Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Blaðsíða 4
Alþýðublað Hafnarfjarðar Nýr glæsilegur leikskóli Hinn nýi glœsilegi leikskóli, Hlíðarberg Það er ekki ofsögum sagt að allt sé á fullu í fram- kvæmdum á vegum Hafnar- fjarðarbæjar. í síðustu viku nánar tiltekið fimmtudaginn 24. mars var opnaður nýr leikskóli hér í bæ. Leikskól- inn sem hlaut nafnið Hlíðar- berg er óvenju glæsilegur og Hafnarfjarðarbæ til mikils sóma. Það er hafnfirska fyrir- tækið Byggðaverk sem var verktaki leikskólans og hefur Byggðaverk unnið verk sitt af mikilli alúð og lagni. Þessi nýjasti leikskóli bæj- arins er um margt mjög sér- stætt hús, því burðargrind þess er úr stálprófílum, en húsið er einangrað utan frá og loks klætt með Stenex plötum. Gerir þetta það að verkum að húsið verður í framtíðinni mjög viðhaldslétt. Þá er öll einangrun hússins mjög góð, ekki síst hljóðein- angrunin, sem virðist hafa heppnast mjög vel. Bygging- arkostnaður hússins var 64 milljónir króna, en heildar- stærð leikskólans er 660 fer- metrar. Ekki hefur vegna ótíðarinn- ar undanfarið tekist að ljúka við lóðina, en þessa dagana er unnið þar af fullum krafti og ef tíðin helst góð lýkur því starfi innan skamms. Oeð fullkominni teiknitölvu hönnum við, í samstarfi viðþig, þitt clraumaelclhús. Þú mœtir með grunnmálin af eldhúsinu og í sameiningu röðum viö saman margvtslegum einingum, samkvcemtþínu höföi og okkar sérfrceði- þekkingu. Við vinnum með þérþar tilþú hefur fengið það sem þú vilt. Þú tekur virkan þátt í að kanna þitt eldhús -þín hugmynd -þinn smekkur -þitt verd CsoBfe hb BÆJARHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI - SÍMI 651499 Hagstceð vcrð - góö greiðslukjör - stuttur afhendingartími. VISA/EURO raðgreiðslur til allt að 18 nuínaða. Soluaðilar: Byggingarhúsið/Akrancsi, Blómsiurvcllir/Helhssandi. Húsgagnaloflið/ísafirði, Bynor/Akurcyri, Kaupfclag Þingcyinga/Ilúsavík. Brimncs/Vcsim.cyjum, Málmcy/Grind: A Iþýðublað 1 •/Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri og áþyrgðarmaður: Ingvar Viktorsson Símar: 50499 og 52609 Prentun: Steinmark Þeir félagar Sindri Snœr og tvíburarnir Sigmar Ingi og Sævar Ingi voru að fara í mömmuleik * Atta mánaða byggingartími Fyrsta skóflustungan var tekin að þessari byggingu þann 16. júní 1992 svo að byggingin hefur ekki tekið nema rúma átta mánuði, sem er frábær gangur og mjög í anda þess byggingarhraða sem bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar hefur lagt svo mikið upp úr sl. misseri. Fyrstu skólfustunguna tóku fjögur börn þau Agúst Arnar, skólastjóri hefur verið ráðin Sigurborg Kristjánsdóttir. Skemmtileg bygging í stuttu spjalli við Sigur- borgu leikskólastjóra sagði hún bygginguna nijög skemmtilega hannaða og vildi hún koma á framfæri sér- stöku þakklæti til þeirra Byggðaverksmanna, sérstak- lega þó til Grettis Gunnlaugs- sonar byggingastjóra, sem Það var mikið fjör hjá þeim Andreu, Inger, Ólafi Fannari og Daníel Frey og þeim fannst nýi leikskólinn mjög fallegur Friðrik Dór, Linda Sif og Hrefna og þessir fjórir ungu Hafnfirðingar klipptu síðan á borðana við opnunina og opnuðu j^annig skólann form- lega. Var sannarlega skemm- tilegt að fylgjast með athöfn- inni. Fjögurra deilda skóli Að Hlíðarbergi verður boðið upp á sveigjanlegan dvalartíma á fjórum deildum. 2-4 ára börn verða á einni þeirra en 3 - 6 ára börn á þremur deildum. Alls verða að Hlíðarbergi 19 stöðugildi auk 3ja við ræstingu. Leik- hafði reynst starfsfólkinu ein- staklega lipur og skilningsrík- ur. Þá sagðist Sigurborg vilja óska Hafnfirðingum til ham- ingju með fallega og vel hann- aða byggingu. Við hér á Alþýðublaði Hafnarfjarðar tökum undir orð Sigurborgar og ítrekum hamingjuóskir til handa bæj- arbúum öllum og óskum starfsfólki Hlíðarbergs alls hins besta í starfi og börnun- um sem þarna eiga að dvelja skemmtilegrar vistar í fallegu umhverfi. Að lokum má geta þess að sl. laugardag var leikskól- inn opinn almenningi og komu ekki færri en 500 manns til að skoða skólann . Vettvangsferð Bæjarmálaráð Alþýðuflokkssins í Hafnarfirði fer í vettvangsferð um bæinn næstkomandi laugar- dag, 3. apríl og verður lagt af stað frá Alþýðuhúsinu við Strandgötu kl. 11:00. Að skoðunarferð lokinni verður sest niður yfir kaffibolla og kökum í Alþýðuhúsinu. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.