Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Síða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Síða 1
tAlþýðublað Hafnarfjarðar XXXVII 15. MAÍ1978 3. TBL. Sókn með A-lista Lárus Guðjónsson var fundarstjóri á fundinum í „Gúttó“, Kjartan Jóhannsson og Vilmundur Gylfason fluttu þar stuttar framsögur en sátu síðan fyrir svörum ásamt þeim Karli Steinari Guðnasyni og Gunnlaugi Stefánssyni. Margt var þarna spurt og spjallað og fundarmenn urðu um margt vísari. Á myndinni eru talið frá vinstri: Lárus, Kjartan, Vilmundur, Karl Steinarog Gunnlaugur. Þá má sjá aftan á og á vangann á Yngva R. Baldvinssyni íþrótta- fulltrúa. Nú eru tvennar kosningar fyrir dyrum, fyrst bcejar stjórnarkosningar, síðan alþyngiskosningar. Fólkið ílandinu er orðið þreytt á festuleysi og ráð leysi valdhafanna og það vill breyta til. Nú er líka tœkifœri til þess og það tœkifœri œtla margir að nota sér til þess að koma breytingu á málin. Það hefur ekki farið framhjá neinum að Alþýðuflokkurinn á nú meiru fylgi að fagna en oft áður. Einarðlegur málflutn- ingur gegn ráðleysi og stjórn- leysi, spillingu og siðleysi hefur fundið hljómgrunn hjá al- menningi. Hér í kjördæminu hafa verið haldnir allnokkrir fundir á vegum Alþýðuflokks- ins. Þeir hafa þótt forvitnilegir og verið fjölsóttir. Þessir fund- ir hafa verið boðaðir undir kjörorðinu: Sókn með A-lista. Þriðjudaginn 9. maí s.l. var einn slikur fundur haldinn hér í Góðtemplarahúsinu í Hafnar- firði. Fundurinn hófst klukkan 20.30 og sóttu hann á annað hundrað manns. Framsöguræður, fyrirspurnir og umræður voru fjörlegar og fræðandi og stóðu fram til klukkan 23.00. Mikill áhugi kom fram hjá fundarmönnum á Alþýðuflokknum og málefn- um þeim, sem hann berst fyrir. Myndin hér að ofan sýnir nokkurn hluta af fundinum. Af fundinum héldu menn heim, staðráðnir i því að vinna ötullega að sem mestum sigri Alþýðuflokksins í komandi kosningum. Fundurinn undir- strikaði vissu lega sókn með A-lista. Hafnarfjörður fræðsluumdæmi? Hinn 3. maí s.I. var sam- þykkt á Alþingi breyting á grunnskólalögunum þar sem menntamálaráðherra er heimilað að stofna sérstakt fræðsluumdæmi í sveitarfé- lagi með 10 þúsund íbúum eða fleiri, ef sveitarstjórn óskar þess og fjárveiting er fyrir hendi. Frumvarp þetta var flutt að beiðni bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og mætti mjög mikilli andstöðu menntamálaráðherra. Fjár- málaráðherra beitti sér hins vegar mjög fyrir málinu, enda þótt hann að vísu geymdi enga fjárhæð á fjár- lögum til þess að stuðla að því og flýta fyrir að Hafnar- fjörður verði sérstakt fræðsluumdæmi. Nú kemur til kasta Teits og Siggu. Sækja Hafnfirð- ingar um að Hafnarfjörður verði sérstakt fræðsluum- dæmi? Ef það gerist, veitir þá Vilhjálmur menntamála- ráðherra leyfið þvert ofan í skoðanir sínar? Eða bregð- ur hann kannski fyrir sig Matthíasi fjármálaráðherra með tóman ríkiskassann og enga fjárveitingu til fræðsluumdæmis í Hafnar- firði og segir: „Því miður herrar mínir og frúr. Fjárveiting fyrir- finnst ekki. Fjármálaráð- herra hefur enga aura til að láta í fræðsluumdæmi Hafnarfjarðar. Þess vegna leyfa lögin mér ekki að verða við þessari bón og gera Hafnarfjörð að sér- stöku fræðsluumdæmi“? XA Hverfisfundir með ráðamönnum bæjarins. Lifandi samband bæjarstjórnar og bæjarbúa, valdadreifing og aukið lýðræði O

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.