Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.03.1993, Blaðsíða 4
Alþýðublað Hafnarfjarðar Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra Krafði Hafnarfjörð um 108 millj ■ fær 16 Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra krafði Hafnarfjarðarbæ um 108 milljónir en fær 16 miljónir fyrir Einarsreitinn með hús- um samkvæmt úrskurði Mats- nefndar eignarnámsbóta. Bærinn hafði boðið um helm- ingi betur í frjálsum samning- um, en Matthías hafnaði. Matthías krafðist tæpra 43 milljóna fyrir lóðina en fær rúm 600 þúsund. Hafnarfjarðarbæ ber að greiða Einari Þorgilssyni og Co. hf. samtals kr. 16.144.125 fyrir land og hús á svokölluð- um Einarsreit hér í bæ. Ekki tókust frjálsir samn- ingar um kaup bæjarins á landinu, en Hafnarfjarðarbær var samkvæmt heimildum blaðsins tilbúinn að greiða yfir 30 milljónir króna fyrir lóð og mannvirki en því vildi Matthías ekki una. Hann gerði kröfu um tæplega 108 milljón- ir króna fyrir lóð og inann- virki á reitnum og rak málið sjálfur fyrir hönd fyrirtæk- isins sem er fjölskyldufyrir- tæki. Hafnarfjörður gerði kröfu um að 5 milljónir króna yrðu greiddar fyrir lóð og mann- virki en til vara allt að 18.475.204 krónur. Kröfur Matthíasar Á. Mathiesen fyrir hönd Einars Þorgilssonar og Co. hf., voru samtals 107.513.300 krónur. Vildi hann fá 42.908.000 fyrir lóð- ina en fær 620.927 krónur, 55.735.000 kr. fyrir byggingar en fær 15.523.198 krónur. Fyrir gömlu saltfiskreitina vildi Matthías fá 8.870.300 kr. en þeir voru metnir alveg verðlausir. Á Einarsreitnum er sam- kvæmt skipulagi gert ráð fyrir að 64 íbúðir rísi. Til að standa undir slíkum tilkostn- aði hefði því þurft að leggja á upptökugjald á hverja íbúð fyrir tæplega 1,7 milljónir króna nema að kostnaðinum yrði velt yfir á skattgreiðend- ur í Hafnarfirði. Hér var ekki um eignarland að ræða, helcl- ur erfðafestu með mismikl- um og takmörkuðum réttind- um. Flokksskrifstofan Rétt er að minna á að skrifstofa Alþýðuflokksins við Strand- götu er opin laugardagsmorgna kl. 10.00 til 12.00 Ingvar Viktors- son, bæjarfulltrúi verður þar til viðtals og auk hans verða aðrir bæjarfulltrúar og forráðamenn flokksins í bænum þar til skrafs og ráðagerða. Ileitt verð-ur á könnunni og er fólk hvatt til að líta við og ræða málin yfir kaffibolla. Þú tekur virkan pátt í að hanna pitt eldhús -þín hugmynd -þinn smekkur -þitt verö ■■■■ eð fullkominni téiknitölvu hönnum við, ■ ísamstarfi viðþig, þitt draumaelclhiis. Þú mœlir með grunnmálin af eldhúsinu og tsameiningu röðum viðsaman margvíslegum einingum, samkvæmt þínu höfði og okkar sérfræði- þekkingu. Við vinnum með þérþar tilþú hefur fengið það sem þú vilt. föoöfó LtÚ BÆJARHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 651499 Hagstæö verö - góö greiöstukjör - stuttur afhendingartími. VISA/EURO raögreiöslur til allt aö 18 nuínaöa. Söluaðilar: Byggingarhúsift/Akranesi, Blómsturvcllir/Hellissandi, llúsgagnaloftift/ísafirfti, Bynor/Akureyri. Kaupfélag Þingcyinga/Húsavík, Brimnes/Vcstm.cyjum, Málmcy/Círindavík Alþýðublað 1 •/Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ingvar Viktorsson Símar: 50499 og 52609 Prentun: Steinmark Bikarmeistarar FH FH ingar í 3. fl. karla endurheimtu Bikarmeistaratiti- linn í handknattleik á dögunum eftir sigur á KR í úrslita- leik 14 - 13. Á myndinni eru í fremri röð f.v.: Arnar Ægis- son, Elfar Þór Erlingsson, Jónas Stefánsson, Jón Hákon Hjaltalín fyrirliði, Hjörtur Hinriksson, Guðjón Sveinsson og Karvel Jónsson. Aftari röð f.v.: Sverrir Kristinsson þjálfari, Brynjar Geirsson, Lárus Long Jóhannesson, Gunnar Þórarinsson, Magnús Sigurjónsson, Grétar Þor- valdsson, Árni Rúnar Þorvaldsson, Hafliði Guðmunds- son og Valgarður Valgarðsson þjálfari. íslandsm. Hauka Haukar urðu íslandsmeistarar í 3. fl. kvenna í knatt- spyrnu innanhúss á dögunum. Þær sigruðu Fjölni örugg- lega í úrslitaleik 2-0. Á myndinni eru talið frá vinstri í af- tari röð: Vignir Orn Stefánsson aðst. þj. Björg Haralds- dóttir, Hulda G. Helgadóttir, Ásdís Petra Oddsdóttir, Soffía Petra Þórarinsdóttir, Ragnheiður Berg, Aðalheið- ur Olafsdóttir og Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Arndís Jónasdóttir, Hildur Sæ- varsdóttir, Anna María Leifsdóttir, Kristjana Ósk Jóns- dóttir, Hanna G. Stefánsdóttir og Guðrún Jóna Jóns- dóttir Bæjarmálaráðið Bæjarmálaráð Aljjýðuflokk- sins í Hafnarfirði starfar af fullum krafti. Fundir eru að jafnaði haldnir á hálfsmán- aðarlega í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Þar eru málin rædd og krufin til mergjar og fundir oft mjög líflegir og fjöl- mennir. I bæjarmálaráðinu eru allir þeir sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Öllum flokksmönnum er vel- komið að sækja fundi og taka þátt í umræðum. Fundirnir eru yfirleitt á mánudagskvöl- dum og hefjast kl. 20.30 og stefnt er að því að þeim ljúki kl. 22.00. Fundir fram til vors verða sem hér segir: 15. mars Húsnæðismál. 27. mars-laugardagur kl. 10.00 Ferðamál. Á þennan fund mætir Alþýðuflokks- fólk úr Grindavík og farið verður í skoðunarferð um bæinn. 26. apríl Umhverfismál: náttúruvernd, gróðurvernd, fegrun og fólkvangur. 10. maí Almennur fundur - framkvæmdir og verkefni sumarsins.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.