Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 5
Alþýðublað Hafnarfjarðar 5 Jón Bergsson: Góð og vel rekin höfn með arðbœrum hafnarmannvirkjum er undirstaða undir geysi fjölbreytta starfsemi Höfnin í Hafnarfirði er sú staðreynd, sem tilvera bæjarfé- lagsins á þessum stað grund- vallast á. Án hafnar hefði hér ekki þróast nein byggð. Höfum við núverandi Hafnfirðingar gert skyldu okkar gagnvart þessum lífgjafa bæjarfélagsins? Góð og vel rekin höfn með arðbærum hafnar- mannvirkjum, er undirstaða undir geysi fjölbreytta starf- semi á mörgum sviðum. Frá fyrstu tíð hefur höfnin gegnt þremur megin skyldum. Upp- skipunarhöfn og útskipunar- höfn fyrir stykkjavöru. Fiski- skipahöfn. Skipasmíða og við- gerðaraðstaða fyrir skip. Hlutverk hafnarinnar, sem vöruhafnar hefur algerlega horfið i skuggann af vöruhöfn- um Reykjavíkur, og er sjálf- sagt erfitt að ná til bæjarins öðru en því, sem býðst ef nýir aðilar hasla sér völl á sviði skipaflutninga. Þá má einsk- is láta ófreistað til að laða slíka starfsemi að bænum og búa vel að henni, þó svo að leggja verði í kostnað, sem ekki skilar beint til hafnarinnar fyrstu ár- in, þá er reksturinn til almennr- ar atvinnuaukningar í bæjarfé- laginu. Fiskiskipahöfnin og þá sér- staklega bátaútvegurinn hefur ekki fylgt þróuninni hverju sem um er að kenna. Þó virðist vera skortur á aðstöðu eða þjónustu, því fiski er ekið á bíl- um til Hafnarfjarðar frá nán- ast öllum höfnum, frá Þorláks- höfn til Reykjavíkur og alls- staðar þar á milli, þó getur ráð- ið einhverju um að styttra er á fiskimið frá þessum stöðum en Hafnarfirði, og aðstaða hefur batnað, eins og í Grindavík. Skipasmíðar og viðgerðir hafa áður fyrr verið hlutfalls- lega meiri hér, en nú er orðið og má sjálfsagt mörgu um kenna. Þó má segja það, að bæjarfélagið verður að leggja eitthvað af mörkum til að end- urreisa þessa fornu hefð með aðstöðu til að koma upp slipp í Hópslysaæfing við Kleifarvatn. stað þess sem hafnaði í Vest- mannaeyjum og einnig að koma upp aðstöðu til að hægt sé að vinna við skip við bryggjukant þar sem séð er fyr- ir tengingum við rafveitu og aðrar þjónustugreinar. Vegna þess hve slíkar viðgerðir og út- búnaður veiðiskipa er orðinn mikill þáttur í heildarviðhaldi skipa og veiðarfæra, dregur góð aðstaða til sín fyrirtæki og laðar þau til búsetu, sem breikkar atvinnugrundvöll bæjarfélagsins. Frjáls félagastarfsemi. Hverju bæjarfélagi er nauð- syn á, að haldið sé uppi félags og menningarstarfsemi innan þess. Það er gömul afsökun, að nálægðin við Reykjavík drepi hér allt niður. Þessu til árétt- ingar má benda á, að hér í Hafnarfirði hafa áður fyrr ver- ið á boðstólum leiksýningar, kvikmyndir og fleira, sem dró að sér fólk úr nálægum byggð- arlögum vegna þess að efni þeirra og flutningur var áhuga- verður langt út fyrir bæjar- mörkin. Til þess að áhugafólk rísi undir félagsstarfi eins og nú er komið vinnuþrælkun og skatt- piningu, verður bæjarfélagið að skapa aðstöðu til starfsins þannig að áhugamál félaganna komist að fyrir stöðugum eltingaleik við húsnæði og fjár- öflunarstarf, sem síðan dregur allan mátt úr sjálfu félagsstarf- inu. Hér eru til mörg félög sem liggja meira og minna í dvala vegna aðstöðuleysis. Þessi fé- lög laða til sín unglinga til starfa með eldri félagsmönnum og veita þannig þroska og á- hugaverðan félagsskap í stað þess allsherjar „Hallæris- plans“ sem annars verður dval- arstaður unglinga í frítímum þeirra. Það hefur sýnt sig, að ef „Kerfið“ ætlar að leysa þessi mál út frá þeirri stefnu að setja upp launað starfslið með skrif- stofu frá 9-5 í samkeppni við sjálfboðastarf þá drepur það niður frjálsu félögin, kostar bæjarfélagið margfalda þá Sjúkrabifreiðar hjálparsveitarinnar. upphæð, sem aðstoðin kostaði og árangurinn minnkar eftir því sem báknið hleður meira utan á sig. Varið er óhemju fé til skóla- starfs, sem tekur stóran hluta af starfstíma unglinga og er fullur skilningur á, að því fé sé vel varið, en þegar kemur að því að þroska unglinginn utan skyldunáms virðist allur áhugi horfinn út í veður og vind og fjármagn algerlega uppurið. Það hvarflar næstum því að manni að menntunin sé einung- is til að framleiða góða skatt- greiðendur fyrir ríkiskassann, og það megi leysa tómstundirn- ar frá vinnunni með ómældu á- fengi frá útsölu sama kassa. Það verður ekki umflúið að að- stoða frjálsa félagsstarfsemi meira en gert er í dag. Öryggismál Þau öryggismál, sem varða flesta borgara byggðarlagsins og nágranna okkar, eru bruna- varnir og sjúkrabílaþjónusta. Með tilkomu hitaveitu halda margir að eldhætta sé úr sög- unni, þetta er regin misskiln- ingur, þarf ekki annað en benda á að í Reykjavík hefur verið hitaveita á fjórða áratug og eldsvoðar eru síður en svo fágætir í því bæjarfélagi. Eitt af frumþörfum slökkvi- starfs er vatn, og verður að segja, að bæði hér í bæ og á svæði því, sem slökkvilið Hafnarfjarðar annast er að- gangur að nægu vatni alls ekki allsstaðar fyrir hendi. Mikið af eldri brunahönum flytja ekki það vatnsmagn, sem til slökkvistarfs þarf, þegar hús stækka og byggð þéttist. Hér í Hafnarfirði þarf að gera átak í því að endurnýja brunahana gamla kerfisins svo hér verði ekki sami vandinn á ferðinni og hrjáir t.d. Reykja- vík, þegar mest á ríður og við stórbruna er að fást. Tækjakostur liðsins er væg- ast sagt kominn til ára sinna og þegar litið er á þá staðreynd að slökkkvibúnaður gengur úr sér og er þá ekki treystandi til á- taka. Þó tækið liti heillega út utanfrá séð, getur það verið úr- elt, og það á skemmri tíma en tuttugu árum. Ef telja skal tækja og bílakost liðsins má benda á, að stigabifreið er ár- gerð 1931 — 47 ára, torfæru- slökkvibifreið árgerð 1942 — 36 ára, uppgerð bifreið frá Keflavikurflugvelli árgerð 1953 — 25 ára, dælubifreið frá 1954 — 24 ára, dælubifreið frá 1975 — 3ja ára. Það má með sanni undrast og bera virðingu fyrir slökkvi- liði, sem fæst til að vinna með jafn gömlum tækjakosti og eiga á hættu aðkast og lítils- virðingu ef upp kemur elds- voði, sem er slíkum tækjakosti algerlega ofviða. Þegar slökkvistöðin flutti á Flatahraun var búist við, að húsnæði stöðvarinnar yrði full- gert, en enn þann dag í dag vantar lokaátakið til að full- gera félags og fræðsluaðstöðu og koma upp símaskiptiborði í stöðinni, og enn er húsnæðið ópússað að utan, þótt byggingasamþykktin krefjist þess af venjulegum húsbyggj- endum, að þeir máli og pússi hús sín að utan. Svæði til útiæfinga hefur verið valinn staður sunnan Hamraness í gamalli grjót- námu. Þar vantar alla aðstöðu og útbúnað, til að olia mengi ekki jörð, þegar æft er að slökkva olíueld. Fyrirsjáanlegt er, að gera verður stórátak í brunavarnar- málum í næsta kjörtímabili. Minna má á í þessu sambandi, að tjónið í síðasta eldsvoða í Slippstöðinni á Akureyri nem- ur hærri upphæð en saman- lögðum verðmætum í slökkvi- stöð með fullkomnasta út- búnaði, sem völ er á. Flata- hraunið, sem Slökkvistöðin stendur við, er þjóðvegur í þéttbýli og hefuc-fengið ríkis- styrk sem slíkur, ekki hefur enn tekist að koma malbiki á þessa götu enda eru víst fá hús á söluskrá við hana.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.