kafin að stjórna starfinu á kosningaskrifstofunni. Alþingiskosningar 23 aprí 11983 Kjörfundur hefst kl. 9.30 og lýkur kl. 23.00. kosiö verður í Lækjarskóla, Víöistaöaskóla, á Sólvangi og á Hrafnistu. Kjósendur skiptast á kjörstaöi og í kjördeildir eftir heimilisfangi mióaö viö 1. desember 1982, sem hér greinir: Lækjarskóli: (íbúar sunnan Reykjavíkurvegar). 1. kjördeild Álfaskeiö — Erluhraun og óstaö- settir íbúar. 2. kjördeild Fagrakinn — Kaldakinn. 3. kjördeild Kelduhvammur — Smyrlahr. 1-46. 4. kjördeild Smyrlahraun 47-66 — Öldutún og óstaösett hús. Víðistaðaskóli: (íbúar við Reykjavíkurveg og norðan hans og vestan). 5. kjördeild Blómvangur — Hjallabraut 1-13. 6. kjördeild Hjallabraut 15-96 — Miðvang- ur 1-117. 7. kjördeild Miövangur 118-167 — Þrúövang- ur og óstaósett hús. Sólvangur: 8. kjördeild Vistfólk á Sólvangi. Hrafnista: 9. kjördeild Vistfólk á Hrafnistu. Undirkjörstjórn mæti kl. 9.00. Kjörstjórn Hafnarfjarðar hefur aösetur í kennarastofu Lækjarskóla. Kjörstjórn Hafnarfjarðar: Gísli Jónsson Jón Ól. Bjamason Sveinn Þórðarson (oddviti) Hætta St. Jósefssystur spítalarekstri? Frá árinu 1926 hafa St. Jós- efssystur rekið spítala við Suðurgötu hér í bæ, sem öllum er kunnugt. Það hefur verið svo sjálfsagður og eðlilegur hlutur í bæjarlífinu, að enginn leiðir að því hugann dagsdag- lega. Nú eru allar horfur á, að sú tíð sé senn á enda, því St. Jósefssystur hafa í hyggju að hætta rekstri spítalans í náinni framtíð og vilja selja. Við því er ekkert að segja, þær eru orðnar fullorðnar og það er ekkert auðhlaupaverk að standa í rekstri slíkrar stofnun- ar og hafa þær unnið ótrúlega mikið og fórnfúst starf, sem seint verður fullþakkað. En hvað tekur við? Það er óhugsandi að leggja niður þá starfsemi sem þarna hefur átt sér stað og skerða þannig heil- brigðisþjónustu fýrir Hafnar- fjörð. Framkvæmdastjórn , spítalans hefur óskað eftir sam- vinnu við bæjarstjórn um þessi mál og komu þau til umræðu á bæjarstjórnarfundi þann 29. mars s.l. og var þar samþykkt svohljóðandi tillaga: „Með tilvísun til bréfs fram- kvæmdastjórnar St. Jósefs- spítala Hafnarfjarðar, dags. 25. mars 1983, samþ. bæjar- stjórn Hafnarfjarðar eftir- farandi: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lætur í ljós eindregið þakklæti til St. Jósefssystra fyrir rekstur spítalans frá árinu 1926 og þakkar það mikla og óeigin- gjarna starf, sem þar hefur ver- ið látið í té, bæjarbúum til hag- sældar, þykir bæjarstjórn mið- ur ef St. Jósefssystur hætta rekstri spítalans. Jafnframt leggur bæjar- stjórn áherslu á að starfsemi stofnunarinnar haldi áfram á þeim grundvelli, sem mótaður hefur verið og ekki verði hvik- að frá þeirri stefnu, að spítal- inn sinni áfram fyrst og fremst þörfum Hafnarfjarðar og nágrennis á sem flestum svið- um heilbrigðisþjónustunnar.“ Vilhjálmur G. Skúlason (sign) Ellert Borgar (sign) Hörður Zóphaníasson (sign) Magnús Jón Árnason (sign) Markús Á. Einarsson (sign) Atvinnuleysi hjá unglingum Atvinnuhorfur 16 ára unglinga í sumar eru mjög ískyggilegar og hafa ekki á undanförnum árum verið lak- ari. Um hvert laust starf sækja margir unglingar. Það er því Ijóst, ef ekki verða gerðar sér- stakar ráðstafanir, að tugir ung- linga munu ekki fá annað að gera í sumar en að „mæla göt- urnar“ eða „híma undir gafli“. Iðjuleysi er engum hollt, síst unglingum sem eru fullir af starfsgleði og athafnaþrá. At- vinnulaus unglingur fyllist von- leysi og leiðindum og getur leiðst út á óheillavænlegar brautir. Það er því mjög brýnt að bæjaryfirvöld taki nú þegar þetta mál til athugunar. Ef Nú þarf hvert atkvæði að komast tii skila. XA góður vilji er fyrir hendi er eflaust hægt að útvega ungling- um í bænum uppbyggilega at- vinnu í sumar við minniháttar verkefni eins og t.d. uppbygg- ingu leikvalla og útivistar- svæða, gangstéttarlagningu, fegrun og snyrtingu o.m.fl. Feidinand Róbert sjúkraskósmið fáið þið: Gert við skóna Innlegg eftir þöríum svo sem: Tábergsinnlegg Ilsigsinnlegg Hvíldarinnlegg Reykjavíkurvegi 64 — sími 52716

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.