Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 liragi Guðmundsson Gleymum ekki þeim sem fáa eða enga eiga að Jólahátíðin, sem nú nálgast, er í senn gömul og ný, hátíð sem vekur Ijúfar minningar frá horfnum tíma og fœðir jafnan nýja von í hugum okkar, end- urvekur hið góða og bjarta með hverjum manni. Jólin eru samofin hátíð Ijóss- ins, sem haldin var hjá okkur norrœnum mönnum og róm- verjum hinum fornu. Fœðing- ardagur Krists er jafnframt upphafsdagur hinnar nýju sól- ar, er reis bjartari og hœrra á himni hvern dag upp J'rá því, uns hún Ijómar um láð og lög líkt og fagnaðarerindið íhugum manna. Á þessari hátíð viljum við allt til vinna, að fjölskylda okkar og vinir Jái notið hennar sem best, og vissulega tengist ekkert frekar en jólin friðsœlu og fögru fjölskyldulífi. Gleymum þó ekki þeim, erfáa eða enga eiga að og dveljast annað hvort í einsemd á heimilum sínum eða eru sjúk- ir á stofnunum. Hversdagsleik- inn er miklu bœrilegri þeim sem einmana er heldur en allur há- tíðleiki og umstang jólanna. Því ber okkur enn frekar að leggja okkur J'ram fyrir þetta fólk um jólin. Heimsœkja það og styrkja og stuðla þannig að því að við getum öll orðið þátt-s takendur ígleðilegu jólahaldi. Bragi Guðmundsson. GUÐÞJÓNUSTUR Kapellan St. Jósefsspítala 24. desember - 25. desember - 26. desember — 31. desember — Miðnæturmessa Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Messa kl. 10 Messa kl. 18 Hafnarfjarðarkirkja 24. desember — Aftansöngur kl. 18 25. desember - Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 á vegum Víðistaðasóknar 26. desember — Skírnarguðsþjónusta kl. 15 31. desember — Aftansöngur kl. 18 1. janúar — Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Ræðumaður: Guðmundur Árni Stefánsson, ritstjóri. Fríkirkjan UM HATIÐARNAR 24. desember — Aftansöngur kl. 18 Séra Bernharður Guðmundsson 25. desember - Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 Séra Jón Helgi Þórarinsson 26. desember - Fjölskyldumessa kl. 11 Séra Jón Helgi Þórarinsson - (útvarpsmessa) 31. desember - Aftansöngur kl. 18 Séra Bernharður Guðmundsson Víðistaðasókn 24. desember - Aftansöngur kl. 18 í kapellu sóknarinnar í Hrafmstu 25. desember — Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Hafnarfjarðarkirkju 26. desember -- Skírnarguðsþjónusta kl. 14 í kapellu sóknarinnar í Hrafnistu 31. desember — Aftansöngur kl. 18 í kapellu sóknarmnar í Hrafnistu 1. janúar Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 i kapellu sóknarinnar í Hrafmstu Séra Bragi Friðriksson predikar og Garðakórinn syngur

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.