Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Síða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Síða 1
Alþýðublað Hafnarfjarðar 4. tbl. 51. árg. apríll993 Miðbæjarhúsið lækkað eftir viðræður bæjarstjóra og byggjenda TVúi að almenn ánægja verði með niðurstöðuna Segir Guðmundur Arni Stefánsson bæjarstjóri „Ég vonast til að með þess- um breytingum, lækkun á húsinu, hafi verið komið til móts við sem flest sjónarmið, þannig að full sátt verði um málið, og almenn ánægja meðal bæjarbúa," sagði Guð- mundur Árni Stefánsson bæj- arstjóri á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni um miðbæjarkjarnann svokall- aða, þ.e. Fjarðargötu 13-15. Ásamt bæjarstjóra á fund- inum voru forsvarsmenn Mið- bæjar Hafnarfjarðar h.f., sem reisa munu umrætt hús. í kjölfar undirskriftasöfnunar í bænum tók bæjarstjóri upp viðræður við byggjendur, þar sem leitað var leiða til að sætta sjónarmið í máli þessu. Og niðurstaðan er svohljóð- andi: Eftir viðræður bæjarstjór- ans í Hafnarfirði og forsvars- manna Miðbæjar Hafnarfjarð- ar h.f. sem reisa munu verslunar-þjónustu- og hótel- byggingu í miðbæ Hafnar- fjarðar, hefur orðið að niður- stöðu að lækka "hótelturn" hússins um eina hæð frá upp- haflegum áformum. Þetta leiðir til þess, að vegghæð hússins verður sam- kvæmt hinni nýju hönnun 21,05 metrar. Þannig hefur vegghæð hússins lækkað um 8 (átta) metra frá fyrri hönn- un að útliti hússins. Þessi ákvörðun er tekin til að sætta ólík sjónarmið um hæð hússins, en eins og kunnugt er skrifuðu rúmlega fimm þúsund Hafnfirðingar undir áskorun til bæjaryfir- valda, þar sem óskað var eftir því að "bæjaryfirvöld beiti sér fyrir því að fyrirhuguð stórbygging við Fjarðargötu falli sem best að umhverfi sínu og verði ekki hærri en þau hús sem fyrir eru á mið- bæjarsvæðinu". Jafnframt var þess getið af forsvarsmönn- um áskorunarinnar að ekki væri deilt á framkvæmdina sem slíka, né staðsetningu hússins, heldur þvert á móti væri áhugi á því að mannvirki á borð við þetta risi í mið- bænum. Til að koma til móts við þessi sjónarmið hefur byggingin verið lækkuð um eina átta metra eins og fyrr segir og er nú af svipaðri hæð og hús Sparisjóðs Hafnar- fjarðar (vegghæð þess er 17,50) svo viðmiðun sé tekin í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá hefur þess verið gætt við hönnun hússins að það falli vel að umhverfi sínu. Með þessu telja byggingar- aðilar og bæjarstjórinn í Hafnarfirði, að mjög hafi ver- ið komið til móts við sjónar- mið þeirra Hafnfirðinga sem rituðu nöfn sín á áðurnefnda áskorun, auk þess sem haldið er fast við grundvallaratriði um þjónustu í húsinu, sem bæjarbúar almennt er mjög á- fram um að rísi í miðbæ. Þannig eru einnig höfð í huga viðhorf þeirra sem ekki rit- uðu nöfn sín á áðurgreinda á- skorun og lýstu þannig stuðn- ingi sínum við framkvæmdina eins og hún var upphaflega ráðgerð. í þessu ljósi er það von og raunar trú aðila að almenn sátt verði um framkvæmd þessa og almennur áhugi bæj- arbúa um uppbyggingu í mið- bæ fái farsælan framgang. Vissulega verður mannvirki á borð við miðbæjarkjarnann seint þannig úr garði gert að öllum líki, en með lækkun hússins án þess að að úr um- fangi starfseminnar sé dregið, er tekið á veigaþyngstu atrið- um málsins og komið til móts við sem flest sjónarmið. Frekari deilur gagnast eng- um í máli þessu, enda vand- séð um hvað deila ætti, nú þegar tekið hefur verið tillit til helstu sjónarmiða. Endanlegar bygginganefnd- arteikningar af húsinu hafa verið lagðar inn til bygginga- fulltrúa og hafa verið teknar til umfjöllunar í bygginga- nefnd. Það er von aðila að um þetta mál takist nú góð sam- staða allra sem nærri koma og að mannvirkið rísi hratt og vel. Það er ætlun byggingar- aðila. Það er nljóst að umrædd lækkun „hótelturns" leiðir að sumu leiti til óhagkvæmari rekstrareiningar fyrir byggj- endur (herbergjum fækkar úr 50 í 40) og því munu aðilar leita leiða til að auka við her- bergjaframboð í nærliggjandi byggingum teljist jjess þörf þegar þar að kemur. Samhliða framkvæmdum við miðbæjarkjarnann af hálfu Miðbæjar h.f. eru um- fangsmiklar gatnagerðarfram- kvæmdir í gangi af hálfu Hafn- arfjarðarbæjar um þessar mundir. Þær eru í samræmi við miðbæjarskipulag og lögð er áhersla á að flýta þeim eins og kostur er og uppbygging mannvirkja í miðbænum leyf- ir. Það er markmið bæjaryfir- valda að yfirbragð hins nýja miðbæjar verði komið í var- anlegt og glæsilegt horf á þessu ári og hinu næsta, bæði hvað varðar mannvirkjagerð alla, gatnagerðarframkvæmd- ir, malbikun, hellulögn, gerð bifreiðastæða, fegrun og gróðursetningu.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.