Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1978, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐ HATNARDARÐAR Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfiröi Ritstjóri: Guöni Björn Kjærbo Setning: Acta hf. Prentun: Hafnarprent Deila, sem veröur aö leysa Nú hefur verkafólk BÚH staðið í verkfalli á aðra viku. Verkafólkið getur ekki lengur unað verkstjórn verkstjóranna. Mikil samstaða ríkir á meðal verka- fólks í þessari deilu, en ekkert hefur verið unnið í frystihúsinu síðan á miðvikudag. Komið hefur í ljós, að meirihluti óháðra og sjálfstæðismanna með stuðn- . ingi Framsóknarflokksins ætla sér að reyna að knýja verkafólkið til starfa með góðu eða illu. Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag vilja hinsvegar taka kröfur verkafólks til greina og styðja þær þannig að deilan verði leyst til frambúðar. Til þess þarf að ráða nýja verkstjóra. Ljóst er að eftir þau hörðu átök sem orðið hafa í samskiptum verkafólks og verkstjóra mun ekki gróa um heilt þó verkafólkið fengist aftur til starfa. Vandamálum yrði aðeins frestað um sinn. Alþýðuflokkur ítrekar stuðning sinn við verkafólkið og mun eftir fremsta megni leggja allt sitt að mörkum til þess að þessi deila verði leyst til fram- búðar svo verkafólkið megi vel við una, og Bæjarút- gerðin geti haldið áfram að skila mikilvægu hlut- verki í atvinnumálum Hafnarfjarðar. Almenningur lætur ekki blekkjast Komandi kosningar snúast fyrst og fremst um efna- hagsmálin og ráðleysi ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Á þeim málum hefur ríkisstjórnin engum tökum náð. Allur almenningur er orðinn uppgefinn á þessum stjórnarherrum, sem hvorki virða samninga sína né annara og hafa enga heildarstefnu fram að færa. Markmiðið er, að ríkisstjórnarflokk- arnir gjaldi svo mikið afhroð í kosningunum, að þeir treysti sér ekki til þess að starfa saman áfram, eins og þeir hafa þó greinilega hugsað sér. Árangur Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosn- ingunum var mjög ánægjulegur, en sigurinn er ekki unninn fyrr en talið verður upp úr kjörkössunum að afloknum alþingiskosningum. Því má enginn gleyma. Alþýðuflokkurinn er í sókn. Henni þarf að fylgja eftir svo að sigur vinnist. Alþýðufllokkurinn hefur lagt fram mótaða heildar- stefnu í efnahags og dýrtíðarmálum. Hornsteinar hennar eru kjarasáttmáli milli verkalýðshreyfingar- innar og ríkisstjórnarinnar og hins vegar breytt fjár- festingarstefna. Með kjarasáttmálanum vill Alþýðu- flokkurinn að verkalýðshreyfingin og ríkisstjórnin sameinist um það átak að bæta kaupmátt launanna og auka launjöfnuð í stað þess að fjölga verðlausu krónunum í launaumslaginu, sem jafnóðum brenna upp í verðbólgubálinu. Fjárfestingunni þarf að breyta þannig, að hún stuðli að betri lífskjörum vinnandi fólks, en hætt sé að festa fé í óarðbærum framkvæmdum sem einungis eru baggi á þjóðinni eins og t.d. Kröfluævintýrinu. Ríkisstjórnarflokkarnir vita auðvitað að kosningar eiga að sönnu að verða dómur yfir efnahagsstjórn þeirra. Úrslit bæjarstjórnarflokkanna stökktu þeim hins vegar á flótta frá hinum raunverulegu málefnum. Nú eru þeir í óða önn að grafa upp önnur málefni, sem allir vita að kosningarnar snúast ekki um. Þetta er billeg kosnmgabrella. Þeir halda að leika megi á fólk með þessum hætti. En almenningur lætur ekki blekkjast. Stjórnarflokkarnir viðurkenna einungis uppgjöf sína með þessu háttalagi jafnframt því sem þeir gera sig hlægilega í augum fólksins í landinu. Stuðningsfólk A - listans takið eftir: Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins er opin alla virka daga frá kl. 9.00 — 19.00 og 20.00 — 22.00. Um helgar frá kl. 14.00 — 22.00. Stuðningsmenn Alþýðuflokksins eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna og láta vita af þeim sem ekki verða heima á kjördag. Þeir sem vilja leggja til bíla á kjördag eða starfa fyrir Alþýðuflokkinn á annan hátt eru hvattir til að láta skrá sig á skrifstofunni. Sími skrifstofunnar er 50499 og 54507 Alþýðuflokkurinn hvetur alla þá sem ekki verða heima á kjördegi að kjósa utankjörstaðar. /--------------- > I Útsvör Fimmti og síðasti gjalddagi fyrirfram- greiðslu útsvara og aðstöðugjalda til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 1978 var 1. júní. Áttu þá allir að hafa greitt sem svarar 70% af gjöldum s.l. árs. Gjaldendur sem ekki hafa þegar gert skil eru hvattir til að gera full skil nú þegar. Dráttarvextir eru 3% fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Innheimta Hafnarfjarðar V_______________________/ (-----------------------> Húsráðendur Hafnarfirði: Að gefnu tilefni er því beint til húsráð- enda að setja alls ekki grjót eða grófa hluti í sorpílát. Slíkt getur valdið mjög verulegum skemmdum á búnaði sorphreinsunar- innar. Hafnarfirði í apríl 1978 Bæjarverkfræðingur s__________________________________________> /--------------------------------------------\ þetta viljum VIÐ: A íslandi rikir ekki kjarajöfn- uöur, m.a. vegna misskiptra yfirráða yfir fjármagni og mis- skipts stjórnmáiavalds. Alþýðuflokkurinn berst gegn misskiptingu auös og að- stöðu. “ Hann er málsvari launastétt- arinnar I baráttunni um skiptingu eigna og tekna. “ Hann vill, að launþegar og neytendur fái aukna hlut- deild i eignamyndun og auk- in áhrif á tekjuskiptingu og verðlagsmyndun. - Tryggja ber öllum fuilan afrakstur vinnu sinnar. - Enginn skal þurfa að óttast um lifsafkomu sina og sinna. Alþýðufiokkurinn telur, að rikisvaldið og samtök vinnu- markaðarins verði að móta stefnu I iaunamálum, sem tryggi bættan hlut launafólks, sérilagi hinna lægstlaunuðu, og sanngjörn launahlutföll, er miði að auknum tekjujöfnuði milli hinna ýmsu starfshópa þjóðfé- lagsins. Jafnframt þarf að Stemma stigu við, að ófyrir- leitnir sérhagsmunahópar geti með ofriki aukið á misrétti tekjuskiptingarinnar sér i hag. Alþýðuflokkurinn leggur áherzlu á mikilvægi frjáls samningsréttar launþega. Opin- berir starfsmenn eiga að hafa fulian samningsrétt. Alþýðu- flokkurinn styður verkalýðs- hreyfinguna i þvi að sniða tii- högun kjarasamninga að þörf- um sinum á hverjum tima. Hann telur að efla beri fræðslu- starf og sérfræðistofnanir launþegasamtakanna. Aðgeröir rikisvaldsins hafa úrslitaáhrif á lifskjör almenn- ings. itök launafólks i land- stjórn ráða þvi miklu um mögu- leika þess til að bæta kjör sln. Reynslan hefur sýnt, að kjara- jöfnuði verður ekki náð með launastefnu einni saman. Þvi telur Alþýðuflokkurinn, að beita eigi félagsiegum aðgerðum á sviði tryggingarmála, skatta- mála og i verðlagsmálum til þess að ná jöfnuði i lifskjörum. (tJr stefnuskrá Alþýðuflokks- ins) T Hafnarfjörður. Iðnaðarlóðir Úthlutaö mun veröa á næstunni lóðum fyrir iönaðarhús í nýju hverfi austan Reykjanesbrautar. Umsóknum skal skila á þar til gerð eyðublöð eigi síðar en 16. júní 1978. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræóingur. X-A Kjarasáttmáli framhald af bls. 1 kerfiö úr hinum staönaða far- vegi veröbólgunnar og sífelldra bráöabirgðaráðstafana og byggja upp sterkt efnahagslíf með frambúðarmarkmiö í huga. Kjörseðilinn er vopn gegn kjararái

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.