Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 4
4 Alþýðublað Hafnarfjarðar ALÞYÐUBLAÐ HATNARDARÐAR Útgefandi: Alþýðuflokkurinn ( Hafnarfirði 1 Ritstjóri: Guðni Björn Kjærbo t Setning: Acta hf. I Prentun: Hafnarprent % A ukin áhrif bcejarbúa Eitt af því sem hefur verið einkennandi fyrir núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta er sambandsleysi hans við fólkið í bænum, viljaleysið til þess að kynna sér og taka tillit til viðhorfa þess og óska. Tveir menn hafa þar öllu ráðið og aðrir bæjarfulltrúar meirihlutans orðið að dansa nauðugir viljugir samkvæmt á- kvörðun þeirra og vilja. Lýðræði hefur þar hvergi nærri komið. Skoðanir hins almenna bæjarbúa hafa skipt þá engu. Svona á ekki að stjórna bæjarfélagi og svona má ekki stjórna því. Það hefur verið ákveðið að á kjörtímabili næstu bæjarstjórn- ar verði fastir og reglulegir fundir með öllum þeim sem nú skipa sætin í lista Alþýðuflokksins við komandi bæjarstjórnar- kosningar. Á þessum fundum verða bæjarmálin reifuð og rædd. Þannig munu allir þeir sem A-listann skipa hafa áhrif á stefnu og gerðir bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins næsta kjörtímabil. Þetta er einn þáttur í lýðræðislegum vinnubrögðum. Þá munu bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins beita sér fyrir því, að bæjarstjóri og bæjarfulltrúar haldi öðru hverju fundi í hinum ýmsu bæjarhverfum eða bæjarhlutum, þar sem tekið verður til umræðu það sem efst er á baugi í þeim málum, sem sérstaklega snerta íbúa viðkomandi hverfis. Þannig er hægt að gefa bæjarfulltrúum tækifæri til að skýra og ræða viðhorf sín til hinna ýmsu mála viðkomandi bæjarhluta og þannig gefst íbúum hverfisins tækifæri til að koma áhugamálum sínum og sjónar- miðum á framfæri við bæjarfulltrúa. Þannig er hægt að treysta lifandi samband milli bæjarbúa og þeirra, sem þeir hafa falið að fara með stjórn bæjarins hverju sinni. Þetta er annar þáttur í lýðræðislegum vinnubrögðum. Þeir sem telja þetta spor í rétta átt, þeir sem aðhyllast lýðræð- islega stjórnarhætti, þeir ættu að.undirstrika þann vilja sinn með því að kjósa Alþýðuflokkinn í næstu kosningum. Orðsending til kjósenda og stuðningsmanna Alþýðuflokksins í Hafnarfirði: • Utankjörfundaratkvœðagreiðsla í Hafnarfirði fer fram á skrifstofu bæjarfógeta Strandgötu 31, klukkan 8.45 20.00 alla virka daga, klukkan 10.00 20.00 á laugardögum og á helgidögum frá klukkan 13.00 til 19.00 * • Athugið að kjósa sem fyrst, ef þið verðið ekki í bœnum sunnudaginn 28. maí. •Minnið kunningjana á að nota kosningaréttinn og kjósa sem fyrst hjá bœjarfógeta, ef þeir verða ekkki í bœnum á kjördag. • Hafið samband við kosningaskrifstofuna, sími 50499, efþið þurfið á upplýsingum að halda. * SAMTAKA SIGRUM VIÐ HAFNARFIRÐI TIL HEILLA Þorleifur Guðmundsson Hafnarfirði Minning Þorleifur Guðmundsson eldvarnaeftirlitsmaður og fyrrum verkstjóri Hafnar fjarðarbæjar andaðist 2. maí s.l. Þorleifur var fæddur í Arnarfirði en fluttist með foreldrum sínum til Hafnar fjarðar 11 ára að aldri og hefur átt heima í Hafnarfirði síðan. Þorleifur var áhugasamur og einlægur jafnaðarmaður og starfaði vel í Alþýðuflokknum. Öll störf Þorleifs báru honum fagurt vitni. Þorleifur var jarðaður frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði s.l. fimmtudag. Alþýðublað Hafnarfjarðar þakkar Þorleifi velunnin störf í þágu jafnaðarstefnunnar um leið og það sendir öllum að standendum hans dýpstu samúðarkveðjur. Minning: Gísli Jón Egilsson Hinn 22. april s.l. lést Gísli Jón Egilsson 57 ára að aldri. Gísli Jón var borinn og barnfæddur Hafnfirðingur og rak ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Sigrúnu Þorleifsdóttur blómabúðina Burkna. Gísli Jón var hvers manns hugljúfi og var einn af þeim mönnum sem óx við kynninguna. Útför Gísla Jóns fór fram frá Þjóðkirkjunni s.l. fimmtudag að viðstöddu fjölmenni. Alþýðublað Hafnarfjarðar flytur öllum aðstandendum Gísla heitins innilegar samúðarkveðjur. Skátaskálinn í Hverahlíð Nokkrir gamlir félagar úr skátafélaginu Hraunbúar hafa bundizt samtökum um endurbyggingu útilegu skála félagsins við Kleifarvatn. Skálinn er orðin yfir 30 ára gamall og því farinn að láta nokkuð á sjá og þarfnast töluverðrar lagfæringar. Til að afla fjár til endur byggingarinnar hefur hópurinn sent nokkrum gömlum skátum bréf og óútfylltan gíróseðil með ósk um fiárframlög. Er það ósk þeirra og von, að menn bregðist vel við svo fjár skortur þurfi ekki að verða framkvæmdum fjötur um fót. Þeir sem ekki hafa fengið slíkt bréf en vilja láta eitthvað af hendi rakna geta komið framlögum til Sparisjóðsins eða til einhverra undirritaðra. Bragi Guðmundsson Ásgeir Sörensen Gunnar Bjarnason Hermann Sigurðsson Sigurður Baldvinsson Gamli skátaskálinn í Hverahlíð. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði er og verður opin íAlþýðuhúsinu sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga ogföstudaga klukkan 16.00-19.00 og klukkan 20.30- 22.00. Laugardaga og sunnudaga klukkan 14.00- 18.00. Stuðningsfólk Alistans hafi samband við skrifstofuna. Munið að margar hendur vinna lékk verk. Síminn á skrifstofunni er 50499. Alþýðuflokkurinn íHafnarfirði

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.