Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 26.05.1978, Blaðsíða 8
8 Alþýðublað Hafnarfjarðar Þessar myndir eru frá kosningavöku A-listans, sem haldin var á Skiphóli siðastliðinn sunnudag. Þessa A-listavöku sótti nokkuð á þriðja hundrað manns og þótti hún takast með afbrigðum vel og sýna greinilega hina miklu sókn og áhuga stuðningsmanna A-listans. Bónustríóið var auðvitað til staðar og stjórnaði m.a. almennum söng við góðar undirtektir fundarmanna. Eftir velheppnaða kosningavöku A-listans héldu menn heimleiðis um mið- nættið staðráðnir í að vinna vel og ötullega að sigri A-listans, þessa viku sem eftir var til kosninga. Og enn eru Lækjar- skólamál á dagskrá Hér er það Ég sem tala Það hefur stundum verið talað um flokksræðið og foringjadýrkunina, valdbeit- inguna og einræði flokksforingja pólitísku flokkanna, þegar pólitíska spillingu hefur borið á góma. Það vakti þess vegna athygli margra, að á framboðsfund- inum í sjónvarpinu á sunnudaginn var það aðeins hjá einum framboðslista, þar sem foringinn hóf umræðuna og lauk henni, — talaði tvisvar. Var það vegna þess að félagar hans aðrir á framboðs- listanum voru svo illa máli farnir, að þeim væri ekki treystandi til að koma þarna fram eða vegna þess að foringinn sagði: Hér er Ég, það er Ég sem hér á að tala? Var einhver að tala um pólitíkst flokksræði? Félags- miðstöð fyrir unglinga kjallarinn í Engidalsskólanum á að verða eftairsótt félags- miðstöð unglinga í Hafnarfirði, þar sem ýmislegt spennandi er á borðstólnum fyrir þá eins og t.d. keilubrautir og fleira. Þetta þarf að gera sem fyrst, en það gerist ekki nema viðhorf ráðamanna breytist til hins betra. Gunnlaugur R. Jónsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í Fræðsluráði Hafnarfjarðar, kom að máli við blaðið vegna frasagnar þess um Lækjar- skólamálið í síðasta blaði: Sagði hann, að skilja mætti af frásögn blaðsins, að hann hefði ekki stutt tillögu Stefáns Júlíusonar og þá skoðun sem fram kom í bókum hans. Sér hefði að vísu láðst að bóka um afstöðu sína, en það hefði komið greinilega fram á fundinum, að hann hefði ekki haft sömu skoðun og þeir meirihlutamennirnir í Fræðslu- ráðinu. Alþýðublað Hafnarfjarðar getur staðfest það, að Gunn- laugur tók undir málflutning og afstöðu Stefáns Júlíussonar á Fræðsluráðsfundinum og biður hann velvirðingar á því, ef frásögn þessi hefur ekki verið nógu nákvæm og tekur undir að það sé ekki álitsauk- andi að vera álitinn skoðana- Framkoma bæjaryfirvalda í garð íþróttafólks bæjarins hef- ur jafnvel jaðrað við ókurteisi. Velgengni hafnfirskra í- þróttamanna er stolt bæjarbúa. Slíkt verður að meta og styðja þannig, að íþróttafélögin geti enn skilað nauðsynlegu hlut- verki í hafnfirsku bæjarlífi. Það verður að hlúa að í- þróttastarfi samfara virku æskulýðsstarfi á næsta kjör- tímabili. bróðir þeirra meirihlutamanna í Fræðsluráði. En hitt vill blaðið benda honum á, að það er alltaf heillaveinlegt að láta bóka stuðning sinn við tillögur og álit fulltrúa Alþýðuflokksins. Það fer þá ekkert á milli mála hvaða stefnu maður styður. Meirihluti óháðra og sjálf- stæðismanna hefur brugðist frjálsu íþróttastarfi í bænum. Hafnfirskir íþróttamenn hafa lagt hart að sér í keppni bæði innanlands sem utan. Merki bæjarfélagsins hefur verið haldið hátt á lofti með frækilegri frammistöðu. En meirihlutinn virðist á engan hátt skynja nauðsyn þessa starfs. Iþróttalíf og æskulýðsstarf í Hafnarfirði þarf að styðja Enn um hitaveitumál: Matthías Á. Mathiesen svarar blekkinga■ vaðli r' Arna Grétars. Árni Grétar Finnsson og ýmsir úr liði hans vilja nú „eigna sér“ og jafnvel Sjálfstæðisflokknum hitaveituframkvæmdirn- ar hér í bæ. Þeir ganga meira að segja svo langt að halda því fram að Alþýðuflokkurinn hafi verið andsnúinn hitaveitunni. Samræmið í málflutningnum er þó ekki meira en svo, að stundum á Alþýðuflokkurinn að hafa tafið málið en stundum að hafa verið á móti hitaveitunni. Ekkert er fjær sannleikan- um. Sannleikurinn er auðvitað sá, að allir flokkar unnu að fram- gangi málsins. Það komst í höfn í meirihlutasamstarfi Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og óháðra borgara. Það var þá við ýmsa örðugleika að etja en þessi meirihluti vann kapp- samlega að málinu eins og ýmsar aðrar sveitarstjórnir á þessu svæði fyrir hönd sveitarfélaga sinna. Sanngjarnari maður og sannleikskærari maður en Árni Grétar Matthías Á. Mathiesen sá t.d. ástæðu til að þakka bar- áttu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og annarra sveitarstjórna hér á höfuðborgarsvæðinu fyrir hitaveitumálunum, þegar hann í umræðu á Alþingi 18. apríl 1974 viðhafði eftirfarandi orð: „En sveitarstjórnirnar hér á þéttbýlissvœðinu hafa gert allt sem íþeirra valdi hefur staðið, til þess að hrinda þessum mikil- vœgu málum íframkvœmd og hafi þœr þökk fyrir. “ Nokkrar staðreyndir um hitaveitumálið: 1. Á tímabilinu 1966 til 1970 starfaði nefnd á vegum Hafnar fjarðarbæjar undir forystu Brynjólfs Þorbjarnarsonar. Nefnd þessi var skipuð sérffæðingum og embættismönnum og átti að athuga möguleika á ódýrri húsahitun fyrir Hafnfirðinga Athyglin beindist þá fyrst og fremst að hitaveitumöguleikun- um í Krýsuvík. 2. Á tímabilinu 1970 til 1974 mynduðu Alþýðuflokkur, Fram sóknarflokkur og Félag óháðra borgara meirihluta í bæjar stjórn Hafnarfjarðar. Þar með tóku þeir forystu í bæjarmál- um Hafnfirðinga, en Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta Þá gerðist þetta m.a.: a) Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi var falið að leita eftir samningum við Hitaveitu Reykjavíkur um hitaveitu í Hafnarfjörð, en samningar náðust ekki. b) Þá var samkvæmt tillögu meirihlutans kosin sérstök nefnd skipuð bæjarfulltrúum, til þess að reyna að flýta samninga- viðræðum við reykjavíkurborg um hitaveitu í Hafnarfjörð. c) Sumir borgarfulltrúar Reykjavíkur voru tregir til samninga við Hafnfirðinga og töldu það ekki samrýmast hagsmunum Reykvíkinga. Jafnframt gerðu þeir á seinustu stundu kröfu um að Hafnfirðingar afsöluðu sér varmaréttindum sínum í Krýsuvík. d) Hitaveita Reykjavíkur fékk ekki hækkaða gjaldskrá sína eins o^ hún fór fram á. Þá sögðu borgarfulltrúar Reykja- víkur grundvöllinn brostinn fyrir frekari samningaviðræð- um vegna þess að þá væri ekki fyrir hendi 7°7o arðsemisfor senda samninganna. e) Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Hafnarfirði beitti sér fyrir því, að bæjarfulltrúar frá Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi fóru á fund forsætisráðherra og iðnaðarráðherra að ræða þessi mál. Árangurinn af því var að leyft var að hækka gjaldskrá og ruddu bæjarfulltrúar úr Hafnarfirði þannig úr vegi arðsemishindruninni. f) Hitaveitu samningar voru gerðir við Reykjavíkurborg, sam- þykktir samhljóða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og síðan undirritaðir. g) Þegar samningarnir voru afgreiddir bókuðu bæjarfulltrú ar Álþýðuflokksins, að þeir teldu hitaveitumálið svo mik ið hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga að ekki inætti láta samningana stranda á þeirri ósanngjörnu kröfu Reykvík inga að Hafnfirðingar afsöluðu sér jafnframt varmarétt- indunum í Krýsuvík, án þess að eignar- eða stjórnunaraðild að Hitaveitunni kæmi á móti. Þeir teldu þessa kröfu bæði ósanngjarna og óeðlilega. h) Þannig var Hitaveitan komin í höfn fyrir Hafnfirðinga, meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta hér í bæn- um. í fundargerð frá fundi með fulltrúum Reykjavíkur borgar í september 1973 segir svo: „Hugsanlegt er talið, að flýta megi framkvæmdum þann- ig, að vatn komist á aðalleiðsluna fyrir mitt árið 1975 og um það vil 2/3 hlutar bæjarins verði komnir í samband haustið 1975 svo og allur bærinn haustið 1976“. Á tímabilinu 1974 til 1978 mynduðu Sjálfstæðismenn og óháð- ir meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þeir hlupu ekki frá hitaveitusamningnum sem gerður var á kjörtímabilinu á und- an, en framkvæmdu hann eins og til stóð. Af þessu má sjá hversu málefnafátœktin og örvœntingin um kjörfylgi getur leitt Sjálfstœðisflokkinn í Hafnarfirði og Árna Grétar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.