Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1983, Blaðsíða 10
10 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Gleðileg jól farsadt komandi ár mcCi þökk lyrir viöcskiplin á liönu ári VERSL UNARMANNAFÉLA G HAFNARFJARÐAR Strandgötu 8. GLER4 UGNA VERSL UNIN AUGSYN Reykjavtkurvegi 62 — Sími 54789. VÉLSMIÐJA HAFNARFJARÐAR Strandgötu 50. HAFNARFJARÐAR APÓTEK Strandgötu 34 — Sími 5/600. BYGGÐAVERK Reykjavíkurvegi 60 — Símar 54644 og 52172. KA YS - B.M. MA GNÚSSON Hólshrauni 2 — Sími 52866. TRYGGVIÓLAFSSON, úrsmiður Strandgötu 25 — Hafnarfirði. VERSLUNIN RÚN Strandgötu 34 — Sími 5/070. Snyrtivöruverslunin ELÍN Strandgötu 32 — Sími 52615. ÚTSVÖR-AÐSTÖÐUGJÖLD FASTEIGNAGJÖLD Gerió full skil, fyrir áramót, á van- greiddum útsvörum, aóstöóugjöldum og fasteignagjöldum til bæjarsjóós Hafnarfjaróar. Athygli skal vakin á því aó 4% drátt- arvextir reiknast fyrir hvern byrjaóan vanskilamánuð. Innheimta Hafnarfjarða rbæja r. LÆKN ASKIPTI Þeir, sem ætla að skipta um heimilislækni um næstu áramót, komi með skírteini sín í skrifstofu sjúkrasamlagsins að Strandgötu 33 fyrir 31. desember nk. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar. AFMÆLISPLATTAR / tilefni af 75 ára afmceli Hafnarfjarðarkaup- staðar, 1. júnísl., voru framleidd 500 stk. af sér- stökum afmœlisplöttum. Plattarnir kosta kr. 250. - stk. og eru til sölu íeftirtöldum verslunum: Burkna, Linnetsstíg 3. Dögg, Reykjavíkurvegi 60. Bæjarstjóri. lögtaksmannsins I iamlwld uf hls. 4 Við drukknum hérna eins og rottur! Asninn þinn! — Nei, við drukknum ekki, herra lögtaksmaður, við drukkn- um ekki, verið þér ekki hrædd- ur. í svona dimmu hljóta allir að villast. Verið þér bara rólegur, sagði Ondra og fór að rannsaka aktygin. Þar næst tók hann til við að spenna hinar og þessar ólar frá og festa aðrar og bölv- aði hástöfu, batt og leysti, blót- andi í sífellu. Að lokum settist hann aftur í vagnstjórasætið, sveiflaði svipunni sinni og hróp- aði: — Herðið ykkur! Áfram nú! Hestarnir rykktu í vagninn og héldu áfram. Allt í einu losnaði annar þeirra frá vagnstönginni og skjögraði áfram í leðjunni, laus við aktygin. Hinn stóð enn- þá hjá vagninum. — Hæ, hæ, þú þarna! Hvað hefur nú komið fyrir? æpti lög- taksmaðurinn. — Stansaðu! Dorcha, Dorcha! kallaði Ondra til hests- ins sem losnað hafði og fór aö kjassa hann til að snúa aftur. En skepnan var hrædd við vatnið og sneri sér við og tók að vaða gætilega í áttina að bakk- anum og hvarf smám saman úr augsýn. Lögtaksmaðurinn stóð upp í vagninum í mikilli geðshrær- ingu. Skelfingin var rist í hvern andlitsdrátt. Á sama augabragði hljóp Ondra í hendingskasti á bak hinum hestinum og fylgdi á eftir Dorcha. Hann hélt áfram að kalla hárri röddu: — Dorcha, Dorcha, bíddu! Komdu til baka — Dorcha, Dorcha! — Hvað ertu að fara? Stans- aðu! Hvað ertu að gera, nautið þitt? Þú brjálaði heimskingi! Ó, þú lúsugi bóndastrákur! Ég skal taka til þín! Eina svarið sem liann fékk, var glaðlegur hlátur utan úr myrkrinu. — O, nautið þitt, svo að þú skilur mig eftir hér! Til þess að farast! Til þess að dýrin geti rif- ið mig í sig! Drengur, gerðu það ekki, ég bið þig! grátbændi lög- taksmaðurinn með skjálfandi röddu. — Vertu ekki hræddur, vertu ekki hræddur, herra lögtaks- maður! heyrði hann að Ondra kallaði. Það eru engin villidýr hérna í feninu. Vefðu vel utan um þig, svo að þú fáir ekki kvef. Ég kem á morgun í bítið. Það er hey í vagninum, búðu þér til rúm. Ég tek ekki neitt fyrir hús- næðið! — Drengur, vertu ekki með þetta glens! bað lögtaksmaður- inn. — Yfirgefðu mig ekki! Komdu aftur! Dragðu mig burt héðan! — Það er dimmt herra, niða- myrkur. Ég get ekki séð neitt! Og hesturinn minn er hlaupinn burtu! Hvernig get ég hjálpað þér? Mér er það ekki með nokkru móti hægt. Lögtaksmaðurinn heyrði háðslega röddina berast utan úr myrkrinu. Hann varð svo skelfilega hræddur við þá til- hugsun að vera aleinn úti í miðju, skuggalegu feninu, að hann féll grátandi á bæn. — Ondra, komdu aftur! gerðu það, gerðu það! Ég skal borga þér ríkulega, borga þér hvað sem vera skal! Hjálpaðu mér í burtu héðan! Ég á börn! Þau bíða eftir mér! Það eru jól! Ertu hjartalaus? Rödd hans brast af örvæntingu. Hann hler- aði, en það barst ekkert svar. Það var eins og hann hefði misst vitið. Hann kallaði út í þögult náttmyrkrið: Hæ, félagi! Naut! Uxi? Skepnan þín! Komdu aft- ur! Farðu með mig héðan! Vertu miskunnsamur! Börnin mín! Jólin! Þú bændakrakki! Hund- urinn þinn! Hann hneig niður í vagninn, vafði loðfeldinum fast að sér og fór að gráta eins og barn. En niðadimm nóttin svaraði engu. Vissir þú að ÞREKMIÐSTÖÐIN er fjölbreyttasta líkamsræktarstöðin á landinu? HÚNBÝÐUR UPPÁ: 1. Leikfimi kvenna - karla. Leiðb: Hrefna Geirsdóttir 2. Karatefyrir alla 3. Sal til ýmissa leikja 4. Tceki Leiðb: Anna Haraldsd. íþróttakennari, Sverre Basch sjúkraþjálfari 5. Veggjatennis 6. Tennis (úti) 7. Ekta íslenskt gufubað 8. Vatnsnuddpott 9. Nýja og stœrri Ijósabekki 10. Golfœfingar á sunnudögum Er ekki eitthvað þar sem hentar þér? ÞREKMIÐSTÖÐIN SÍMI 54845

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.