Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 3
Lárus Guðjónsson: Jafnaðarstefnan og bæjarmálin Hvernig finnst þér að bæjar- félag eigi að vera? Líflaus frumskógur húsa sem flokkast undir heimili og vinnustaði? Samfélag sem einungis er með lífsmarki frá níu til fimm? Samfélag sem sökum aðstöðu- leysis einangrar þegna sína frá mannlegum samskiptum? Auðlind fyrir húsaleiguokrara og fasteignabraskara, sem auðgast á því að húsnæðisþörf er ekki fullnægt? Reglustriku- skipulagður bær án eigin sérkenna og fegurðar, persónu- laus nútíma óhugnaður? Bæjarfélag sem vegna skorts eða áhuga á kröfum um meng- unarvarnir fælir frá sér fólk sökum óþefs og sóðaskapar? Bæjarfélag sem neyðir konur til að hverfa frá starfi eða námi vegna skorts á dagvistunar- rými? Eflaust svarar þú þessum spurningum neitandi. Þá ert þú líka sammála okkur jafnaðar- mönnum. Við jafnaðarmenn ætlum okkur stóra hluti í komandi kosningum í þína þágu. Við viljum binda enda á það fast- eignasala einræði sem ríkir í bænum. Við teljum það sið- laust að í meirihluta bæjarráðs Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins fyrir komandi kosningar hafa greinilega leitt i ljós mikið vantraust kjósenda á forystu- mönnum flokksins. Enn er öllum í fersku minni hin herfi- lega útreið sem fjármálaráð- herrann fékk í prófkjöri flokksins á dögunum þegar annar hver maður sem þátt tók í prjófkjörinu neitaði að styðja ráðherrann, þrátt fyrir að hver kjósandi hefði sex atkvæði til að dreifa á hina 12 frambjóð- endur. í bæjarstjórnarpróf- kjöri flokksins í sl. viku lögðu kjósendur enn áherslu á van- traust sitt á forystu- mönnunum. Miðað við próf- kjörsúrslitin 1974 hlaut Árni Grétar nú um 10% minna fylgi, Guðmundur Guðmunds- son 13% minna, Stefán Jóns- son 17% minna og Einar Mathiesen 7% minna. Þess skal einnig getið að rétt um fjórði hver þátttakandi virtist vilja Árna Grétar í fyrsta sæti listans. Það er ljóst, að þrátt fyrir prófkjörsreglurnar og sama fjölda frambjóðenda og í siðusta bæjarstjórnarprófkjöri flokksins, þá sýndu prófkjörs- þátttakendur bæjarfulltrúum flokksins vantraust. Það verð- ur því að taka undir hinar sitji menn sem hagnist um milljónir á því að úthluta lóð- um undir fjölbýlishús til manna sem láta síðan við- komandi bæjarráðsmenn selja fyrir sig íbúðir. Ætla má að einn slíkur greiði gefi af sér í sölulaun góðar árstekjur verkamanns. Við jafnaðarmenn í Hafnar- firði bendum á þá lítilsvirðingu sem launþegum í þjónustu fyrirtækja bæjarins er sýnd. Reynt var að svifta þá fast- bundnum eftirvinnutíma. Ekki má heyrast minnst á að laun- þegar bæjarfyrirtækja eigi full- trúa í stjórnum þeirra. Við jafnaðarmenn í Hafnar- firði vörum við þeirri hættu sem frjáls félagsstarfsemi er í sökum aðstöðuleysis. Koma verður á fót félagsmálamiðstöð sem sómir bæjarfélagi sem teljast vill siðmenntað. Við jafnaðarmenn í Hafnar- firði viljum að sett verði ströng reglugerð um mengunarvarnir sem farið verði eftir. Fyrirtæki og einstaklingar verði ekki lát- in komast upp með að spilla umhverfi með sóðaskap og gá- lausri losun úrgangsefna. Fullkomin sorpeyðingarstöð hlýtur að vera verkefni í háværu raddir fjölmargra óá- nægðra kjósenda, að hlut- drægar prófkjörsreglur hafi fyrst og fremst tryggt bæjar- fulltrúum flokksins áframhaldandi sæti á listanum. Þetta sjá bæjarbúar og breyta samkvæmt því á kjördag. Iðnfræðsla kynnt. Skólastjóri og kennarar Iðn- skólans í Hafnarfirði hafa ákveðið að kynna starfsemi skólans föstudaginn 28. apríl næstkomandi. Kynningin fer fram í verkdeildarhúsi skólans. Verkstæðin verða í gangi allan daginn og jafnframt verður sýning á bókum og tækjum í básum, á göngum og tækjum í básum, á göngum og í kaffistofu. Kennarar verða á staðnum og veita upplýsingar um nám og starf í skólanum. Ekki er að efa að fjölmargir bæjarbúar noti þetta ágæta tækifæri sem iðnskólinn veitir þeim þennan dag til að kynnast iðnfræðslumálum í Hafnar- firði. Skólinn á skyldar bestu þakkir fyrir þetta lofsverða framtak. nánustu framtíð. Við jafnaðarmenn í Hafnar- firði teljum að stefnu- breytingar sé þörf í skipu- lagsmálum. Félagslegar þarfif fólks þurfa að skipa hærri sess í skipulagningu hverfa, og reyna verður eftir mætti að laga hverfin að landslagi því er þau eru byggð í. Við jafnaðarmenn í Hafnar- firði erum stoltir af hafnfirsk- um íþróttamönnum. Þeir hafa borið hróður Hafnarfjarðar Senn fara kosnmgar í hönd, og við i F.U.J. í Hafnarfirði hyggjumst ekki liggja á liði okkar í baráttu þeirri sem í hönd fer. Við höfum valið okkur ungan mann, Lárus Guðjónsson, sem nú skipar þriðja sæti á lista Alþýðu- flokksins, til þess að vera í eld- línunni fyrir okkur. Alþýðuflokkurinn hefur enn einu sinni sýnt það í verki að hann treystir unga fólkinu, því að Lárus er eini ungi frambjóð- andinn í Hafnarfirði sem á möguleika til að komast inn í bæjarstjórn. Þess vegna treystum við á þig ungi kjósandi, að þú veitir frambjóðanda okkar og full- trúa þínum brautargengi í næstu kosningum og gerir möguleikann að veruleika. F.U.J. hyggst leggja megin áherzlu á þrjú mál. a) Við teljum enga glóru vera í þvi að ungt fólk, sem er að hefja búskap þurfti að steypa sér út i þrældóm og peninga hringiðu til þess að eignast þak yfir höfuðið. Það hefur víða. Ekki aðeins innanlands heldur víða um heim. Hafnar- fjörður á því þeim skuld að gjalda. Sú skuld er löngu gjald- fallin. Það er hagur bæjarins að búa vel að íþróttafélögum sínum. Því leggja jafnaðar- menn í Hafnarfirði þunga áherslu á, að bæjaryfirvöld borgi skuld sína við íþróttafé- lögin og búi þannig að þeim að viðunandi sé. Þetta er aðeins hluti af því sem við jafnaðarmenn í verið sýnt og sannað að lækka má byggingakostnað- inn verulega, og við viljum þess vegna að byggðar verði miklu fleiri íbúðir, með það fyrir augum að peningalítið fólk geti eignast þær á heil- brigðan hátt. b) Hafnarfjörður er svefnbær hvað varðar menningar- og félagslíf. Alþýðuflokkurinn er félagshyggjuflokkur og þess vegna eru félagsmál allt- af oddamál hjá honum. í Hafnarfirði eigum við, ef heilbrigð skynsemi fengi að ráða ferðinni, að geta feng- ið fullnægju okkar af hvers kyns félags- og menningar- legu starfi en ekki að þurfa að sækja það allt til Reykja- víkur, en lítið hefur farið fyrir þessum hlut mála hjá núverandi meirihluta. Að þeirra mati þarf maðurinn ekki að gera neitt annað en að vinna og sofa. c) Koma þarf á skipulagi í æskulýðsmálum bæjarins. Ekki verður lengur unað við ófremdarástandið sem rikir Hafnarfirði stefnum að. Jafnaðarstefnan byggir á hinum ýmsu félagslegu þörfum þínum í starfi, námi og leik. Leggðu jafnaðarstefnunni Iið og stuðlaðu að sigri Alþýðu- flokksins í komandi kosning- um Jafnaðarstefnan og þú eiga samleið. á þeim vettvangi. Bæjar- stjórn verður að virða rétt unglinga til þess að fá að- stöðu til að sinna heilbrigðu félags- og tómstundastarfi. Hér hefur meirihlutinn brugðist. Þetta er áherzlu- mál Alþýðuflokksins. Við treystum þvi á þig ungi kjósandi, að í komandi kosningum kjósir þú Alþýðu- flokkinn, því hagsmunamál þín eru hagsmunamál okkpr Gunnar Friðþjófssou formaðurF.U.J. Ungt fólk A - lista S.l. þriðjudag voru stofnuð mcð samtö^ un§s fólks í Reykjanes- kjördæmi til stuðnings Alþýðuflokknum í komandi Alþingiskosningum. Er þegar fyrirhugað að samtökin gangist fyrir umfangsmiklu fundahaldi viða um kjördæmið. Stofnun þessara samtaka er enn eitt dæmið um vöxt og viðgang Al- þýðuflokksins í kjördæminu. Fjöldi ungs fólks leitar nú til Alþýðuflokksins og vill gjarnan leggja fram starfs- krafta sina í þágu flokksins og stefnumála hans. Alþýðu- flokkurinn hefur, svo ekki verður um villst, sýnt ungu fólki verðugt traust. Ungir menn skipa baráttusæti flokks- ins bæði til Alþingis og bæjar- stjórnar. Gunnlaugur Stefáns- son guðfræðinemi úr Hafnarfirði er í þriðja sæti þinglistans og Lárus Guðjóns- son vélvirki skipar þriðja sæti bæjarstjórnarlista flokksins. Þetta verða baráttusæti flokks- ins í komandi kosningum. Á þessu hefur ungt fólk rikan skilning og sameinast því um að tryggja sínu fólki öruggt kjör. Þess vegna sameinast ungt fólk um A-listann. | Hullar undaii hili" Alþýðuflokkurinn — ykkar val.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.