Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 5 Guðmundur Karl Ásbjörnsson, listmálari: Umhverfi bæjarins og hraunið hafa verið mér kært viðfangsefni Guðmundur Karl Ásbjörns- son listmálari opnar sýningu á Kjarvalsstöðum 7. maí kl. 2 e.h. og stendur sýningin til 23. maí. Til þess að forvitnast um sýninguna og málarann sjálfan, sóttum við hann heim nú fyrir stuttu. Guðmundur Karl er sonur hjónanna Ásdísar Guðmunds- dóttur og Ásbjörns Stefáns- sonar læknis. Hann er fæddur á Bíldudal, en fluttist þaðan til Húsavíkur, þar sem hann dvaldi í 7 ár, en eftir það kom hann alkominn á mölina. Hvenær byrjaðir þú að mála Guðmundur? Ég hef málað alveg frá barn- æsku, en þá tilsagnarlaust fram til tvítugs, en þá fór ég í Hand- íða- og myndlistaskólann. Kennarar mínir þar voru m.a. Eggert Guðmundsson og Ásgeir Bjarnþórsson. Eftir það fór ég utan. Næstu 4 f - dvaldi ég við nám við ríkislistaaka- demíuna í Flórens og tók þaðan burtfararpróf 1964. Frá Ítalíu fór ég til Spánar og dvaldi við nám í málverkaviðgerðum í Barcelona. Hvenær komstu svo heim? Ég kom heim 1965 og hef verið hér síðan, utan eins árs, sem ég var búsettur í Þýska- landi. Þú hefur haldið þó nokkrar málverkasýningar, geturðu sagt okkur eitthvað af þeim? Fyrstu sýninguna hélt ég í Bogasalnum 1966. Rétt á eftir henni hélt ég smásýningu á Akureyri. 1969 hélt ég sýningu í húsnæði því, sem nú er Klúbburinn. Stuttu seinna hélt ég sýningu í Stapanum í Njarð- vík. Næsta sýning mín var svo í S-Þýskalandi, þar sem ég sýndi í boði borgarstjórnar og var stór hluti gamla ráðhússins notaður undir sýninguna. 1973 var sýning í Keflavík, og 1975 hélt ég svo mína fyrstu sýningu á Kjarvalsstöðum. Á þeirri sýn- ingu var góð sala og seldust yfir 40 myndir. Auk þessara einkasýninga hefurðu tekið þátt í samsýn- ingum? Jú. Ég tók þátt i öllum sam- sýningum myndlistafélagsins 1962—1970. Svo ég snúi mér að mynd- unum sjálfum, hvernig myndir málar þú helst? Á þessari sýningu verða ein- göngu landslagsmyndir. Síðan ég flutti hingað til Hafnar- fjarðar hefir umhverfi bæjarins og hraunið, verið mér kært við- fangsefni og svo má segja um Reykjanesið allt. Með hvaða litum málar þú? Fyrst málaði ég með olíu- litum, t.d. í Flórens notuðum við eingöngu olíuliti, en nú á síðustu árum hef ég nær ein- göngu málað með vatnslitum. Þannig verða vatnslistamyndir í meirihluta á þessari sýningu, auk nokkurra pastelmynda og olíumynda. Við óskum Guðmundi Karli alls hins besta með sýninguna. Það verða án efa margir Hafn- firðingar, sem leggja leið sína á Kjarvalsstaði í næsta mánuði. Guðmundur Karl er kvæntur Elisabetu Hangartner Ás- björnsson og eiga þau eina dóttur; Rannveigu. Framsóknar- flokkurínn segír: „ Við viljum að íslenskt hugvit verði hagnýtt í raf- eindaiðnaði. “ (Framsóknarflokkurinn í Reykjaneskjördæmi í apríl 1983) Alþýðuflokkur- inn segir: Við viljum að íslenskt hugvit verði hagnýtt á öllum sviðum þjóðfélags- ins. - ÞEIRRA RAÐ HAFA VERIÐ REYNDÍ 12 Framsóknarár + 8 Alþýðubandalagsár + 8 Sjálístœðisflokksár - 70% verðbólga. BETRI LEIÐIR BJÓÐAST: Alþyðuflokkurinn Heimsóknir á vinnustaði Frambjóðendur Alþýðuflokksins hafa heimsótt ýmsa vinnustaði í kjördæminu. Málflutningur þeirra hefur verið markviss og ákveð- inn og hlotið góöar undirtektir þeirra sem á hlýddu. Hér koma myndir frá vinnustaðafundi í Rafha.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.