Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 8
8 Alþýðublað Hafnarfjarðar Á myndinni sjáum við íslandsmeistara F.H. í 2. flokki karla í handknattleik. Alls léku þeir 9 leiki í íslandsmótinu og sigruðu í þeim öllum. Glæsilegur árangur sem bæjarbúar geta veriö stoltir af. Á myndinni eru talið frá vinstri, aftari röð: Ingvar Viktorsson, form. handknattleiksdeildar F.H., Kristinn Brynjólfsson, Guðmundur Óskarsson, Sveinn Bragason, Kristinn Kristinsson, Hans Guðmundsson, Kristján Arason, Hafsteinn Sv. Pétursson, Guö- mundur Jónsson (Muggur) lukkutröii F.H. og Janus Guðlaugsson, þjálfari. Fremri röö: Ólafur Ólafsson, Frímann Elvar Guöjónsson, Sverrir Kristinsson, Valgarður Valgarðsson, fyririiði, Haraldur Ragnarsson, Arnór Skúlason, Benedikt Guöbjartsson, Vignir Þorláksson. Samningana í gildi Verkalýðshreyfingin í Hafnarfirði efndi til kröfu- göngu og útifunda í Hafnar- firði 1. maí s.l. að venju. Veð- ur var allgott og þátttakan í kröfugöngunni og útifund- inum meiri en oftast áður. Að þessu sinni var krafa verkalýðshreyfingarinnar hér aðeins ein: Samingana í gildi. Með því vildi hafnfirsk alþýða undirstrika andúð sína og reiði á kaupránslögunum alræmdu, andúð sina og einhug gegn þeirri ríkisstjórn, sem notar vald sitt óviturlega og fjarri allri sanngirni til þess að rifta gerðum samningum á frjálsum vinnumarkaði með nauðungar- lögum, sem eru og verða alltaf ólög. Það var einhuga og öflug fylking sem fór um bæinn þennan dag undir rauðum og íslenskum fánum, en Lúðra- sveit Hafnarfjarðar fór fyrir göngunni með hljóðfæra- og trumbuslætti. Myndarlegur hópur ung- menna bættist við gönguna rétt eftir að hún lagði af stað og báru menn í honum spjöld og kröfur um áhugamál þeirra, svo sem ísland úr Nató og her- inn burt. Aðalræðumaður dagsins var Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, en ávörp fluttu Guðríður Elíasdóttir for- maður Verkakvennafélagsins Framtíðin, Hallgrímur Pét- ursson formaður Verkamanna- félagsins Hlífar, Óskar Vigfús- son formaður Sjómannasam- bands íslands, Ásthildur Ólafsdóttir fulltrúi Starfs- mannafélags Hafnarfjarðar og Grétar Þorleifsson formaður Félags byggingariðnaðar- manna í Hafnarfirði. Fundin- um og göngunni stjórnaði Her- mann Guðmundsson fyrrver- andi formaður Hlífar í áratugi. Allt tókst þetta hið besta og óskar Alþýðublað Hafnar- fjarðar hafnfirskri alþýðu gæfu og gengis í baráttunni fyrir bættum kjörum og endur- heimt kjarasamninga sinna úr helgreipum núverandi ríkis- stjórnar. Atvinnurekendur gefa samninganefnd ASÍ langt nef. Þeir haf a enga samúð með þeim lægst launuðu Guðríður Elíasdóttir: (SLANDS Guðríður Elíasdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framtíðin, er ein þeirra sem skipa framboðslista Alþýðuflokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar nú í vor. Á útifundinum 1. maí s.l. flutti hún eftirfarandi ávarp, sem vakti verðskuldaða athyglr. frá Eins og stundum áður höldum við nú upp á 1. maí í miðri kjaradeilu. Þegar við lít- um til baka yfir söguna og skoðum hvað áunnist hefur í kjörum og aðbúnaði og félags- legum umbótum fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar hljót- um við að fagna. Úrbæturnar hafa ekki fengist fram átakalaust. Bar- áttan hefur oft verið hörð. Sókn okkar til bættra lífskjara og félagslegs jafnaðar hefur mætt harðri andstöðu sterkum þjóðfélagsöflum. Þau öfl eru alltaf reiðubúin að- taka aftur það sem áurinist hefur. Kjararánslögin 1. mars skáru burt 5% af kauphækk- un og er ætlað að gera annað eins 1. júni. Þjóðartekjur okkar íslend- inga hafa aldrei verið jafn háar og nú. Aldrei hefur verið jafn mikið til skipta. Þegar samið var fyrir ári síð- an var að því stefnt að verka- Svo sem sagt var frá í síðasta Alþýðublaði Hafnarfjarðar, á- kvað meirihluti bæjarráðs ó- vænt og skyndilega að fresta fyrirhuguðum framkvæmdum við viðbyggingu Lækjaskóla í sumar. Með þeim hætti var tekin aftur afmælisgjöfin á 50 ára afmæli Lækjarskóla, en þá var þessum framkvæmdum Iofað. Þetta var gert að þeim fræðsluráðsmönnum og bæjarfulltrúum Vilhjálmi G. Skúlasyni og Oliver Steini for- spurðum. Þeir voru taldir vera orðnir svo taumvanir á kjör- tímabilinu, að þeir myndu láta að stjórn og tölta þægir breiða götu meirihluta bæjarráðs. En stundum fer öðruvísi en ætlað er. Vilhjálmur G. Skúlason er að hætta í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Sama máli gegni með Óliver Stein. Þeir sjá því fram á það að losna úr fangavistinni hjá meirihluta bæjarráðs og þeir vilja geta gengið nokkurn veginn uppréttir þessa siðustu daga sína í bæjarstjórninni. Þess vegna risu þeir upp. Þess vegna sögðu þeir: Hingað og ekki Iengra. Þess vegna fluttu þeir i bæj- arstjórn tillögu um það, að allra hugsanlegra ráða skyldi leitað til þess að unnt verði nú þegar að ráðast í viðbyggingu Lækjarskóla. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Fyrri á- kvörðun meirihluta bæjarráðs var hnekkt a.m.k. í orði. Kannski fáum við líka að sjá afmælisgjöfina á borði? Þegar þessi tíðindi spurðust, í Fræðsluráði urðu menn þar þeim fegnir. Stefán Júlíusson, fulltrúi Alþýðuflokksins í Fræðsluráði, vildi að bæjar- stjórn beitti sér tafarlaust fyrir því að útvega lánsfé, til þess að geta byrjað framkvæmdirnar sem fyrst og áður en hausta tæki. Ráðamenn bæjarins hefðu vafalaust þau áhrif í ýmsum lánastofnunum og nytu lýðshreyfingin fengi aukinn hlut. Stefnt var að því að ná til baka stærstum hluta þess sem tapast hafði í kaupmætti frá árinu 1974. Verkalýðshreyfingin náði ekki fram öllu sem hún vildi. Krafan um 100 þús. kr. mánaðarlaun miðað við verð- lagið i nóvember 1976, krafa ASÍ-þingsins, náðist ekki fram. 100 þús krónu krafa ASÍ-þingsins samsvarar 160 þús. kr. í dag. Jafnvel ráðherrar töldu 100 þúsund króna kröfuna rétt- mæta. Þeim finnst í dag ofraun að fólk með undir 120 þúsundum þar trausts, að auðvelt ætti að verða að útvega lánsfé. En svo skrítilega brá nú við, að meirihlutamennirnir í Fræðsluráði, þeir Vilhjálmur G. Skúlason, Öliver Steinn og Páll V. Daníelsson vildu enga samþykkt um þetta gera og sýna með því alvöru sina í mál- inu. Stefán Júlíusson gerði því eftirfarandi bókun: „Vegna til- lögu um viðbyggingu við Lækjaskóla, sem samþykkt var í bæjarstjórn og fræðsluráði var kynnt á fundinum, vil ég mælast til þess að fræðsluráð beiti sér fyrir því við bæjar- stjórn að hún leiti eftir láni til þessara framkvæmda í lána- stofnunum.“ Lengra varð ekki komist að sinni. Aðrir Fræðsluráðsmenn virtust ekki vilja standa að slíkri viljayfirlýsingu og undir- strika þannig áhuga sinn á því að hiklaust, raunhæft og á- kveðið verði unnið að því að koma viðbyggingu Lækjar- skólans áfram. króna mánaðarkaupi fái að halda sínu. Jafnvel kaup þess lægstlaunuðu skal skerðast. Hvað veldur þessum sinna- skiptum? Hefur þjóðarbúið orðið fyrir áföllum? Góðir fundarmenn. Við vit- um öll að svo er ekki. Við- skiptakjör hafa þvert á móti batnað. Framleiðsla hefur auk- ist. Ef i gildi hefði verið þjóð- hagsvisitala og tillit tekið til breyttra aðstæðna hefði kaup ekki átt að skerðast. Kaup hefði þvert á móti átt að Þeir sem hafa lagt leið sina um iðnaðarhverfið neðan Reykjanesbrautar hafa rekið augun í það, að flestar lóðirnar þar eru ófrágengnar. Þetta má ekki lengi svo til ganga í bæjar- félagi sem vill hafa fegurð og snyrtimennsku í hávegum. Innan skamms mun unglingavinnan taka til starfa. Oft hefur verið um það talað, að börnin og unglingarnir í unglingavinnunni þyrftu að fá verkefni sem í senn væru við þeirra hæfi jafnframt því sem hækka umfram það sem samn- ingarnir gera ráð fyrir. Nei, góðir fundarmenn. Kjararánið á ekki rætur að rekja til breyttra forsendna. Vísitöluskerðingin er aðeins fyrsta skrefið, að kosningum loknum skal meira að gert. Fyrsta skrefið er nú þegar tek- ið, en annað skrefið skal tekið að kosningum loknum. Meira skal það vera. Baráttan nú stendur ekki bara um mánaðarkaup. Barátt- an stendur um samningsrétt- inn. Höfum við rétt til þess að semja um kaup og kjör eða er það stjórnvalda á hverjum tíma að skammta okkur það sem þeim finnst henta. Samningsrétturinn fékkst ekki átakalaust. Það þarf enn að berjast fyrir því að halda hon- um. Andstæðingar okkar segja: Kaupið er of hátt, verðbólgan er kaupinu að kenna. Hver get- ur í alvöru sett fram slíkar full- yrðingar? Verðbólgan á rætur að rekja til rangrar efnahags- stefnu. Við biðjum ekki um fleiri krónur. Viö biðjum um framh. á bls. 6 lengi mætti sjá árangurinn af verkinu. Er nú ekki tilvalið verkefni fyrir unglingavinnuna í sumar að vinna að því að útbúa bíla- stæði sem þarna eiga að koma, keyra mold og tyrfa eða sá þar sem gras á að vaxa, gróðursetja tré og runna, þar sem því verð- ur komið við? Þetta ætti að geta verið allt í senn holl, skemmtileg og að- kallandi verkefni, sem verðugt væri fyrir þetta unga fólk að vinna að. Verðugt verkefni fyrir unglingavinnuna

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.