Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Blaðsíða 5
Alþýðublað Hafnarfjarðar 5 ftl lá n n ■KMnNn. 1L ; I 1 •. Jk, J ii Jmr*' Hörður Zóphaníasson: Átak ída jjj þolir engi gvistarmáli a bið. , im Það er oft talað um að æsk- an sé framtíð þjóðarinnar, yngstu borgararnir framtíð sveitarfélagsins. Það hlýtur því að vera ein af 'frumskyldum sveitarstjórnarmanna að vaka yfir og vernda þessa fjársjóði framtíðarinnar, gæta þess í hvívetna að uppeldisskilyrði og þroskamöguleikar barna í bæjarfélaginu séu sem bestir. Ég ætla að gera þessi mál að ofurlitlu umtalsefni hér og stikla þó á stóru. Það er viðurkennd staðreynd að aldrei lærir maðurinn eins mikið og á fyrstu árum bernsk- unnar. Gamalt máltæki segir líka: Lengi býr að fyrstu gerð. Það er þess vegna mikilvægt að búa vel að hverjum einstaklingi strax í frumbernsku hans, hvar stöndum við í þessum efnum í dag? Þjóðfélagið hefur .breyst stórkostlega á undanförnum áratugum og það er sífellt að breytast.Áður áttu börnin kost á þvi að taka þátt í daglegu lífi foreldra sinna, af því að veru- legur hluti vinnunnar fyrir lífs- viðurværi fjölskyldunnar fór fram á heimilunum eða í tengslum við þau. Nú eru aðrir tímar og þjóðfélagshættir, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Fjölmargir for- eldrar verða að sækja vinnu fjarri heimilum sínum, til þess að afla nauðsynlegra tekna fyrir heimilisreksturinn. Til þess að þetta geti gengið þurfa að vera til aðgengilegir leik- skólar og dagheimili. Um hlutverk dagvistar- heimila segir í Alþýðublaðinu hinn 15. apríl s.l.: „Hlutverk dagvistarheimila í nútíma þjóðfélagi eru margþætt, en starfsemin sem þar fer fram á að leitast við að efla persónu- legan, vitsmunalegar og félags- legan þroska barnanna. Svo lengi lærir sem lifir segir mál- tækið. Aldrei síðar á æviskeið- inu Iærir maðurinn eins mikið og á fyrstu árum bernskunnar. Það er mikið nám sem á sér stað hjá barni frá því það ligg- ur ósjálfbjarga í vöggu og þar til það hefur skólagöngu. Með öllu daglegu atferli sínu er barnið að læra að búa sig þar undir lífið. Á dagvistunarheimilum fer fram margskonar fræðsla, sem miðar að því að örva þroska barnsins á sem flestum sviðum og efla þekkingu þess og skilning á sjálfu sér, umhverfinu og því þjóðfélagi, sem það lifir í. Barnið fær fræðslu á tvennskonar hátt. Annars vegar óbeina fræðslu sem það aflar sér sjálft í sam- skiptum sínum við umhverfið og hins vegar beina fræðslu sem það fær við skipulagðar aðstæður, t.d. í samveru- og fræðslustundum þar sem ákveðin málefni eru tekin til meðferðar.“ Skortur á leikskólum og dag- heimilum í Hafnarfirði er geig- vænlegur. Fjöldi barna er á biðlistum á leikskólum, en á dagheimili er vonlaust með öllu að koma börnum i Hafnarfirði nema börnum for- gangshópa. Núverandi bæjar- stjórnarmeirihluti hefur sýnt þessum málum algert tómlæti, svo að ekki sé meira sagt. Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa flutt ýmsar tillögur um þessi mál í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en talað þar fyr- ir daufum eyrum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og „óháðra borgara“. Það má ekki einu sinni gera könnun á þessu vandamáli, til þess að hægt sé að gera sér betur grein fyrir umfangi þess og nauðsyn, hvað þá heldur að gera áætlanir um úrlausnir. Tillögur um það hafa ýmist verið felldar eða svæfðar. þetta má ekki svo til ganga áfram. Hér verður að koma breytingu á. í Hafnarfirði eru um 1250 börn á aldrinum tveggja til sex ára, en það eru börn á þessum aldri sem leikskólar og dag- heimili taka á móti. Hér í Hafnarfirði munu um 260 börn fá inni á þessum dagvistar- heimilum, þ.e. tæplega 21% barnanna á þessum aldri. í Kópavogi var verið að taka nýtt dagvistarheimili í notkun og munu nú um 25% barna i þessum aldursflokkum eiga kost á dagvistun þar, enda langt frá því að þörfinni sé full- nægt þar í þessum efnum. Ef skyggnst er til grannþjóða okk- ar má nefna að t.d. i Danmörku er pláss fyrir 45% barna á þessum aldri á dagvist- arheimilum. Þó er Danmörk ekki i fararbroddi Norður- landa i þessum efnum. Af þessu má ljóst vera, að það verður að gera átak í dag- vistarmálum hafnfirðinga á næsta kjörtímabili. Það verður að byggja bæði leikskóla og dagheimili. Að minni hyggju eiga þetta ekki að vera stórar byggingar, heldur fremur lítil, hentug og notaleg hús ætluð til þessara starfa og væru sem við- ast um bæinn. Það mætti ekki setja markið lægra en að árið 1982 gætu 30 til 35% barna á aldrinum tveggja til sex ára fengið aðgang að dagvistunar- heimili. Til þess að tryggja sem hagkvæmastar og skynsamleg- astar leiðir í þessum málum ætti bæjarstjórn að hafa frum- kvæði um að mynda starfs- hópa til að leita nýrra og hag- kvæmari leiða í dagvistar- málum. í þessum starfshópum þyrftu m.a. að vera fóstrur, foreldrar og kennarar og annað það fólk sem mál þessi brenna á og hefur áhuga og vilja til að stuðla að fram- kvæmd þeirra. Það hefur of lítið verið gert að því að leita til fólksins i bænum um hug- myndir og framkvæmdir ýmissa mála og hefði efalaust margt betur farið í bæjar- félaginu okkar á undanförnum árum, ef það hefði verið pe,

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.