Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 7
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 Tvær glaðar á góðri stund, María Ásgeirsdóttir og Guðfinna Vigfúsdóttir. Maður er manns gaman Árshátíð Alþýðuflokks- félaganna í Garðabæ og Hafn- arfirði var haldin í veitingahús- inu Gafl-inum við Reykjanes- braut 18. mars s.l. Fjölmenni var og þótti hátíðin takast hið besta, enda undirbúnings- nefndin skipuð úrvalsliði. Veislunni stjórnaði Gunn- laugur Stefánsson af mikilli röggsemi undir kjörorðinu, „maður er manns gaman“. Að loknu borðhaldi var brugðið á leik, og m.a. skemmtu fram- bjóðendur sér og öðrum. Að sjálfsögðu var síðan stiginn dans, en undirleik annaðist hljómsveitin „Metal“ og var mikið líf og fjör í dansinum fram eftir nóttu og vafalítið margir verið með auma fætur daginn eftir. Brugðið á leik með miklum tilþrifum. Gunnlaugur Stefánsson stjórnaði veislunni af röggsemi. Vinnuskóli Hafnarfjaröar /fekulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar auglýsir sumarstörf við Vinnuskóla Hafnarfjarðar laus til um- sóknar: a) flokksstjórn í unglingavinnu. b) leiðbeinendastörf í skólagörðum. c) leiðbeinendastörf á starfsvöllum og leikjanám- skeiðum. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu æskulýðs- og tómstundafulltrúa í íþróttahúsinu v/Strandgötu mánud. til föstud. á skrifstofutíma. Upplýsingar eru veittar í síma 51951. Æskulýðs- og tómstundaráð. Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði 15 ára Að undangengnum undirbúnings- fundi hinn 17. febrúar 1968, að stofnun félags, sem einbeitti sér að velferðar- málum aldraðra í Hafnarfirði, var Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði stofnað hinn 26. mars 1968 og á því 15 ára afmæli. Aðalfrumkvöðull að stofnun þessa félags var Jóhann Þorsteinsson, fyrrum forstjóri elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Jóhann var fyrsti formaður félagsins, en mcð honum í stjórn voru: Elín Jósefsdóttir, ritari, Sverrir Magnússon, gjaldkeri, Sigurborg Oddsdóttir, varaformaður og Gisli Kristjánsson og Olíver Steinn Jóhann- esson og Ólafur Olafsson meðstjórn- cndur. Styrktarfélag aldraðra hefir æ síðan unnið ötullega að velferðarmálum aldraðra í Hafnarfirði. Haldnar hafa verið samkomur á „Opnu húsi“ hálfs- mánaðarlega. Á þessum fundum hafa ýmis félagasamtök í bænum skipst á um að annast skemmtidagskrár. Þá er borið fram kaffi, sem gestir fá gegn vægu gjaldi og lokum er spilað af miklum áhuga. Föndurkennsla hófst strax árið 1969, en af ýmsum ástæðum lagðist sú starfsemi niður í árslok 1979. Félagið byrjaði starfsemi sina í Góð- templarahúsinu, en á undanförnum árum hefir orðið æ þrengra um starf- semina í þessu húsnæði vegna aukinnar aðsóknar. Brugðust bæjaryfirvöld höfðinglega við málaleitan félagsins um afnot af nýjum og glæsilegum sam- komusal í íþróttahúsi Hafnarfjarðar- bæjar, félaginu að kostnaðarlausu. Þangað fluttist starfsemi félagsins í árs- byrjun 1982 og er scm stendur hagað þannig að annanhvorn fimmtudag er opið hús með hefðbundnum hætti, en hinn fimmtudaginn gctur fólk komið saman, tckið í spil, unnið að eigin handavinnu eða notið kennslu í föndri, sem félagskonur annast. Þess skal gctið, að öll vinna, sem félagsfólk lætur í té er ólaunuð. Einnig hafa félagasamtök, scm séð hafa um skemmtidagskrár og veitingar látið allt slíkt í té af góðum hug og án endur- gjalds. Níels Arnason, bíóstjóri, hefur sýnt þá rausn, að bjóða gestum „Opins húss“ upp á kvikmyndasýningu í Hafn- arfjarðarbíói og jafnframt góðgerðir á heimili sínu á eftir. Þetta hefir hann gert cinu sinni á ári undanfarin 10 ár. Kiwanisklúbburinn Eldborg hefir einn- ig gert mikið fyrir þetta félag. Árlega býður hann gestum félagsins upp á skemmtun og veitingar í Snekkjunni, auk þess að sjá um skemmtifund í „Opnu húsi“ einu sinni á ári og biður þar að auki i einsdags ferðalag á hverju vori. Allt þetta ber að þakka af heilum hug. Árið 1976 gekkst Styrktarfélag aldraðra fyrir sumarorlofi fyrir ellilif- eyrisþega í Bifröst í Borgarfirði í eina viku. Siðan 1978 hafa verið l'arnar tvær orlofsferðir á sumri, viku í hvort sinn. Núvcrandi stjórn er þannig skipuð: Lára Jónsdóttir, formaður Kristín Magnúsdóttir, ritari Skarphéðinn Guðmundsson, gjaldkeri Sverrir Magnússon, varaformaður Meðstjórnendur: Jóhanna Andrésdóttir Stefán Júlíusson Oliver Steinn Jóhannesson. Tvær ríkisstjórnir — tvenns konar kjör Áriö 1970 Árið 1983 Alþýðuflokkurinn hafði stjórnað húsnæðismálunum í 12 ár. í norðurbænum í Hafnarfirði voru seldar 95 m2 íbúðir tilbúnar undir tréverk á 930.000 g.kr. á föstu verði. Lán húsnæðis- málastjórnar var þá 545.000 g.kr. eða 59% af verði íbúðarinnar. Svavar Gestsson hefur verið ráðherra húsnæðis- mála síðustu 4 ár. í Hafnar- firði eru til sölu 95 m2 íbúðir tilbúnar undir tréverk á um og yfir 1.100.000 kr. sem er verðtryggt. Lán húsnæðis- málastjórnar fyrir 4ra manna fjölskyldu er 322.000 kr., sem kemur til útborg- unar eftir 6—18 mánuði. Þegar lánið kemur til út- borgunar hefur það, miðað við verðbólguna á síðasta ári rýrnað í 200.000 kr. eða um 18% af verði íbúðarinn- ar. Sparisjóðuriiui S er þér INNAN HANDAR

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.