Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 María Asgeirsdóttir: r „Otrúleg smámunasemi meirihlutans“ Um páskana flutti heilsu- gæslan starfsemi sína upp á þriðju hæð sparisjóðshússins. Þá er komið að því, sem við Alþýðuflokksmenn vonuðum í lengstu lög að yrði ekki af. Við vonuðum að önnur lausn feng- ist á bráðabirgðavandanum, en þessi. Hvernig standa þá heilsu- gæslumál Hafnfirðinga í dag? í Hamri (28. mars sl.) er í smáklausu, sem nefnd er Bæjarhornið, minnst á það fáum orðum, að Bæjarstjórn hafi heimilað 200.000 kr. fjár- veitingu til kaupa á tækjum til læknamiðstöðvarinnar, en hins vegar fellt tillögu minnihlutans um að taka 300.000 kr. af fjár- veitingu til Sólvangsbyggingar- innar, til að kaupa ný skrif- borð fyrir læknana og með því seinka fyrir byggingu Sólvangs- stöðvarinnar. Það er smánarlegt að halla svo vísvitandi réttu máli í jafn- mikilvægu atriði og hér um ræðir, þannig að meginþorri bæjarbúa ímyndi sér, að minni- hlutinn stundi svo gerræðisleg vinnubrögð, að ætla að leggjast gegn nýju byggingunni. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Hamar ber slíkt á borð fyrir bæjarbúa. Nú er ætlunin að gera lýðum ljóst, hvernig málum er háttað. Heilbrigðisráðuneytið lagði til að keyptur yrði búnaður til notkunar í bráðabirgðahús- næði læknamiðstöðvarinnar, en sem sé svo eign heilsugæslu- stöðvarinnar að Sólvangi og nýtist þar áfram. Búnaður þessi var m.a. umrædd skrifborð, búnaður á biðstofu og fundar- herbergi og auk þess tæki á að- gerðarstofu. Bærinn skyldi greiða 15% en ríkisvaldið 85%. Ráðuneytið fól nú Innkaupa- stofnun ríkisins að sjá um inn- kaupin og var dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson héraðslæknir hafður með í ráðum. Búnaður var pantaður, en þegar hann kom hótaði bæjarritari að senda allt til baka og vísaði til samþykktar bæjarráðs, þar að lútandi. Það sem gerðist í bæjarráði 10. mars var þetta: Tekið var fyrir bréf frá Jóhanni Á. Sig- urðssyni héraðsléekni um kaup á tækjum og búnaði fyrir heilsugæslustöðina. Meirihluti bæjarráðs samþykkir að allt að kr. 200.000 verði teknar af eignfærðri fjárfestingu á fjár- hagsáætlun og varið til kaupa á búnaði á aðgerðastofu, skol- og skoðunarherbergi á lækna- miðstöð. Jafnframt er erind- inu, að því er varðar endur- nýjun á húsgögnum synjað. Minnihluti bæjarráðs skír- skotar til meðfylgjandi bókun- ar sinnar og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði um þetta mál og leggur fram eftirfarandi til- lögu. „Bæjarstjórn samþykkir að verða við framkominni beiðni Jóhanns Á. Sigurðsson- ar héraðslæknis á nauðsynleg- um búnaði á fyrirhugaðri læknamiðstöð, allt að upphæð kr. 500.000, en beiðnin er gerð í samráði við heilbrigðisstarfs- fólk læknamiðstöðvarinnar." Bókun minnihlutans var sem hér segir: „Okkur þykir það næsta ótrúleg smámunasemi af meirihluta bæjarráðs að hafna beiðni lækna og starfsfólks á læknamiðstöðinni um nýjan og viðunandi húsbúnað í nýju hús- Kosningaskrif- stofa A—listans er í Alþýðuhúsinu Strandgötu 32 Símar: 50499 — 52455 Þar er að fá upplýsingar um kjörskrá og annað varðandi alþingiskosningarnar. Vanti ykkur bíla á kjördag þá hafið samband við skrif- stofuna. Á kosningadaginn verður kaffi á könnunni, hljómlist og líf og fjör að venju. Verið öll velkomin. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. næði sem fyrirsjáanlega verður í notkun næstu 4—5 árin. Fyrirsjáanlegt er að kostnaðar- hluti bæjarsjóðs af þessum húsbúnaði verður aðeins tæpar 40.000,— kr. eða 15%. Er það lítil upphæð til að skapa bæjar- búum og starfsfólki læknamið- stöðvarinnar hlýlegt og aðlað- andi umhverfi næstu árin.“ í þessu þófi stóð, þar til læknarnir sjálfir gengust í ábyrgð fyrir hlut bæjarins, til þess að þeir fengju umrædd skrifborð, þegar flutt yrði upp, enda var óvíst að sum þeirra gömlu hefðu þolað flutninginn. Það fékkst samt ekki búnaður á biðstofu, fundarherbergi eða eldhús. Innkaupastofnun er að kaupa tækin í skoðunarher- bergi, en fáist ekki öll fjár- veitingin sem farið var fram á verður ekki hægt að taka að- gerðastofuna í notkun. Þetta var staðfest af Jóhanni Ágústi Sigurðssyni héraðslækni. Það hefur verið mikið nauðsynja- Nú skulu Hafnfirðingar upp á þjónustu. mál að fá þessa aðgerðastofu, því með tilkomu hennar hefði sparast mikill tími og miklir snúningar hjá fólki með smá- aðgerðir, sem hefur alltaf orðið að leita til Reykjavíkur með. Auk þess, er það algjörlega óviðunandi, ef ekki verður nýtt sú fjárveiting, sem fengist hefur frá ríkinu, því sé fjárveit- ing ekki nýtt á árinu er venja að hún falli niður. Hvernig er svo hægt að tala um að draga Sólvangsbygging- þriðju hæð til að sækja læknis- una á langinn, verði tekin 300.000 kr. af fjárveitingu til hennar og þeim veitt til tækja- búnaðar og annars, sem á að notast á Sólvangi. Einhver myndi segja að þetta væri skyn- samleg fjárfesting í verðbólgu- þjóðfélaginu. En fyrst og fremst: Með því að byrja á að kaupa tækin og búnaðinn, er hægt að byrja á bættri þjón- ustu við bæjarbúa i heilsu- gæslumálum. Er það ekki tak- mark okkar allra? Framboðslístar í Reykjaneskjördæmi til alþingiskosninga 23. apríi 1983 A-listi Alþýðuflokksins D-listi Sjálfstæðisflokksins 1. Kjartan Jóhannsson, alþm., 1. Matthias Á. Mathiesen, alþm., Jófríðarslaðavegi 11, Hafnarfirði. Hringbraut 59, Hafnarf. 2. Karl Steinar Guðnason, alþm.. 2. Gunnar G. Schram, prófessor, Heiðarbrún 8, Keflavik. Frostaskjóli 5, Reykjavik. 3. Kristín H. Tryggvad., frædsluf.tr., 3. Salome Þorkelsdóttir, alþm., Hrsunhólum 10, Garðabæ. Reykjahlið, Mosfellssveit. 4. Haudur Helga Stefánsdóttir, gjald., 4. Ólafur G. Einarsson, a'.þm., Hliðarvegi 31, Kóp. Stekkjarflöt 14, Garðabæ. 5. Ólafur Björnsson, út.gm., 5. Kristjana Milla Thorsteinss., vidsk.fr., Austurgötu 11, Keflavik. Haukan. 28, Garðabæ. 6. Ólafur H. Einarsson, trésm., 6. Bragi Michaetsson. framkv.st., Arkarholti 8, Mosfellssveit. Birkigrund 46, Kópavogi. 7. Ásthildur Ólafsdóttir, ritari, 7. Ellert Eiriksson, sveitarstjóri, Tjarnarbraut 13. Hafnartirði. Melbraut 3, Gerðahreppi. 8. Kotbrún Tóbíasdóttir, húsmóðir, 8. Helgi Jónsson, bóndi, Leynisbrun 3, Grindavík. Felli, Kjósarhreppi. 9. Gunnlaugur Stefánsson, guðfr.. 9. Dagbjartur Einarsson, út.gm., Arnarhrauni 42, Hf. Ásabraut 17, Grindavik. 10. Emil Jónsson, fyrrv.ráðherra, 10. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstj., Hrafnistu, Hafnarfirdi. Mióbraut 29, Seltj. B-listi Framsóknarflokksins G-listi Alþýðubandalagsins 1. Jóhann Einvarðsson, alþm.. 1. Geir Gunnarsson, al.þm.. Nordurtúni 4, Keflavík. Þúíubarði 2, Hafnarfirði. 2. Helgi H. Jónsson. fréttamaður. 2 Elsa Kristjánsdóttir, bókari, Engihjalla 9, Kópavogi. Holtsgötu 4, Sandgerði. 3. Arnþrúður Karlsdottir, utv.m.. 3. Gudmundur Árnason, kennari. Hjallabraut 17. Hafnarfirði. Holtagerði 14. Kopavogi. 4. Inga Pyri Kjartansdottir, snyrtilr.. 4. Þorbjörg Samúetsdóttir, verkak.. Fögrubrekku 25, Kóp. Skúlaskeidi 26. Hf. 5. Ólafur t. Hannesson, aðalfutltrúi. 5. Gylfi Guðmundsson, skolastj.. Hlidarvegi 76. Njardvik. Hamragöróum 11. Keflavik. 6. Þrúður Helgadóttir, verkstj.. 6. Agusta isafotd Sigurðardótir. gjaldk.. Grundartanga 46. Mosf. Digranesv. 97, Kóp. 7. Arnþor Hetgason, kennari. 7. Aðalheiður Magnúsdóttir, kennari. Tjarnarbóli 14, Seltjarnarnesi. Dvergholti 12, Mosf. 8. Guðmundur Karl Tómasson, ratv.m., 8. Jón Rúnar Bachmann, húsasmiður, Efstahr. 5. Grindav. Ásbúð 71, Garðabæ. 9. Magnus Sæmundsson. bondi. 9. Stefán Bergmann, aðst.rektor, Eyjum, Kjosarhreppi. Selbraut 34. Seltj. 10. Örnólfur Örnólfsson, sölumaður. 10. Guösteinn Þengilsson. yfirl.. Hofslundi 15, Garðabæ. Álfhólsvegi 95. Kópavogi. C-listi Bandalags jafnaðarmanna V-listi Samtaka um kvennalista 1. Guðmundur Einarsson. lektor, 1. Kristin Halldórsdottir. husm., Kópavogsbraut 18. Kóp. Fornuströnd 2. Seltj. 2. Þorður H. Ólafsson. tæknifr.. 2. Sigríður Þorvaldsdóttir. husm. og leikari. Hædargardi 7C. Reykjavik. Lagh. 21. Mosf. 3. Ragnheiður Rikharðsdottir. kennari. 3. Sigríður H. Sveinsdottir, húsm. og tostra. ByggdahoUi 49. Mosf. Melgerdi 3. Kop. 4. Petur Hreinsson. starfsm. Isal. 4. Þorunn Fridriksdottir. husr i kennari. Borgarhrauni 5. Grindavik. Eskihlið 8. Rvik. 5. Þorsleinn V. Baldvinsson. verktaki. 5. Gyda Gunnarsd.. husn,. og þjodfr.. Vallargötu 16, Kellavik. Asbuðartröð 9. Hf. 6. Auður G. Magnúsdóttir. nemi, 6. Sigrún Jonsdottir. husm. og nemi. Nesvegi 64. Reykjavik. Kjarrholma 18. Kóp. 7. Kolbrún S. Ingólfsdottir, húsm., 7. Ingibjörg Guðmundsdóttir. husm.. Bardaströnd 29, Seltj. Vesturvangi 2, Hf. 8. Stefán Baldvin Sigurðsson, lifeðlisfr.. 8. Guðrún S. Gislad., húsm. og nemi. Birkigrund 66, Kóp. Reynigr. 13, Gardabæ. 9. Bragi Bragason, starfsm. isal, 9. Kristin Aðalsteinsd., húsm. og hjukr.fr., Bröttukinn 33. Hafnarf. Hjallabraut 19, Hf. 10. Páll Hanneson, verkfrædingur, 10. Þorunn G. Þórarinsd., husm. og verkak.. Grænutungu 3. Kopavogi Hetðarbr. 14, Keflav. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjórdæmis Gudjon Steingrimsson, Björn Ingvarsson. Þormóður Pálsson. Pall Ólafsson. Vilhjálmur Þórhallsson.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.