Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 1
XXXVII Alþýðublað Hafnarfjarðar 26. MAÍ1978 X A o Hlýlegra samfélag, heimilislegri hær Það er gaman að sjá frjáls og frísk börn að leik og starfi. Þau eru framtið hverrar þjóðar, í huga þeirra og hönd býr framtíð bæjarfélagsins þeirra. Við látum okkurekki á sama standa um þau. Á sunnudaginn hefur þú framtíð Hafnarfjarðar næstu fjögur árin í hendi þér, kjörseðilinn. Það get- ur skipt sköpum hvar þú setur krossinn á hann. Þess vegna lætur þú þér ekki á sama standa hvar þú lætur hann. Þú ert að velja og hafna, leggja hornstein í framtíðar uppbyggingu bæjarfélagsins. Þér ber að vanda valið. Velur þú lýðræði og hafnar miðstýringu og ein- ræði? Velur þú félagshyggju og hafnar sjónarmiðum fjáraflamannanna? Velur þú atvinnulýðræði, frjálsa verkalýðshreyf- ingu? Velur þú bætta aðstöðu barna og unglinga í bæn- um? Velur þú alúð og umhyggju fyrir aldraða? Velur þú fjölbreytt öflugt atvinnulíf, atvinnutæki- færi fyrir alla? Ef svarið er jákvætt, þá setur þú krossinn við A. Hörð, Jón og Lárus í bæjarstjórn

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.