Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Blaðsíða 1
r H mi mr mm ¦• ^^ Alþýðublað Hafnarfjarðar 5. tbl. 51. árg. apríll993 Fiskvinnslukonur í Sjávarfiski að störfum. Mikilvægt er fyrir þœr og annað fiskvinnslufólk að nœgilegt hrá- efni berist á land í Hafnarfirði. Þess vegna eru kaup á nýjum ísfisktogara svo nauðsynleg. Nýr togari í bæinn? Grunnskólinn heim Vonir standa til þess að nýr ísfisktogari komi til bæjarins á næstu vikum. Nýtt almenn- ingshlutafélag, sem stofnað hefur verið hér í Hafnarfirði hefur gert tilboð í togara þrotabús Einars Guðfinns- sonar í Bolungarvík, Heið- rúnu, og er tilboð félagsins það hæsta sem barst. í allan vetur hafa bæjar- og hafnaryfirvöld í góðu sam- bandi við verkalýðshreyfingu og útgerðar- og fiskvinnslu- aðila hér í bænum verið á höttunum á eftir heppilegu skipi sem landaði afla sínum hér á fiskmarkaðnum í bænum. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að tryggja fisk- vinnslunni hér í bænum nægi- legt hráefni, en eins og kunn- ugt er hefur ísfisktogurunum hér í bænum fækkað á umlið- num árum. Nægir þar að nefna þegar togarar Hval- eyrar, áður Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, voru seldir til Akureyrar á árunum 1987 og 1988. Þessar tilraunir til að festa kaup á heppilegu skipi hafa verið undir forystu atvinnu- málanefndar bæjarins. Fyrr- verandi formaður nefndarin- nar, Gísli Geirsson sem dó langt fyrir aldur fram snemma á þessu ári hafði unnið vel að undirbúningi málsins og núverandi for- maður nefndarinnar, Garðar Smári Gunnarsson hefur haldið merki Gísla hátt á lofti og nú stefnir í áþreifanlegan árangur. Ekki eru öll kurl komin til grafar varðandi kaupin á Heiðrúnu, þar sem Bolungar- víkurbær á forkaupsrétt á skipinu. En hvað sem því líður þá eru allir aðilar sem að málinu hafa unnið ákveðn- ir í því að markmiðinu verði náð: að nýtt skip með góðan kvóta komi hingað til bæja- rins eins fljótt og kostur er. Stefnt er að því að hlutafé Háagranda, sem verður eig- andi skipsins verði á bilinu 50 til 80 milljónir og komi frá sem flestum er áhuga hafa á framgangi málsins Allt stefnir í það að grunnskólarnir komi alfa- rið heim í hérað, þ.e. á hendur sveitarfélaganna haustið 1995. Eins og kunn-ugt er, þá eru grunn- skólarnir nú reknir sam- eiginlega af ríkinu og sveit- arfélögunum. Það fyrir- komulag hefur ekki gefist vel og nú eru aðilar sam- mála um að stefna að því að grunnskólarnir verði al- farið í rekstri og á ábyrgð sveitarfélaga. Ingvar Viktorsson bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins hér í bæ, sem jafnframt er varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið mjög að þess- um málum og er þeim gjörkunnugur. Hann sagði í samtali við Alþýðublað Hafnarfjarðar, að mjög mikilvægt og jákvætt skref yrði tekið, ef grunnskólar- Ingvar Viktorsson kenn- ari og bœjarfutltrúi nir yrðu eingöngu á hendi sveitarfélaganna. „Ég þekki það af eigin raun sem kennari í Víði- staðaskóla og af störfum mínum í sveitarstjórnum, að hér í Hafnarfirði yrði það mikil lyftistöng fyrir skólastarfið allt ef jákvæð bæjaryfirvöld tækju yfir allan rekstur grunnskól- anna," sagði Ingvar. Fjöru-Portiö kláraö um miöjan maí Eins og bæjarbúar hafa orðið varir við, hefur verið mikið um að vera í nágrenni Fjörunnar og Myndlistarskó- lans í Hafnarfirði (í gömlu Vélsmiðjunni), en þar er jafn- fram listagalleríið , Portið. Verið er að endurnýja lagnir til undirbúnings gangstéttar- lagningu og f fegrun svæði- sins.Allt umhverfið verður hið glæsilegasta að lyktum. Innan dyra í Fjörunni er líka unnið hörðum höndum við endurgerð svokallaðs Falk -húss, sem hinn ötuli veitingamaður Jóhannes Viðar hyggst opna þann lO.maí næstkomandi. Þann sama dag verður fljótandi veitingastaður, Fjörunesið, einnig formlega vígður. Það verður því líf og fjör í Fjöru- Portinu á næstu vikum. 1 -maí 1. maí er að þessu sinni haldinn hátíð- legur af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar í skugga atvinnuleysis og kreppu. Nú sem sjald- an fyrr er mikilvægt að allir taki höndum saman um að tryggja öllum vinnufúsum höndum atvinnu við hæfi, auk þess sem kaupmáttur launa verð- ur að næga fyrir lífs- nauðsynjum. Það er einnig brýnt að auka ekki á óvissuna í samfélaginu með því að áfram verði lausir samningar langt fram eftir árinu. Þetta hefur verkalýðshreyfingin lagt áherslu á. Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði sendir hafn- firskri verkalýðs- hreyfingu bestu kveð- jur á l.maí. Mikill kraftur í framkvæmdum Framkvæmdir í bæjar- félaginu eru nú að kom- ast í fullan gang, en vet- urinn hefur verið erfiður gagnvart öllum utanhúss- framkvæmdum. En nú er sumarið komið og mikill kraftur kominn í allar framkvæmdir. Af hálfu Hafnarfjarðar- bæjar eru t.a.m. 70 nýir starfsmenn komnir til aðstoðar við fegrunar- framkvæmdir, gróður- vernd og gangstéttalagn- ingu, ásamt ýmsu öðru. Er þar um að ræða átaks- verkefni bæjarins í sam-starfi við atvinnuleysistrygg- ingasjóð og fólk sem hefur orðið að glíma við atvinnu- leysi fram að þessu um lengri eða skemmri tíma. Þá eru miðbæjarfram- kvæmdir í fullum gangi, bygg- ing leikskólans á Hvaleyrar- holti, bygging 2.áfanga Set- bergsskóla, bygging tónlistar- skóla og safnaðarheimilis, malbikunarframkvæmdir að fara af stað, svo fátt eitt sé talið. Já, það er góður gangur í Hafnarfirði. Þessar blðmarósir sem voru í vinnu við fegrunar- og gróðurvernd fyrir bœinn gáfu sér tíma frá erli dagsins til að brosa til Ijós- myndara Alþýðublaðs Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.