Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1993, Blaðsíða 1
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3. tbl. 51. árg. mars 1993 Markmiðið að snúa vörn í sókn í atvinnumálum Samstaða um fjárhagsáætlun Mikil samstaða var í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á fundi hennar, þar sem fjárhagsáætl- un Hafnarfjarðarkaupstaðar og stofnana hans var af- greidd. Tillögur meirihluta Al- þýðuflokksins að áætluninni fengu stuðning bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðubandalagsins í umræð- um á fundinum, svo og í sjálf- stæðum tillöguflutningi minnihlutaflokkanna. Almennur stuðningur er við þá stefnumörkun Alþýðu- flokksins, að eins og nú árar í þjóðfélaginu sé hlutverk Hafnarfjarðarbæjar til ný- sköpunar og eflingar atvinnu- lífs brýnna en nokkru sinni fyrr. Opinberir aðilar á borð við sveitarfélög flýti eigin framkvæmdum og geri það sem í þeirra valdi standi til að fá athafnamenn og fyrir- tæki til fjárfestinga í atvinnu- lífinu, þannig að hjól atvinnu- lífsins fáist í gang á nýjan leik . Baráttan gegn atvinnuleys- inu er með öðrum orðum eitt helsta verkefni bæjaryfir- valda samkvæmt niðurstöð- um áætlunarinnar. Meðal helstu framkvæmda ársins eru lok byggingar 2. á- fanga Setbergsskóla , lok framkvæmda við leikskólann Hlíðarbergi, sem opnar á næstu dögum, hafist handa við leikskóla á Hvaleyrarholti sem lokið verður við í byrjun næsta árs, áframhald fram- kvæmda við tónlistarskóla og safnaðarheimili, mikill stuðn- ingur við framkvæmdir á veg- um íþróttafélaganna, um- fangsmiklar nýframkvæmdir við gatna- og holræsagerð í nýjum hverfum, miklar mal- bikunarframkvæmdir, stór- verkefni í fegrun og gróður- vernd, svo fátt eitt sé talið. Þá er varið fjármunum til miðbæjarframkvæmda sem nú eru í fullum gangi, þ.e. færslu Fjarðargötu , gerð hringtorga, bifreiðastæða og fegrunarframkvæmdir ýmis- konar. Það er fagnaðarefni að sam- staða er að myndast í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar um þessi mikilvægu verkefni nú á þeim tímum, sem samvinna og samstarf eiga að vera lykil- orð í baráttunni gegn krepp- unni og atvinnuleysinu. Undir stjórn Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði munu Hafnfirðingar leggja sitt lóð á vogarskálarn- ar til að brjótast út úr sam- drætti og erfiðleikum í þjóð- arbúinu. Uppbyggingin heldur áfram Stórf ramkvæmdir í miðbænum Miklar framkvæmdir standa nú yfir í miðbæ Hafnarfjarðar. Fyrir- sjáanlegt er að svo mun verða næstu tvö árin. Hafin er gröftur fyrir bílageymslu verslunar- miðstöðvarinnar við Fjarðargötu. Áætlanir byggjenda miðast við að verslunarrými hússins verði tekið í notkun haustið 1994. Hús þetta mun standa að hluta til í götustæði Fjarðargötu, Því hefur umferð verið flutt af henni á nýja götu, sem liggur utar á fyllingunni. Þessi gata mun í sumar verða malbikuð í endan- Iegri legu frá Linnetsstíg suður fyrir „Vélsmiðju" . Jafnframt verður Lækjar- gata tengd við hana í hringtorgi. Bílastæði verða gerð brggja vegna Lækjargötu við hringtor- gið. Nýja Fjarðargatan verður tengd til bráða- birgða norðan Linnets- stígs. Thorsplan verður lagfært og göngustígur frá Strandgötu að Fjarðar- götu 11 lagður. Einnig verður gengið frá um- hverfi sunnan Hafnarbor- gar þ.e. gerð tjarnar úr Hamarskotslæknum. Sundið milli „Vélsmiðj- unnar" og íþróttahússins verður malbikað og hell- ulagt. Gerð verður bryg- gja framan við Fjörukrá- na fyrir fljótandi veit- ingahús . Þá verður hafin byg- ging atvinnu- og íbúðar- húsnæðis sunnan fyrir- hugaðrar verslunarmið- stöðvar (Fjarðargata 17) á árinu. Á næsta ári mun Fjarð- argata verða tengd við Reykjavíkurveg og Vest- urgötu í hringtorgi og legu Linnetsstígs breytt. Miðstöð strætisvagna verð- ur gerð framan við Fjarðar- götu 13 -15 og gengið frá öllum bílastæðum milli Linnetsstígs og Lækjar- götu. Bílastæði verða stein- lögð framan við Hafnar- borg og göngugata milli nýju verslunarmiðstöðvar- innar og húsanna við Strandgötu. Líkast til verður hafin bygging nýs stjórnsýslu- húss milli Linnetsstígs og Reykjavíkurvegar árið 1994. Af þessari upptal- ningu má glögglega sjá að hvergi er slakað á í upp- byggingu bæjarins

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.