Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Listahátíð í Flugdrekar gerðir af Malinsky vekja alltaf mikla athygli Hafnfirðingum er enn í fersku minni hversu vel tókst til um Listahátíðina hér í bæ, sem haldin var 1991. Þess vegna vafðist það ekki fyrir neinum sem nálægt þeirri hátíð kom, að stefnt skyldi að áframhald- andi Listahátíðum í Hafnar- firði. Nú verður Listahátíð í Hafnarfirði haldin öðru sinni. Að þessu sinni er aðaláhersl- an lögð á tónlist, en flestar aðrar listgreinar, s.s. leiklist og myndlist, fá að njóta sín einnig. A fyrstu Listahátíðinni Hafnarfirði 1993 var þegar ákveðið að leggja mikla áherslu á nýsköpun og því verða nú frumflutt tón- verk eftir íslensk tónlist og ennfremur leikrit og dansar. Strax við hina fyrstu Listahá- tíð í Hafnarfirði varð lands- kunn "hafnfirska stefnan" í listum og menningarmálum, þ.e. að frumkvæði, stjórn og listræn ábyrgð er á hendi listamannanna sjálfra, en þeir njóta fjárhagslegs og siðferði- legs stuðnings frá bæjaryfir- völdum. Með þessu móti er nýttur frum- kraftur lista- mannanna sjálfra, hug- myndaauðgi þeirra og víð- sýni. Dagskráin á Listahátíðin í Hafnarfirði 1993 býður Manuel Mendive upp á mikla breidd eins og áður sagði og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi um lista- menn sem „ , _ Nwel Kennedy við faum að 3 kynnast í sumar getum við nefnt myndlistar-mennina, Mendive frá Kúbu, Gutierrez frá Mexico, Peter Malinsky frá Þýskalandi sem sýnir flugdreka, sem jafnframt eru stórbrotnir skúlptúrar. I tón- listinni kennir margra grasa, s.s. Vini Dóra, Manuel Barrueco gítarleikara, að ó- gleymdum hinum heimskunna fiðlu- snillingi, Nigel Kennedy, sem ör- ugglega mun fylla Kapla-krikahúsið. Þá munu hafn- firskir kórar og tónlistarmenn gegna stóru hlut- verki í einstökum viðburðum á hátíðinni. Sama er að segja um Leikfé- lag Hafnarfjarðar, sem einnig verður áberandi. Hér eru aðeins örfáir nefnd- ir. Alþýðublað Hafnarfjarðar mun greina nánar frá Lista- hátíð í Hafnarfirði þegar nær dregur júnímánuði og kynna þá listafólkið. En á meðan geta allir Hafnfirðingar látið sig hlakka til Listahátíðar- innar í Hafnarfirði árið 1993. ár |||| * intiffjan ÚRVAL AF HANDSMÍÐUÐUM SKARTGRIPUM Sumarhús TIL FERMIN GAGJAFA TRÚLOFUNARHRINGAR * SÉRSMÍÐI * VIÐGERÐIR Umsóknareyöublöð um sumarhús félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins aö VERIÐ VELKOMIN Strandgötu 11 í aprílmánuði. Guðmn Bjarnadóttir Gullsmiður Stjórnin Lækjargötu 34C - 220 Hafnarfirði SKÓGRÆKTARFELAG HAFNARFJARDAR heldur ráðstefnu um ENDURHEIMT LANDGÆÐA lsuigardaginn 3.apríl n.k. kl 9.00-13.00. Ráðstefnan verður haldin i Álfafelli, samkomusal Iþróttahúss Hafnarfjarðar við Strandgötu. DAGSKRÁ: kl. 9.00 Ráðstefnan sett. Hólmfríður Finnbogadóttir formaður. kl.9.10 Stefnumið í landgræðslu Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Fyrirspurnir. kl. 9.35 Ánamaðkar og nytsemi þeirra. Hólmfríður Sigurðardóttir jarðvegslíffræðingur. Fyrirspurnir kl. 10.15 Plöntusöfnunarferð til Noregs. Halldór Sverrisson plöntusjúkdómafræðingur Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur. Fyrirspurnir kl. 11.10 KAFFIHLÉ kl. 11.30 Litningar grænu korna og þróunarsaga grenis. Dr. Aðalsteinn Sigurgeirsson. Fyrirspurnir kl 12.20 Fólkvangar viö þéttbýli . Þráinn Hauksson landlagsarkitekt. Fyrirspumir kl. 13.00 Ráðstefnuslit Magnús Gunnarsson formaður landnemaráðs. Fundarstjóri: Hólmfriður Ámadóttir. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um skógrækt og landgræðslu. Bæjarmálaráðið Bæjarmálaráð Alþýðuflokk- sins í Hafnarfirði starfar af fullum krafti. Fundir eru að jafnaði haldnir á hálfsmán- aðarlega í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Þar eru málin rædd og krufin til mergjar og fundir oft mjög líflegir og fjöl- mennir. I bæjarmálaráðinu eru allir þeir sem sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Öllum flokksmönnum er vel- komið að sækja fundi og taka þátt í umræðum. Fundirnir eru yfirleitt á mánudagskvöl- dum og hefjast kl. 20.30 og stefnt er að því að þeim ljúki kl. 22.00. Fundir fram til vors verða sem hér segir: 26. apríl Umhverfismál: náttúruvernd, gróðurvemd, fegmn og fólkvangur. 10. maí Almennur fundur - framkvæmdir og verkefni sumarsins. Flokksskrifstofan Rétt er að minna á að skrifstofa Alþýðuflokksins við Strandgötu er opin laugardagsmorgna kl. 10.00 til 12.00 Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi verður þar til viðtals og auk hans verða aðrir bæjar- fulltrúar og forráðamenn flokksins í bænum þar til skrafs og ráðagerða. Heitt verð-ur á könnunni og er fólk hvatt til að líta við og ræða málin yfir kaffibolla. Hafnfirðingan verslum í heimabyggð Gleðilega páskahátíð Venslunarmannafélag Hafnanfjanðan

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.