Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 8
8 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Guðmundur Árni Stefánsson: Óbugandi lífsvilji Meðal þeirra bóka sem úí hafa komið nú fyrir jólin er ein, sem ber heitið „Horfst í augu við dauðann". Hún vakti athygli okkar hér fyrir tvennar sakir. Bæði er, að þar er fjallað um mál sem sjald- an er talað um nema í hálfum hljóðum, en það eru endalok lífsins — dauðinn, sem þó er jafn sjálfsagður og upphaf lífsins — eða fæðingin. Hitt er, að annar höfundur þessarar bókar er Guðmund- ur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins hér í Hafnarfirði. Hinn er Önundur Björnsson sóknarprestur á Hornafirði. í bókinni er rætt við 12 íslendinga, unga sem aldna, sem beint eða óbeint hafa komist í návígi við dauðann. En gefum Guðmundi Árna orð- ið: Guðmundur Árni Stefánsson dauðans. Björn Jónsson, prest- ur greinir t'rá þvi hvernig reynsla það er að þurfa að tilkynna að- standendum um lát ástvina. Systkinin Magnús og Elín Óla- börn, sem lentu i sjávarháska á Breiðafirði í fyrrasumar og komust naumlega af, en faðir þeirra, Óli T. Magnússon, drukknaði. Þá er og rætt við ekkju Óla, Guðbjörgu Haralds- dóttur, um afleiðingar þess að missa eiginmann sinn á besta aldri. Loks sagði Guðmundur Árni: „í þessari bók opnar fólk hjarta sitt og opinberar tilfinningar sínar og þrár. Það leynir ekki söknuði, vonbrigðum eða ósk- um, það lcynir engu, heldur kernur hreint fram. Ég hrein- lega dáðist að kjarki þessa fólks, því það þarf töluverðan kjark til að koma fram á sjónarsviðið með sínar leyndustu hugsanir og tilfinningar — kannski er alltof lítið um það meðal okkar íslendinga. Þetta er því opinská bók — hreinar og beinar frá- sagnir af erfiðleikum fólks í hinu daglega lifi — glímu þess við dauðann og niðurstöður og afleiðingar þeirra viðskipta. Og umfram allt held ég að ég geti fullyrt að þetta er samt jákvæð bók og björt, þótt fjallað sé um hryggilega atburði og við- kvæma. Það gerir aðdáunar- verður viijastyrkur og lífskraft- ur þess fólks sem við er rætt.“ — Allt sem tengist dauðanum er mikið feimnismál hjá fjöl- mörgum. Margir vilja ekki af dauðanum vita og þaðan af síð- ur um hann tala; forðast allar hugsanir í þá veru. En auðvitað er það einungis flótti frá raun- veruleikanum, því það er ekkert líf án dauða. Við áttum von á því fyrirfram, að erfiðlega gengi að fá fólk til að tjá sig um þessi mál, af þeim sökum, en urðum þess fljótt áskynja að þeir sem hafa kynnst dauðanum af eigin raun, ef svo má að orði komast, óttast hann minna og er fordóm- aminna en fólk almennt. Það kom okkur því á óvart hve við- mælendur okkar voru opnir um þessi mál, sem eru mjög erfið og viðkvæm, persónuleg mál. Guðmundur Árni var að því spurður, hvort lífsreynsla af þessu tagi setti mörk sín á þetta fólk: „Já, því verður ekki neit- að. En þó ekki á þann hátt sem mörgum dytti vafalaust fyrst í hug, þ.e. að þunglyndi og lífs- leiði sækti að. Nei, þvert á móti er lífsvilji þessa fólks óbugaður og virðing þess fyrir lífinu og viljinn til að njóta til fullnustu hvers dag sem Drottinn gefur er meiri. Þá er skilningur þessa fólks, og næmni fyrir lífinu mikill. það getur enginn skiliö lífið og tilgang þess án þess að viður- kenna tilvist dauðans. Þetta fólk veit af dauðanum, hefur horfst í augu við hann, og stafar því ekki ótti af honum lengur.“ í bókinni er m.a. rætt við fólk sem hefur kornist i hann krapp- an sjálft, annaðhvort vegna sjúkdóma eða slysa. Eins er rætt við fólk sem hefur orðið að sjá á eftir sínum nánustu og kynnst dauðanunt á þann hátt og loks er rætt við menn sem starfa sinna vegna hafa afskipti af dauðanum; heilaskurðlækni, prest og björgunarsveitarmann. Einn viðmælenda er nú látinn. Hann lést úr krabbameini, la- einum mánuðum eftir að viðtal það, sem birt er i bókinni, átti sér stað. Tilkynning um innheimtu þinggjalda í Hafnarfirði, Garðakaupstað og Kjósarsýslu. Hér með er skoraó á þá gjaldendur í Hafn- arfirði, Garöakaupstað og Kjósarsýslu, er enn skulda þinggjöld ársins 1983 eóa eldri, aö gera full skil fyrir áramót, svo komizt verði hjá frekari kostnaði og óþægindum í sambandi við innheimtu skáttanna. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Garðakaupstað. Sýslumaðurinn í Kjósarsýsiu. I TIL EIGENDA BÁTA í NAUSTI VIÐ SYÐRI HAFNARGARÐINN: Vegna væntanlegra framkvæmda í Suöurhöfninni eru eigendur báta og annarra hluta, á landi Hafnarsjóös Hafnarfjaröar, við syöri Hafnargaróinn, beónir aö fjar- lægja þá fyrir 20. desember nk. Að öörum kosti verða þeir fjarlægðir á ábyrgð og kostnað eigenda eöa þeim eytt. Upplýsingar um geymslustaö eöa annaö sem þetta mál varðar eru gefnar á Hafnarskrifstofunni, Strand- götu 4, sími 50490. Þeir tólf einstaklingar sem rætt er við eru þessir: Steindór Steindórsson, fyrr- um skólameistari á Akureyri, sem svarar því m.a. hvort mað- ur á níræðisaldri eins og hann sé farinn að bíða dauðans. Haf- liði Pétursson, sem lést þremur mánuðum eflir viðtalið. Hann segir frá baráttu sinni við krabbameinið og einnig er rætt viðeiginkonu hans, Vigdísi Sig- urðardóttur. Ingvar Valdimars- son, formaður Flugbjörgunar- sveitarinnar segir frá reynslu sinni við björgunarstörf. Har- aldur Snæhólm flugstjóri, er með frásögn af hinu hörmulega Sri Landa flugslysi, en hann var einn fárra sem komust af. Hann segir einnig frá afleiðingum slyssins á sig og sína. Ililmar llelgason, fyrrum formaður SÁÁ bregður upp myndum úr viðburðarrikri ævi og segir m.a. af sjálfsmorðstilraunum og erf- iðleikum i lifinu. Marteinn Jón- asson, fyrrum framk\æmda- stjóri Bæjarútgerðar Reykja- víkur greinir l'rá svaðillörum á sjó, auk þeirrar lífsreynslu að hafa þurft að sjá á eftir tveimur eiginkonum, sem báðar létust af krabbameini. Bjarni Hannes- son, heilaskurðlæknir berst fyr- ir því að bjarga stórslösuðu og alvarlega sjúku fólki úr klóm Iðnaðarbankinn sendir öllum viðskiptavinum sínum innilegustu JÓLA 0G NÝÁRSÓSKIR og þakkar viðskiptin á liðna árinu. Banki þeirra sem hyggja aö framtíöinni Iðnaðarbankinn Strandgötu 1, Hafnarfirói - Sími 50980 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar óskar öllu starfsfólki sínu til sjós og lands gleöilegra jóla og farsæls komandi árs YFIRHAFNSÖGUMAÐUR.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.