Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.06.1978, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Karl Steinar Guðnason formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Það er athyglisvert nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir fylgishruni, hver viðbrögðin eru: Á undanförnum mánuðum hefur stjórnmálaumræðan einkum snúist um efnahags- mál. Fólkið í landinu er und- randi yfir óstjórninni. Verka- fólk horfir á laun sín. Því of- býður sú stefna kaupráns- flokkanna að vaða ofan í laun- aumslögin. Fólk óttast þá ráðamenn, sem undirrita kjarasamninga með eigin hendi, en nota síðan fyrsta tækifæri, sem býðst til að svíkja þá samninga. Karl Steinar Guðnason Kjörklefinn verður aðal- vettvangur kjarabaráttunnar Andstaða manna gegn þessum ráðamönnum er al- menn. Þeir sem áður fýlgdu þessum flokkum, segja nú skil- ið við þá. Þeir ætla nú að nota atkvæðaseðilinn í kjarabar- áttunni. Þessi samstaða launafólks hefur nú sýnt framm á að óstjórn og ábyrgðarleysi í með- ferð fjármála ríkisins verður ekki heldur þoluð. Fólkinu, sem vinnur hörðum höndum, — leggur sig fram um að afla tekna til að hafa undan dýrtíðarflóðinu er það ljóst að nú verður kjörklefinn aðalvett- vangur kjarabaráttunnar. Áróðursmenn Sjálfstæðis- flokksins eru greinilega hrædd- ir við það sterka afl, sem sam- staða launafólks er. Því hafa þeir nú síðustu daga reynt að draga athyglina að allt öðrum málum. Þeir reyna nú sjónhverfingar, því annað hafa þeir ekki upp á að bjóða. Það er brosleg sú viðleitni þeirra að beina hug manna að öryggismálum þjóðarinnar og utanríkismálum almennt. Þau vinnubrögð sýna að þeir skilja ekki hugsanagang fólksins. Við Alþýðuflokksmenn teljum nauðsynlegt að hver einasti íslendingur hafi skýra afstöðu í utanríkismálum. Utanríkismál taka til fleiri þátta en varnarliðs eða þátt- töku í NATO. Nú verður kosið um efnahagsmálin og það hrikalega kjararán sem al- þýðuheimilin hafa orðið fyrir. Það verður einnig kosið um efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Nú er svo komið að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hér áður fyrr gumaði af því að vera kjölfestan í íslenzkum stjórn- málum. stefnir að því að eyði- leggja traust erlendra þjóða á íslenzkum gjaldmiðli. Þeir hafa með óstöðvandi lántökum erlendis komið íslendingum í skuldafen. Það er mjög alvarlegt mál að skuldir íslendinga erlendis nema nú kr. 700.000.- á hvert mannsbarn á íslandi. Þessi stefna skapar ekki aðeins óvissu, heldur rýrir traust út á við. Það er staðreynd að ef svo heldur áfram verður íslenzka þjóðin gjaldþrota. Sjálfstæðið glatast. Þeir, sem þannig halda á málum er ekki treystandi í ut- anríkismálum. Það er skelfilegt að dóm- greindarleysi þeirra Sjálf- stæðismanna skuli vera svo al- gert, að telja mögulegt að fela mistök, stjórnleysis og kjara- ráns ríkisstjórnarinnar í um- ræðum um varnarmálin. Sá áróður er dæmdur til að mistakast. Við skulum sýna það og sanna í komandi kosn- ingum að við treystum hvorki ábyrgðarlausum Sjálfstæðis- flokk eða venjulegum kommú- nistum til að annast málefni okkar. Þess vegna er mikil nauðsyn að efla flokk okkar tíma, Alþýðuflokkinn. Verkfall í fiskiðjuveri B.H. Miðvikudaginn í síðustu viku fór starfsfólk Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar í verk- fall. Starfsfólkið setti fram þá kröfu að verkstjórum BÚH yrði vikið úr starfi en fyrr hæfi starfsfólkið ekki aftur störf. Ástæðan til þess að þessi krafa er sett fram er að framkoma verkstjóranna í garð verka- fólksins sé alls kostar óviðun- andi. Upphaf þessa máls má rekja til síðasta árs þegar gerðar voru gjörbreytingar á starfsskipu- lagi frystihúsins. Þá var öllu verkafólkinu sagt upp störfum. Þegar tekið var til við endur- ráðningar kom í ljós að margar uppsagnirnar voru varanlegar þ.a.m. verkstjóranna en nýjir verkstjórar ráðnir í staðinn. Nýjum verkstjórum tókst ekki að ná trausti verkafólks. Tortrygni jókst í samskiptum verkafólksins og verkstjór- anna. Uppsagnir hafa verið tíðar í frystihúsinu, og hefur verkafólk oft verið nánast rekið úr vinnu án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Þessi atriði ásamt fjölmörgum öðrum gerðu það að verkum að uppúr sauð þegar einni eftirlits- konunni sem naut trausts og virðingar starfsfólks var talin óhæf í starfi sínu og flutt í annað starf fyrirvaralaust. Þá stóð verkafólkið upp og sagði hingað og ekki lengra. Nú er nóg komið. Við mætum ekki aftur til vinnu fyrr en nýjir verkstjórar hafa verið ráðnir við frystihúsið. Útgerðarráð taldi sig ekki lengur hafa umboð til þess að fjalla um málið þar sem umboð ráðsins er talið renna út á kjör- degi. Bæjarstjórnin tók því málið til umfjöllunar. Þar virtist í fyrstu koma fram ein- dreginn vilji allra bæjarfull- trúa til þess að leysa málið. Um málið var rætt á fjölmörgum óformlegum fundum bæjar- stjórnar. S.l. mánudag var síðan ákveðið að leggja fyrir starfsfólkið sáttatillögu þess efnis að starfsfólkið tæki aftur til starfa, eftirlitsstörfum verði skipt á meðal starfsfólks og lögð verði áherzla á að bæta samskipti verkstjóra og verka- fólksins. Þessa tillögu felldi verkafólkið og ítrekuðu kröfu sína um að verkstjórum yrði vikið úr starfi og nýjir ráðnir. Bæjarstjórn tók enn til starfa og fjallaði um málið. S.l. mið- vikudag var síðan haldinn formlegur en lokaður bæjar- stjórnarfundur sem bæjarfull- trúar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags kröfðust að yrði haldinn. Á þessum fundi komu fram ný viðhorf. Bæjarfull- trúar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags lögðu þar fram tillögu svohljóðandi. „Með tilliti til hins alvarlega ástands sem nú ríkir í fiskiðju- veri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og þeirrar nauðsynjar að reksturinn þar geti tafar- laust hafist á ný og starfsfólk aftur komið til starfa, þá sam- þykkir bæjarstjórn að ráða nýja verkstjóra til starfa þar til verið er að finna endanlega lausn á þessum málum bæjar- útgerðarinnar. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að þeir starfshættir siculi teknir upp í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar sem gert var ráð fyrir í tillögu bæjarfulltrúa, sem lögð var fyrir starfsfólk s.l. mánudag“. Þessa tillögu felldi meirihluti óháðra og sjálfstæðismanna ásamt fulltrúa Framsóknar- flokksins, þrátt fyrir að bæjar- fulltrúar Alþýðuflokks og Alþýðubandalag leggðu fram tillögu um að ákveðnir menn yrðu ráðnir í stöður verkstjóra í stað þeirra sem nú eru fyrir og mótmæli starfsfólksins mælast gegn. Meirihlutinn og Fram- sóknarflokkurinn samþykkti í staðinn að leggja fyrir starfs- fólkið sömu tillögu og áður hafði verið felld af starfs- fólkinu eða eins og segir orð- rétt „bæjarstjórn fer þess ein- dregið á leit við starfsfólkið að það hefji vinnu aftur ekki síðar en á mánudag“. Þá ítrekar meirihlutinn fyrri tillögu og vonar að sambúðarmál verk- stjóra og starfsfólks þróist í jákvæða átt. Það er því ljóst eftir að starfsfólkið hefur verið i verk- falli á aðra viku, að meirihlut- inn vill reyna að knýja starfs- fólkið til vinnu með góðu eða illu og fresta lausn hinna raun- verulegu vandamála. Alþýðu- flokkurinn leggur aftur á móti áherzlu á að vandamálin verði leyst og að kröfur verka- fólksins verði teknar til greina, enda samþykkti Fulltrúaráð Alþýðuflokksins á fyrsta degi verkfallsins tillögu í einu hljóði um fullan stuðning við réttindabaráttu verkafólksins í BÚH sem það heyir við stjórnendur fyrirtækisins. Alþýðublað Hafnarfjarðar leggur áherzlu á að verkafólk BÚH vill hag fyrirtækisins sem stærstan og mestan. Bæjarút- gerðin er sameign allra Hafn- firðinga. En verkafólkið eru ekki þrælar, heldur fólk sem vill gæta virðingar og mann- réttinda sinna. Slíkt verða stjórnendur fyrirtækja að virða og haga samskiptum sínum við verkafólk í samræmi við það um leið og hagsmuna fyrirtækisins er gætt. Rignir hann inn? Önnumst sprungu viðgerðir og aðrar þétt- ingar á húsum í Hafnarfirði og nágrenni. Ennfremur ál- og bárujárnsklæðingar, svo og málun. Leitið upplýsinga sem fyrst í símum 50513 og72987 HUSPRYÐI HF. Fasteignagjöld. Athygli þeirra fasteignaeigenda í Hafnarfiröi, sem enn skulda síöari hluta fasteignagjalda 1978, er vakin á því að eftir 15. þ.m., falla 6% dráttarvextir á gjaldhlutan og eru þeir því hvattir til að gera skil nú þegar. Innheimta Hafnarfjaröar. ninii I Kiósum Alþýðuflokkinn

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.