Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.01.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.01.1993, Blaðsíða 1
 Alþýðublað Hafnarfjarðar 2. tbl. 51. árg. janúar 1993 Glæsilegar byggingar Eins og þeir sem leið eiga um miðbæinn hafa tekið eft- ir eru nú hafnar fram- kvæmdir við nýbyggingar milli Hafnarfjarðarkirkju og íþróttahússins við Strand- götu. Byggingar þessar munu hýsa nýjan tónlistar- skóla og safnaðarheimili kirkjunnar. Hafnarfjarðar- bær og sóknarnefnd kirkjun- nar standa sameiginlega að byggingarframkvæmdum skv. sérstökum samningi sem gerður hefur verið um þær. Byggingaframkvæmdir eru undir stjórn fram- kvæmdanefndar, sem skip- uð er einum fulltrúa frá hvorum aðila. Auk þess hafa báðir aðilar skipað ráð- gjafarnefndir sem fjallað hafa um hönnun bygging- anna á öllum stigum. For- maður ráðgjafarnefndar bæj- arins og fulltrúi hans í framkvæmdanefndinni er Sigþór Jóhannesson, verk- fræðingur, og sneri blaðið sér til hans til að forvitnast um gang framkvæmda og að- draganda þeirra. Hver er ástœðan fyrir því að byggja saman safnaðar- heimili og tónlistarskóla? Aðdragandann má rekja til skipulags miðbæjarins frá 1982. Þegar söfnuðurinn hóf undirbúning að byggingu safnaðarheimilis óskaði hann eindregið eftir breytingu á skipulagi þannig að heimilið yrði sambyggt kirkjunni. Bæj- arstjórn samþykkti að reyna að verða við þessum óskum. Eitt af einkennum miðbæjar- skipulagsins er að miðbæn- um er skipt niður í nokkra reiti sem hver hefur sín sér- kenni. Vegna þessa er skipu- lagið mun sveigjanlegra en ella og frá upphafi var gert ráð fyrir að skipulagið yrði aðlagað þróun bæjarins og þörfum á hverjum tíma. Með þessari skipulagsgerð sýndi höfundur þess, Sigurþór Að- alsteinsson arkitekt, mikla framsýni sem á eftir að skila sér ríkulega í uppbyggingu miðbæjarins. Hvernig tókst svo sam- keppninsem efnt var til um húsið ? Um það verður hver að dæma fyrir sig, en dómnefnd sem skipuð var fulltrúum bæjarins, safnaðarins og arki- tektafélagsins komst að ein- róma niðurstöðu og ég er ekki í vafa um að besta tillag- an varð fyrir valinu, en höf- undar hennar reyndust vera hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen, arki- tektar. Yfir 30 tillögur bárust í samkeppnina og margar hverjar mjög góðar. Hvernig standa svo fram- kvœmdir og hvenœr lýkur þeim? S.l. sumar voru fram- kvæmdir við 1. áfanga boðnar út. Innifalið í 1. áfanga er að ljúka að fullu við byggingarn- ar utanhúss og ljúka öllum lóðaframkvæmdum. Samið var við lægstbjóðanda, Hag- virki Klett h/f, um 1. áfanga og skv. samningi á honum að ljúka um næstu áramót. Skv. samningi Hafnarfjarð- arbæjar og kirkjunnar eru framkvæmdir við 1. áfanga sameiginlegar. Síðan er gert ráð fyrir að hvor aðili um sig annist innanhússfrágang síns byggingarhluta. Ég hygg að báðir aðilar hafi fullan hug á að ljúka byggingunum sem fyrst, þannig að unnt verði að nýta alla þá miklu möguleika sem þær skapa. Tónlistar- skólanum ætti í öllu falli að vera lokið fyrir upphaf skóla- árs 1995. Eitthvað hljóta svo slíkar glœsibyggingar að kosta Þegar endanleg ákvörðun var tekin um byggingarnar á árinu 1991 var heildarkostn- aður áætlaður 384 milljónir króna á núverandi verðlagi. Þar af var hlutur bæjarins vegna tónlistarskólans áætl- aður 216 milljónir króna. I þessari fjárhæð er innifalinn heildarkostnaður við bygg- ingarnar, ásamt lóð, kostnað- ur vegna kaupa á húsi sem fyrir var á lóðinni, og kostn- aður við samkeppni um hönn- un og skipulag svæðisins. Þetta eru háar fjárhæðir og vissulega hefur verið kostað nokkru til að byggingarnar og svæðið umhverfis þær falli vel að umhverfinu og verði bæjarprýði. Allt innra skipu- lag og frágangur miðast hins- vegar fyrst og fremst við að byggingarnar verði vandaðar og hagkvæmar. Að lokum ertu ánœgður hvernig til hefur tekist? Ég átti sjálfur sæti í dóm- nefndinni sem mat tillögur sem sendar voru í samkeppn- ina um hönnun bygginganna. Ég var þá sannfærður um við hefðum í höndun mjög góða lausn sem uppfyllti þau mark- mið sem sett voru með sam- keppninni. Sú skoðun mín hefur ekkert breyst. Þá munu þessar glæsilegu byggingar fegra miðbæinn og skapa að- stöðu fyrir aukið mannlíf í honum. Þannig verða þær skerfur til þeirrar alhiða upp- byggingar sem nú er hafin í miðbænum eftir áratuga stöðnun. Á myndinni sjáum uið Gunnar Gunnarsson skólastjóra Tónlistarskólans með soninn Breka, Valgerði Guðmundsdóttur bæjarfulltrúa og ráðgjafarnefndarmann og Sigþór Jóhannesson form. ráðgjafarnefndarinnar

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.