Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Eyjólfur Sæmundsson, efnaverkfræðingur: Heilbrigðis- og öryggismál vinnustaða — Starfsumhverfi hins vinnandi manns Vinnan stór þáttur í lífinu. Vinnan er stór þáttur í lífi flestra einstaklinga. Sé gert ráð fyrir að menn vinni að meðal- tali 10 klukkustundir á virkum degi. Má áætla að menn verji á ári hverju um 36 til 40% þess tíma, sem þeir eru á annað borð vakandi. Þegar þessi staðreynd er höfð í huga er það engin furða þótt menn vakni til vitundar um það að heilbrigt umhverfi á vinnustað er geysilegt hagsmuna mál hvers vinnandi manns. Víða pottur brotinn. Fram til þessa hefur víða verið pottur brotinn í skipulagi sem ætlað er að tryggja heil- brigði og öryggi verkafólks og annarra vinnandi stétta. Þar ber hæst þá staðreynd að réttur hins vinnandi manns til af- skipta af þessum málum á vinnustað sínum er mjög tak- markaður. Opinbert eftirlit er í höndum Öryggiseftirlits s ríkisins, Heilbrigðiseftirlits ríkisins og heilbrigðisnefnda eða ráða á hverjum stað. Þessum aðilum er ætlað að hafa eftirlit með því að fylgt sé lögum og reglugerðum um þessi mál. Stofnanir þessar eru hins vegar í miklu svelti hvað fjármagn og starfslið snertir. Öryggisráði ríkisins er ætlað að framkvæma eftirlit á öll- um vinnustöðum verkafólks á hverju ári, auk þess að hafa eftirlit með öllum vinnuvélum, lyftum, gufukötlum og fleiru í landinu. Stofnuninni er jafnframt ætlað að standa fjárhagslega undir sér og rukka vinnuveitendur um hvert hand- arvik sem stofnunin gerir, er þannig eins konar ómagi meðal þjónustustofnana ríkisins. Ennfremur eru áhrif verkafólks- ins sjálfs á starfsumhverfi sitt mjög takmörkuð og er það stærsti annmarki á núverandi fyrirkomulagi. Samstarfsnefndir og ráð- gjafarstofnun. í síðustu kjarasamningum fékk verkafólk samþykkta þá kröfu sína að endurskoðuð yrðu lög um öryggis- og heil- brigðismál vinnustaða. Við þessa erdurskoðun er mikil- vægt að eftirtöldum mark- miðum verði náð: 1. Að komið verði upp sam- starfsnefndum vinnuveitenda og starfsfólks í stærri fyrirtækjum. Þessar samstarfs nefndir fjalli um málefn vinnuumhverfisins. Starfmenr fái auk þess rétt til að skipa öryggis- og heilbirgðis- fulltrúa úr sínum röðum. Sá fulltrúi þarf að hafa lögvarinn rétt til afskipta af málum er upp kunna að koma í vinnu tíma sínum, auk þess sem hann þarf að eiga kost á að sækja námskeið og ráðstefnur um þessi mál. 2. Starfsemi ríkisins á þessu sviði þarf að sameina undir eina öfluga eftirlits- og ráð- gjafastofnun, er einungis hafi málefni vinnustaða á sinni könnu. Slík stofnun þarf að hafa stjórn skipaða fulltrúum launþega, vinnuveitenda auk hlutlaus oddamanns skipuðum t.d. af Hæstarétti. Frumskilyrði þess að vel takist til um nýja löggjöf er að vinnandi fólki verði tryggður fullur atkvæðisréttur við stjór- nun þessara mála og fulltrúar þess virkjaðar við framkvæmd hins daglega eftirlits. Þannig hefur málum þegar verið skipað á hinum Norður- löndunum árangri. með góðum þáttur Mikilvægur sveitarstjórna. Þáttur sveitarstjórna er og verður ávallt mjög mikilvægur í þessum málum enda eru þau nátengd almennum skipulags- málum. Fram að þessu hefur tíðkast að lóðum undir iðnaðarhúsnæði sé úthlutað til byggingaraðila sem síðan byggir einhvers1 konar hús- næði til sölu á frjálsum markaði. Einnig er algengt að menn sæki um lóð undir til- tekna starfsemi, en selji síðan hálfkláraðar byggingar undir annars konar starfsemi, oft á tíðum án þess að heilbrigðis- eða öryggisaðilar hafi hugmynd um það. Afleiðingin er sú, að fjölmörg fyrirtæki eru starfandi í húsnæði sem illa hentar starfseminni og því erfitt að skapa viðunandi starfsskilyrði eða uppfylla kröfur laga og reglugerða um búnað og hollustuhætti. Hafnarfjörður engin undantekning. Hafnarfjörður er engin undantekning í þessum efnum, enda hefur skilningur bæjar- stjórnar verið mjög takmark- aður á þessum málaflokki. Alþýðuflokkurinn hefur lagt alla flokka mest áherslu á sköpun heilbrigðra og örugga vinnustaða. Fulltrúar hans í komandi bæjarstjórn munu beita sér fyrir því að mál þessi verði tekin föstum tökum. Takmarkið er: Blómlegt at vinnulíf — heilbrigðir og öruggir vinnustaðir. Lárus Guðjónsson, vélvirki: Ef fólki er breytt í vilja- lausa flokksgemlinga, hættir það að vera fólk Ritgerðarsafn. Hafin er útgáfa ritgerðar- safns eftir undirritaðan. Útgefandi er Hamar. Slíkt er mér gleðiefni sérstaklega með tilliti til þess, að í kosningabar- áttunni er það mér ómetan- legur styrkur að vera tekin fyrir af íhaldsmönnum. Slíks heiðurs átti ég ekki von á að verða aðnjótandi. Fyrri ritgerðin eftir mig sem fjallað er um í Hamri er undir fyrirsögninni: Stórorður fram- bjóðandi. Þar er brugðið á leik. Ansi skemmtilegan orða- leik sem minnir mig á spurninguna um hvort Oslo sé í miðri Tékkóslóvakíu, og mun- inn á því að segja aumingja Jón og Jón aumingi. Ekki veit ég hver það er sem hefur þessa ágætu kímnigáfu og skiptir Hœttuleg þróun Upplausnarástand virðist nú ríkja í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Óbilgirni og þvermóðska yfirmanna fyrstihússins hefur gengið það langt, að verkafólk hefur séð sig knúið til aðgerða. I samningum allra verka- lýðsfélaga er kveðið á um, að trúnaðarmenn verkafólks á hverjum vinnustað eigi rétt á að sinna málefnum félaga sinna í vinnutíma sér að skaðlausu. Eitthvað virðist þetta hafa farið í taugarnar á yfirmönnum frysti- hússins. Fyrir skömmu neituðu þeir einni trúnaðar- konu verkakvennanna í vinnusal Bæjarútgerðar- innar um að gegna þessari sjálfsögðu skyldu sinni. Neyddust konurnar til að legg.ja niður vinnu til að þessi samningsbundni réttur þeirra yrði ekki af þeim tekin. Þetta er hættuleg þróun, sem verður að stöðva. Yfir- menn Bæjarútgerðarinnar verða að gera sér Ijóst að þeir tímar eru liðnir, að verkafólk sé algjörlega rétt- indalaust vinnudýr. Eina raunhæfa lausnin á þessu ófremdarástandi er sú, að tillaga Alþýðuflokk- sins um aðild verkafólks Bæjarútgerðarinnar í útgerðarráði með fullum réttindum verði samþykkt. Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar, fyrirtæki sem er eign bæjarbúa sjálfra á ekki að vera vettvangur stéttarátaka og yfirstéttarhroka. það raunar engu máli, því það er með Hamar sem marga aðra íslenska hamra, að sagnir segja þar búa margar huldar vættir góðar og illar. Þá er það seinni ritgerðin sem Hamar fjallar um. Þetta er reyndar önnur útgáfa þessarar ritsmíðar því Þjóðviljinn úrdrátt úr þessari sömu ritsmíð minni fyrir sex árum síðan. En eins og við er að búast leggja þessar tvær miðstýrðu málpípur textann misjafnlega út, eins og hinir ýmsu sértrúar- söfnuðir á andlega sviðinu túlka texta ritningarinnar á misjafnan hátt. Alþýðuflokk- urinn er ekki trúflokkur. Hann er stjórnmálaflokkur sem telur sig ekki hafinn yfir gagnrýni, hvort sem hún kemur innan fráeða utanfrá. Og kannski er það ein ástæða þess, hve góðan hljómgrunn rödd Alþýðu- flokksins á meðal fólks í dag. Almenningur er orðinn þreyttur á þeim trúarof- stækisaga sem Alþýðuflokkur- inn einn virðist hafa borið gæfu til að brjóta af sér. Ég hef aldrei verið feiminn við að gagnrýna Alþýðuflokkinn fremur en aðra Öokka, og ég vona svo sannarlega að ég verði maður til þess framvegis að berjast gegn því innan Alþýðuflokksins sem annars staðar, sem stríðir á móti samvisku minni. Fólk á ekki að múlbinda. Ef því er breytt í í viljalausa tlokksgemlmga er það hætt að vera fólk. Hreinskilningslegar upplýsingar. Árni Gunnlaugsson hefur gert athugasemdir í Borgaranum, um fasteignasala skrif Alþýðublaðs Hafnar- fjarðar. Þar sem ég á þar hlut að máli skal nú vikið að þeim skrifum . Árna Gunnlaugssyni er heitt í hamsi þótt mál- efnalegur sé. Hann notar orð eins og illmælgi og rógur. Talar um öfund, illgirni og lægstu hvatir. Eigi nenni ég að rökræða slíkt orðbragð í annars málefnalegri grein. Árni upplýsir að hann hafi selt 10. íbúðir af 133 á s.l. árum, og ennfremur annast samninga fyrir eitt stærsta byggingarfyrirtæki bæjarins. Ekki nefnir Árni fjölda þeirra kaupsamninga sem hann gerir fyrir þetta fyrirtæki. Þessar upplýsingar rengi ég ekki, og væri nú fróðlegt að fá upplýsingar um fasteignasölu- umsvif hins bæjarráðsmannsins. Þá er það miljónatalið sem Árna virðist sárna. Samkvæmt texta lögmannafélagsins sem út var gefin 1. apríl 19.77 er þóknun fyrir íbúðina 2% og fyrir að gera sölusamning, 1 % af íbúðarverði. Miðað við það verð sem er á fasteignum í dag og hefur verið undanfarin mörg ár, er tal um milljónir ekkert fjarri lagi. Nú er hvorki óheiðarlegt að vera fasteignasali eða vera ríkur. En mér finnst það mjög óeðlilegt að umsvifamestu fasteignasalar bæjarins skuli skipa meirihluta bæjarráðs. Árni Gunnlaugsson getur ekki mótmælt því að hann hagnist á því, að taka ákvörðun sem bæjarráðsmaður um það, að Jón Jónsson fái lóð undir fjöl- býlishús sem Árni Gunnlaugs- son sem lögfræðingur gerir kaupsamning fyrir eða selur. Þetta á auðvitað enn þá frek- ar við um hinn bæjarráðs- manninn og fasteignasalann, Árna Grétar, sem vafalaust er helmingi stórtækari en nafninn Gunnlaugsson. En Árni Grétár þumbast og þegir um þessi mál og vill sízt af öllu opna umræð- ur. Full stjórnaraðild en ekkert snuð Það eru mörg mál, sem bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins hafa ekki komið fram vegna þess að Sjálfstæðismenn og óháðir hafa notað meirihlutavald sitt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar til þess að tefja þau eða svæfa. Af slíkum málum má t.d. nefna bætta strætisvagnaþjónustu, skautasvell, gangstéttir við Hjallabraut, sundlaug í Suðurbæinn, fjárveitingu til bindindisfræðslu, endurbætur á unglingavinnunni, áætlun um uppbyggingu dagvistar- stofnana, aðild starfsmanna að stjórn bæjarfyrirtækja,— og þá ekkert snuð eins og Alþýðu- bandalagið hefur lagt til með áheyrnaraðild í útgerðarráði,— heldur fulla stjórnaraðild með fullum réttindum. Starfsfólkið verður að mæta á stjórnarfundi bæjarfyrirtækja með fullri reisn og virðingu og standa þar á jafnréttargrundvelli. Þ á fyrst kemur setan á stjórnar fundum að gagni. Fundarsetan er þá orðin annað og meira en tildur og yfirskin. Höfnum því snuðinu og Alþýðubanda- laginu, kjósum A — listann og alvöru þátttöku starfsfólksins í stjórn bæjarfyrirtækja.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.