Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1981, Blaðsíða 1
MLÞÝÐUBLAÐ "HAFNARRJARE>AR 40. árg. Mars 1981 1.tbl. Fjárhagsáætlun samþykkt einróma: Miklar breytingar í meðförum bæjarstjórnar — Tekjur áætlaðar 77,5 milljónir Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 24. febr. s.l. var frum- varp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir yfirstand- andi ár samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa. Frumvarpið var upphaflega lagt fram í bæjarstjórn 30. des. s.l. Fyrir síðari umræðu sameinuðust fulltrúar allra flokka í bæjar- stjórn um breytingatillögur á frumvarpinu. Með þessum breyt- ingum var frumvarpiö síðan samþykkt samhljóða á fundi bæjar- stjórnar 24. febr. s.l. Þetta er annað árið í röð, sem allir flokkar í bæjarstjórn standa sameiginlega að afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Breytingar á fjárhagsáætlun- inni milli umræða, frá því að hún var lögð fram og þar til hún var samþykkt voru meiri en oft áður. I stórum dráttum urðu breytingarnar þessar: 1. Áætlaðir tekjuliðir voru hækkaðir um 351.000 ný- krónur eða um 35,1 mil- ljónir gamalla króna, en einn tekjuliður (fram- leiðslugjald frá ísal) var lækkaður um 100.000 ný- krónur eða um 10 milljónir gamalla króna. 2. Ýmsir liðir í áætluðum rekstrargjöldum hækkuðu um 889.000 nýkrónur eða um 88,9 milljónir gamalla króna, en aðrir rekstrar- liðir fyrir utan launaliði lækkuðu um 332.000 ný- krónur eða um 32,2 milljónir gamalla króna. 3. Áætlaðir launaliðir í fjár- hagsáætluninni lækkuðu samtals um 1.032.000 ný- krónur eða um 103,2 millj- ónir gamalla króna milli umræðna vegna breyttra forsenda. 4. Áætlaður rekstrarafgangur hækkaði um 716.000 ný- krónur eða um 71,6 mil- ljónir gamalla króna. Tekjur áætlaðar 45,5% hærri en í fyrra Tekjur bæjarsjóðs á þessu ári eru áætlaðar 77.471.000 nýkr., sem er 45,5% hækkun miðað við tekjur ársins 1980. Helstu tekjustofnar eru út- svör og fasteignagjöld. Tekjur af útsvörum eru áætlaðar 41,7 millj. nýkr. Útsvarsálagning verður 11,88%, þar sem nauð- synlegt reyndist að nýta að hluta heimild í lögum til að inn- heimta útsvör með álagi. Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar rúmar 11,2 millj. kr., en þá hefur verið veittur 10% afsláttur af fasteingaskatti íbúðarhúsnæðis og 50% af- sláttur af vatnsskatti og hol- ræsagjaldi. Af öðrum tekjuliðum má nefna framlag úr jöfnunarsjóði 8,2 millj. kr., aðstöðugjöld 4,4 millj. kr. og hlutdeild bæjarins af framleiðslugjaldi álversins í Straumsvík 3,6 millj. kr. 74,3% tekna bæjar- sjóðs fara til reksturs- ins Rekstrargjöld bæjarsjóðs 1981 eru áætluð alls 68.793.000 nýkr., sem er 50,9% hækkun frá 1980. Rekstrarafgangi kr. 8.678.000 er varið til fjárfest- inga. Samkvæmt áætluninni er um 74,3% af.tekjum bæjarsjóðs varið til reksturs bæjarins og viðhaldsframkvæmda, en 26,7% verður varið til nýfram- kvæmda og fjárfestingar. Hæst eru útgjöld til félags- mála 14 millj. kr., til viðhalds og nýbyggingar gatna og hol- ræsa 13,8 millj. kr. og til fræðslumála 13,2 millj. kr. Af öðrum málaflokkum má nefna heilbrigðismál, menningarmál, æskulýðs- og íþróttamál, stjórn bæjarins, eldvarnir og hreinlætismál. Einnig veitir bæjarsjóður bæjarútgerð Hafnarfjarðar rekstrarstyrk að fjárhæð 2 millj. kr. og Rafveitu Hafnar- fjarðar vegna stofnlagna 1,4 millj. kr. 6,1 milljón nýkróna til malbikunar og gang- stéttagerðar Á þessu ári er áformað að halda áfram gatnagerð í Hvammahverfi og iðnaðar- hverfi við Kaplakrika. Þá er einnig á döfinni gatnagerð í nýju íbúðarhverfi við Hraun- vang og Hraunbrún. Til malbikunar á götum til gangstéttagerðar verður varið alls 6,1 millj. kr. Bæjarstjórn hefur þegar samþykkt að mal- bika Glitvang, Jófríðarstaða- veg. Lækjargötu nyrðri, Máva- hraun, húsagötur við Álfa- skeið, Mýrargötu, Svöluhraun, Sævang, húsagötur við Suður- götu, Viðivang, Mjósund ofan Hverfisgötu og neðan Austur- götu og Hjallabraut, aðra ak- braut frá Skjólvangi og Flóka- götu. Þegar götur þessar hafa verið malbikaðar er komið var- anlegt slitlag á nær allar íbúð- argötur í Hafnarfirði. Ákveðið hefur verið að hefja á þessu ári breikkun og end- urbyggingu á Reykjavíkurvegi frá Arnarhrauni í Engidal. Gangstéttir verða lagðar víðs- vegar um bæinn og til þessa er ráðstafað 1,1 millj. kr. Borhola virkjuð til vatnsöflunar Á síðasta ári var unnið að rannsóknum og borunum fyrir vatnsveituna í Kaldárbotnum og verður þeim haldið áfram á þessu ári. Til frekari vatns- öflunar fyrir vatnsveituna er áformað að virkja þar eina borholu. 4,6 milljónir nýkróna til skólaframkvæmda Til framkvæmda við skóla bæjarins er ráðstafað samtals tæplega 4,6 millj. kr. Helstu framkvæmdir á þessu sviði eru, bygging kennslustofa við Víði- staðaskóla, áframhaldandi bygging leikfimishúss Víði- staðaskóla, undirbúningur við Öldutúnsskóla og kaup á húsi fyrir verkdeild Iðnskólans. Leikskóli við Norðurvang Ákveðið hefur verið að hefja byggingu á nýjum tveggja deilda leikskóla við Norður- vang og að ljúka við innrétt- ingu á lessal í bókasafni og samkomusal í félagsheimilis- álmu íþróttahússins. Bætt sundaðstaða í bænum í sundhöllinni verða gerðar endurbætur á búningsklefa kvenna og aðstöðu fyrir fatl- aða. Áformað er að hefja und- irbúning að byggingu útisund- laugar í Hvammahverfi. Enn- fremur verður lokið endurbót- um á knattspyrnuvöllum í Hvaleyrarholti og byggja á nýtt grasæfingasvæði. Kaup á leiguíbúðum í fjárhagsáætluninni er veitt fé til bygginga og kaupa á leiguíbúðum til byggingar verkamannabústaða, til heilsu- gæslu og til endurbóta á sjúkrahúsinu Sólvangi. Bætt aðstaða tíl skíðaiðkana í SetbergshKð Áhugi til útivistar og skíðaiðkana hefur farið mjög vaxandi á undanförn- um árum hér í Hafnarfirði. Hins vegar hefur lítið sem ekkert verið gert hér í næsta nágrenni bæjarins til þess að auðvelda Hafnfirðingum að stunda skíðaíþróttina. Bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar- flokksins báru nýlega fram eftirfarandi tillögu í bæjar- stjórn og var tillagan sam- þykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar ítrekar áhuga sinn á því að bæta aðstöðu til skíðaiðkana í nágrenni bæj- arins. í samræmi við það felur hún bæjarverkfræðingi og íþróttafulltrúa bæjarins að gera athugun á að koma upp toglyftu í Setbergshlíð eða annars staðar í næsta ná- grenni bæjarins. Niðurstaða þessarar at- hugunar skal liggja fyrir eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi." FH meistarí í kvennaflokki Islandsmeistarar FH í handknattleik kvenna með þjálfara sínum Ragnari Jónssyni. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar hinum ungu valkyrjum til hamingju með titilinn.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.