Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.01.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.01.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Stefni ótrauður í atvinnumennsku segir Úlfar Jónsson íþróttamaður HafnarQarðar 1992 Úlfar Jónsson var á dög- unum kjörin íþróttamaður Hafnarfjarðar fyrir árið 1992. Úlfar hefur þar með hlotið titilinn oftar en nokk- ur annar hafnfirskur íþrótta- maður eða þrisvar. Engum blöðum er um það að fletta að Úlfar er vel að titlinum komin því árangur hans á árinu er ótrúlegur og sýnir að Úlfar á enn mikið inni sem golfleikari. Úlfar hélt fyrir skömmu af landi brott ásamt Kolbrúnu Guðmundsdóttur unnustu sinni. Ferðinni var heitið til Bandaríkjanna en þar mun Kolbrún stunda nám í vetur. Úlfar hefur reyndar stundað nám þar undanfarin ár á- samt því að leika golf en mun í vetur stunda golfæf- ingar af enn meira kappi en áður þar sem hann hyggur á mikla baráttu með haustinu. Þ.e.a.s. keppni um að kom- ast að sem atvinnumaður í í- þróttinni. Alþýðublaðið náði í Úlfar rétt áður en hann hélt utan og innti hann fyrst eftir því hvort hann væri nokkuð orðinn leiður á því að sigra Landsinótið í golfi? "Nei, alls ekki. Það er alltaf jafn gaman að verða íslands- meistari í golfi og verður jafn- vel enn skemmtilegra með hverju árinu sem maður nær að hampa titlinum. í sumar sigraði ég Landsmótið í 6. sinn og jafnaði þar með met Björgvins Þorsteinssonar þannig að ég hef að miklu að keppa á næsta Landsmóti. En Iwaö segir Ulfar um árangurinn 1992. Hvaö varö þaö sem skóp þennan mikla og góÖa árangur lians á golfvellinum? "Ég held að það hafi fyrst og fremst verið breytt hugar- far mitt til golfíþróttarinnar. Hugarfarið verður að vera í lagi og á jákvæðum nótum annars gengur dæmið einfald- lega ekki upp. Því ásetti ég mér kannski að hafa meira gaman af hlutunum en ég hef gert undanfarin ár. Það er alltaf viss spenna á manni og vissar væntingar gerðar til manns en það hafði einfald- lega ekki eins mikil áhrif á mig í sumar. Ég fór sem sagt ekki í mótin einungis til þess að gera mitt besta heldur einnig til að hafa gaman af golfinu. Sálarróin er geysilega stór þáttur í öllum golfleik og má segja að golf sé spilað 90% með höfðinu. Ef þú ert illa upplagður og ekki ánægður og jákvæður við það sem þú ert að gera þá ganga hlutirnir ekki vel. Menn verða að vera sáttir við lífið og tilveruna og einbeita sér að golfi ætli menn sér á annað borð að ná árangri. Ég breytti einnig öllu mínu æfingaskipulagi og æfði ekki eins mikið og ég hef gert und- anfarin ár og því má segja að ég hafi hvílt meira í sumar en undanfarin sumur. Það held ég að hafi skilað sér í betra spili því hvíldin er mikilvæg- ur þáttur í golfi eins og öðr- um íþróttagreinum. Þá hef ég að sjálfsögðu öðlast meiri reynslu og þróast sem golfleikari og það skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Hvenœr eru golfspilarar á toppnum og hvenœr má œtla aö þú hafir náö á- kveönu risi í íþróttinni? "Sem golfspilari er ég orðin miklu jafnari og öruggari en ég var áður. Það er talað um að maður sé nokkurn veginn búinn að þróa hjá sér golfsveifluna um 25 ára aldurinn og eftir það verði breytingarnar á henni ekki miklar, jió auðvitað eigi eftir að fínpússa spilið. Hins vegar er talað um að atvinnumenn í íþróttinni hafi náð toppi um 30-35 ára aldur- inn. Hér er ég fyrst og fremst að tala um jiað að |reir hafi náð að venjast jreim lífsstíl sem atvinnumenn þurfa að laga sig að. Fylgjandi at- vinnumennskunni eru gífur- leg ferðalög milli keppnis- valla og langar fjarveru- stundir frá heimilum. Þetta er ákveðinn lífsstíll sem menn þurfa að aðlagast og það gengur oft ekki upp fyrir suma spilara. Svo hefst hiö Ijúfa líf eft- ir aö atvinnumannaskír- teininu er náö? "Nei síður en svo. Fyrstu árin eru geysilega erfið og í því sambandi er talað um að ef menn þrauki fram yfir þrí- tugsaldurinn í atvinnu- mennskunni þá sé þeim borg- ið. Þessi fyrstu ár eru geysi- lega erfið og eins og ég sagði áðan jiá er það einungis einn hlutur í púsluspilinu að leika golf því líf manna breytist ó- trúlega við þennan áfanga. Metnaður manna breytist þó ekki við að komast í at- vinnumennskuna jiví þar er líka aðalatriðið að sigra í þeim keppnum sem menn taka þátt í. Við getum t.d. tekið dæmi um mann eins og Greg Norman frá Ástralíu. Hann á meira fé en 10 kyn- slóðir á undan honum hefðu geta eytt til samans en metn- aður hans fyrir að sigra í stór- mótum hefur alls ekki minnk- að. Nú ert þú að fara aö Frá útnefningu Iþróttamanns Hafnarfjarðar 1992 Úlfar Jónsson ásamt unnustu sinni Kolbrúnu Guðmunclsdóttur og foreldrum sínum Ragnhildi Jónsdóttur og Jóni Halldórssyni. Ennfremur eru tvœr frænkur Úlfars á myndinni þœr Elísabet Ósk og Ragnliildur Jóna stíga stórt skref á þínum golfferli, þ.e. reyna viö at- vinnumannaskírteiniö, hvernig veröur undirbún- ingi þínum háttaö og hvern- ig fer svo keppnin sjálf fram? "Ég reikna ekki með mikilli spilamennsku í vetur, þ.e.a.s. ég mun ekki taka þátt í mörg- um mótum. Þetta stafar af því að ég hef klárað þau ár sem mönnum er leyft að keppa fyrir hönd háskóla sinna. Ég mun Jjví enn frekar einbeita mér að æfingum og ætti að koma vel undirbúinn til leiks þegar keppnistímabil- ið hefst á Islandi næsta sum- ar. Þess vegna mun ég koma snemma heim og taka jrátt í eins mörgum mótum og ég kemst yfir á sumrinu. Þetta ætti að gefa mér gott tækifæri á að komast í góða keppn- isæfingu. Með haustinu mun ég svo Helstu golfsigrar Úlfars Jónssonar íslandsmeistarí í meistaraflokki: 1986 19871989 1990 1991 1992 Drengjameistari: 1982 1983 Unglingameistari: 1984 2. sæti á Doug Sanders Junior Championship 1986 Evrópukeppni golfklúbba 1988 - sigurvegari í einstak- lingskeppni Sigurvegari á American South Conference Championship 1991 Valin í Evrópuliðið í golfi árið 1991 Norðurlandameistari einstaklinga 1992 halda utan og taka þátt í úr- tökumótum fyrir þá kylfinga sem reyna við atvinnumanna- skírteinið. Því er þannig hátt- að að um 900 manns leika 72 holur og er þessum fjölda skipt niður á 6 golfvelli. Strax eftir fyrstu mótin er skorið niður í 300 kylfinga sem leika aðrar 72 holur. Eftir það er þeim fækkað um helming og því taka 150 spilarar þátt í lokakeppninni sem er 108 holu keppni. Eftir lokakeppnina kemur svo í ljós hvar menn lenda. Kylfingar í 1.-50. sæti kom- ast á svokallaðan PGA-tour, kylfingar í 51.-100. sæti kom- ast á NIKE-tour og afgangur- inn, alls 50 kylfingar eru svo varamenn inná þessi mót og geta í leiðinni tekið jjátt í svokölluðum Mini-tour. Það er gífurleg taugaspenna á þessum mótum og því gífur- lega mikilvægt að byrja vel. í fyrra sluppu menn inn með 73 í meðalskor og ég ætti að ná því ef ég spila eins og í sumar". Kemst hvaöa kylfingur sem er á þessi stórmót? "Golfyfirvöld úti hafa að mestu leyti útilokað þann hóp sem er ekki að fara í þetta með rétt hugarfar, þ.e.a.s. þeir sem ætla sér ekki að taka golfið föstum tökum taka ekki þátt í þess- um mótum. Það sem kemur í veg fyrir það er mótsgjaldið sem hljóðar upp á 200.000,- íslenskar krónur. Þetta er bara mótsgjaldið. Síðan bæt- ist við allur gistikostnaður, ferðakostnaður, fæði og fleira. Þannig að allir sjá að þetta er enginn leikur. Hvaö tekur svo viö ef tak- markiö nœst? "Ef ég kemst inn á PGA mótin tekur við stanslaus spilamennska og ferðalög og líf atvinnumannsins er alls ekki bara dans á rósum ef menn halda það. Vissulega er hægt að hafa það gott fjár- hagslega en það þarf að leggja hart að sér til að ná ár- angri. Maður er að vissu leyti eins og nýtt fyrirtæki þegar maður byrjar í atvinnu- mennsku því fyrstu árin fara í það að koma sér á framfæri og í þrotlausa vinnu sem skil- ar sér svo síðar”. Nú varst þú kjörinn I- þróttamaöur Hafnarfjarö- ar í þriöja sinn á dögunum. Hvernig metur þú slíka viö- urkenningu? "Ég lít á þessa útnefningu sem gífurlegan heiður þar sem Hafnarfjörður getur stát- að af mörgum frábærum í- þróttamönnum og sá fjöldi virðist sífellt vera að aukast. Get ég t.d. nefnt okkur hjá Keili þar sem mikill fjöldi ungra golfleikara er að koma upp og við þurfum að hlúa enn betur að þessum hópi á komandi árum. Það er aldrei of mikið gert fyrir yngsta hóp- inn og við hjá Keili ætlum okkur að gera sérstakt átak í þeim efnum næsta sumar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við bakið á í- þróttafólki bæjarins og á stór- an þátt í þessum góða árangri þar sem bæjaryfirvöld hafa séð þeim sem stunda íþróttir fyrir stórbættri aðstöðu. Stuðningur bæjarins er t.d. ó- metanlegur hvað varðar upp- byggingu golfíþróttarinnar í Hafnarfirði. Með tilkomu nýja golfskálans breyttist öll starfsemi Keilis til hins betra og félagslegi þátturinn verður æ stærri fyrir vikið sem er að sjálfsögðu gott mál. Nú kem- ur fólk ekki bara til að spila golf heldur sitja menn yfir kaffibolla og horfa á gervi- hnattasjónvarp eða spá í landsmálin. Bæjaryfirvöld hafa því að mínu mati staðið sig frábærlega við uppbygg- ingu íþrótta- og tómstunda- mála undanfarin misseri. Bærinn hefur einnig hjálp- að til við hinar miklu fram- kvæmdir sem Keilir hefur staðið fyrir, þ.e. að stækka völlinn, útbúa æfingasvæðið og snyrtingu golfvallarsvæð- isins í heild, að ógleymdum skálanum sjálfum og allri fé- lagsaðstöðunni sem þar er. Engum blööum er um þaö aö fletta aö Úlfar Jóns- son hefur veriö bœjarfélagi sínu til sóma. Hann hefur veriÖ frábœr fulltrúi þjóðar sinnar á erlendri grundu mörg undanfarin ár auk þess sem hann hefur sýnt yfirburöi meÖal íslenskra kylfinga. Úlfar er frábœr í- þróttamaöur, hann er hóg- vœr en metnaðargjarn kylfingur sem lœtur höggin tala. Um leiö og AlþýÖu- blaö Hafnarfjarðar þakkar Úlfari fyrir þann tíma sem hann gaf í viötal þetta erum við viss um aÖ bœjar- búar allir munu liugsa hlýtt til þessa skemmtilega pilts er hann fœst viö erfiö en ögrandi verkefni nœstu missera.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.